Vertu memm

Markaðurinn

Möndlukartöflurnar komnar í hús – Í fyrsta skipti sem þær eru ræktaðar á Íslandi

Birting:

þann

Logo - Þykkvabæjar ehf.

Í morgun fengum við í hús fyrstu sendinguna af nýuppteknum möndlukartöflum. Eftir því sem við best vitum er þetta í fyrsta skipti sem þær eru ræktaðar á Íslandi. Þær eru flokkaðar í möndlukartöflur stórar og möndlukartöflur smáar.

Möndlukartöflurnar eru ílangar, frekar gular í kjötið með smjörkennda áferð eftir eldun og henta vel bæði til að sjóða og steikja.

Við erum ótrúlega stolt af því að geta boðið þessa tegund af kartöflum og stefnum ótrauð áfram að því að skapa sælkeravöru ræktaða í íslenskri jörðu.

Magnið er takmarkað og við hvetjum veitingastaði og mötuneyti til að panta sem fyrst og tryggja sér íslenskar möndlukartöflur.

Heimasíða: www.thykkvabaejar.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið