Vertu memm

Uppskriftir

Mjúkur kryddjurtaostahjúpur á fisk

Birting:

þann

kryddjurtir

150 gr brauðrasp
25 gr rifinn parmesan
100 gr goudaostur – rifinn
4 msk rjómaostur
25-50 gr kryddjurtir
125 gr bráðið smjör
Örl. salt og pipar

Fjöldi: 1 gastro

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Grillaður Lax með Coriander pesto

Birting:

þann

Laxasteikur - Lax - Ferskur

Grillaður Lax með Coriander pesto

Aðalréttur fyrir 4

4x 120 gr laxastykki
salt og svartur pipar úr kvörn
ólífuolía til penslunar

Coriander pesto:
1 búnt ferskt coriander
1 búnt steinselja
100 gr furuhnetur
1 tsk sítrónusafi
1 msk balsamico edik
salt og svartur pipar úr kvörn
75 ml ólífuolía
30 gr parmesanostur
2 saxaðir hvítlauksgeirar

Sítrónugrassósa:
2 stk sítrónugras (lemongrass)
-má nota niðursoðið
50 gr saxaður charlottulaukur
100 ml hvítvín
1 tsk turmeric
100 ml fisksoð
100 ml rjómi
2 msk ólífuolía
2 msk smjör

Meðlæti:
Soðnar kartöflur og salat

Aðferð:
Kryddið laxinn með salti og pipar og penslið með ólífuolíu. Grillið á vel heitu grilli í 1-2 mínútur á hvorri hlið.

Pesto:
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og látið snúast í nokkra hringi. Setjið ofaná laxinn og bregðið stutta stund undir vel heitt grill.

Sósa:
Skerið sítrónugrasið í litla bita og svitið í heitri olíunni ásamt lauk. Kryddið til með turmeric, salti og pipar. Hellið hvítvíni og fisksoði í pottinn og látið sjóða niður um 2/3. Setjið rjómann í og sjóðið aftur niður um helming. Hrærið köldu smjörinu saman við og látið ekki sjóða eftir það.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Mjúkur sinnepshjúpur á fisk

Birting:

þann

Dijon Sinnep

Ein af þekktari afurðum Frakklands er hið bragðmikla sinnep sem í daglegu tali kallast Dijon-sinnep.

100 gr brauðraspur
25 gr rifinn parmesan
2 msk grófkorna sinnep
1 saxað hvítlauksrif
2 msk dijon sinnep
Börkur af einni sítrónu – fínt rifinn
80 gr bráðið smjör
Örl. salt og pipar

Fjöldi: ½ gastro

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Pasta með laxi og ravioli

Birting:

þann

Laxasteikur - Lax - Ferskur

Pasta með laxi og ravioli

Fyrir fjóra

800g lax (úrbeinaöur og roðlaus), skorinn í steikur
400g ravioli með sveppafyliingu (soðið eftir leiðbeiningu)

Sósan:

3 msk sveppasmurostur
1 dl mjólk
1 msk pestó (úr krukku,eða laga sjálfur)
smá brot af kjúklingateningi eða fiskiteningi
salt og pipar

Aðferð:

Grillið laxinn þar til hanner við það að vera fulleldaður (einnig er hægt að steikja hann á pönnu).

Það er reyndar erfitt að segja til um eldunartímann þegar verið er að grilla vegna þess að hitinn er svo misjafn í grillunum.

Þá er pastað soðið og haldið volgu á meðan sósan er gerð.

Allt ráefnið í sósuna er sett í pott og soðið þar til rjómaosturinn er bráðnaður.

Þá er pastanu bætt út í sósuna og salti og pipar bætt við eftir smekk.

Borið fram með uppáhalds grænmeti, salati og brauði.

Höfundur er Ragnar Ómarsson matreiðslumeistari

Mynd: úr safni

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Tefélagið 27.01.2020
    Tefélagið | í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Þættirnir Í Fljótandi Formi eru ósjálfrátt búnir að skapa sér sinn eigin farveg. Í þáttunum fær Viceman til sín fólk úr öllum áttum, frumkvöðla, framleiðendur eða aðra spekúlanta sem eiga það sameiginlegt að vilja spjalla um áhugaverðar veigar í fljótandi formi. Eftir þáttinn með þeim […]
  • Dominique Plédel Jónsson 23.01.2020
    Dominique | Vínkaraflan Happy Hour með The Viceman Það búa fáir á Íslandi yfir jafn mikilli þekkingu á vínum eins og Dominique sem á uppruna sinn að rekja til Frakklands. Þegar maður talar við hana er ekki að heyra á máli hennar að hún sé af erlendum uppruna sem gefur þér fyrstu vísbendinguna um að […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag