Vertu memm

Áhugavert

Mús fannst syndandi í súrsætri sósu (Myndbönd)

Birting:

þann

Rotta

Í London hefur Kínverskur veitingastaður verið sektaður um 30.000 pund eftir að heilbrigðiseftirlitið sá mús synda í súrsætri sósu, sem var í um það bil að fara bera fram til viðskiptavina.

Músadrit fundust um allt eldhús í Kam Tong sem staðsett er í Queensway, Bayswater sem er í eigu Ronald Lim.  Í tveimur öðrum veitingastöðum í eigu Ronald fundust kakkalakkar út um allt, í kælinum, matvörum, gámum við hlið eldhús veitingastaðanna svo fátt eitt sé nefnt.

Allir þrír veitingastaðirnir voru lokaðir árið 2008 vegna svipuðu óþrifnaði en opnaðir aftur og hafa staðirnir verið undir stöðugu eftirliti heilbrigðisyfirvalda í London.

Í dómi sem kveðinn var upp nú á dögunum fékk Ronald átta mánaða skilorð og sekt að upphæð 30 þúsund evrur, að því er fram kemur á vef London Evening Standard hér.

Á vafri fréttamanns á myndbandavefnum Youtube má sjá nokkur myndbönd af veitingastöðum með mús og rottu vandamál.

Rottur á matseðli

Í Víetnam er þetta einfalt, en þar eru rottur á matseðlinum:

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Áhugavert

Freisting.is 10 ára

Birting:

þann

Freisting.is hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina og í júlí 2013 var ákveðið að endurskíra vefsvæðið í veitingageirinn.is.

Í dag fagnar fréttavefurinn freisting.is 10 ára afmæli sínu.  Vefurinn freisting.is er í eigu Matreiðsluklúbbsins Freistingar sem stofnaður var 1994, en vefurinn var síðan skrásettur 17. ágúst árið 2000.

Upphaflega var Freisting.is hugsuð sem heimasíða til þess að miðla upplýsingum til meðlima matreiðsluklúbbsins Freisting á auðveldan hátt. Ekki voru allir á sama máli um ágæti þess, en fáir efast í dag.

Í dag er freisting.is sjálfstæð síða og er rekin sem fréttasíða um mat og vín sem hefur það að markmiði að birta nýjustu fréttirnar úr veitingageiranum.

Auk þess má svo finna ýmsa fróðleiksmola um mat & vín, upplýsingar um helstu fagkeppnir innan geirans og heimasíður félaga eins og Klúbbs Matreiðslumeistara og Vínþjónasamtaka Íslands.

Við kunnum öllum þeim sem hafa fylgt okkur í gegnum árin bestu þakkir fyrir.

Lesa meira

Áhugavert

Á ég að grilla kellinguna þína?

Birting:

þann

Siggi Hall og Steindinn okkar

Siggi Hall úr þætti Steindinn okkar

Steindinn okkar er sketsaþáttur sem sýndur er á Stöð 2.  Nýjasta myndbandið sem birst hefur á netinu heitir „Djöfull er mér heitt“ og er þetta skets úr 6. þætti, en þar má sjá meistarann Sigga Hall bregða fyrir.

Hér að neðan er hægt að horfa á myndbandið, sjón er sögu ríkari:

Til gamans, þá látum við annað skets úr Steindinn okkar fylgja með, en þar má sjá mörg þekkt andlit bregða fyrir:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Áhugavert

Kokkalandsliðið: Kalda borðið sett upp í skjóli nætur

Birting:

þann

Rússneski listamaðurinn og gullverðlaunahafinn í showstykkjum María Shramko (lengst t.h.) kemur hér með sitt innlegg hvað má betur fara á kalda hlaðborðinu - Kokkalandsliðið

Rússneski listamaðurinn og gullverðlaunahafinn í showstykkjum (lengst t.h.) kemur hér með sitt innlegg hvað má betur fara á kalda hlaðborðinu

Það er búið að vera nóg að snúast hjá kokkalandsliðinu, en fjölmargar æfingar hafa verið og langt í frá að vera tilbúið.  Nú síðustu daga hafa meðlimir landsliðsins verið að fara yfir öll smáatriðin og laga það sem laga þarf.  Eins og kunnugt er þá fer kokkalandsliðið á Heimsmeistarakeppnina Expogast- Culinary world cup í Lúxemborg sem haldin verður dagana 20. – 24. nóvember 2010.

Við hittum Bjarna Gunnar Kristinsson ritara kokkalandsliðsins og forvitnuðumst aðeins um hvernig undirbúningurinn hefur gengið.

Hvað er að gerast í herbúðum landsliðsins, hvað er framundan?
Það er búið að vera strangar æfingar með Gert Klötzke sænska yfirþjálfaranum sem gerði Svíana tvisvar sinnum ólympíumeistara og það er verið að vinna eftir athugasemdum frá honum.

Hvernig hefur undirbúningurinn gengið og var ekki æfing 16. maí síðastliðin?
Jú það var æfing 16. maí og var þá allt sett upp í skjóli næturs og heiti maturinn var keyrður daginn áður.  Undirbúningur gengur vel og er stefnt að klára allt fyrir sumarfrí.

Hvernig er skiptingin hjá ykkur, þ.e. hvaða ábyrgðarmenn eru með hvaða rétt?
Það er flókin skipting hjá Karl Viggó Vigfússyni framkvæmdarstjóra landsliðsins, en það kemur maður í manns stað í öllum stöðum og eru landsliðsmenn færðir til eftir hvað hentar hverju sinni.

Er búið að ákveða hverjir verða í heita eldhúsinu í keppninni?
Það er búið að gera hópa um hvern rétt, en ekki búið negla hver er hvar.

Við þökkum Bjarna fyrir spjallið.

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag