Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Mjög áhugaverður fyrirlestur á Jungle Cocktail Bar

Birting:

þann

Mjög áhugaverður fyrirlestur á Jungle Cocktail Bar

Laugardaginn 11. janúar verður sérstakur fyrirlestur um Bacardi Legacy á Jungle Cocktail Bar. Þar munu Víkingur Thorsteinsson, sigurvegari Bacardi Legacy Iceland, og Hanna Karlson & Antero Semi, sigurvegarar Bacardi Legacy Finland, kynna keppnina og sigurdrykki sína, en þessir þrír keppendur munu keppa í lok febrúar um pláss í lokakeppni Bacardi Legacy Global sem haldin verður í Miami í sumar.

Þeim innan handar verður Juho Eklund, Trade Ambassador fyrir Bacardi og einn af helstu skipuleggjendum Bacardi Legacy á Norðurlöndum.

Fyrirlesturinn verður á morgun laugardaginn 11. janúar frá 15:00 – 17:00 og er öllum starfandi barþjónum boðið. Skráning fer fram á [email protected]

ATH. Þessir sömu barþjónar munu slá í PopUp á Jungle Cocktail bar, í kvöld 10.janúar milli 21-01 og verða sigurdrykkir þeirra á eingöngu 1500 kr.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vín, drykkir og keppni

22,7 milljón lítrar seldir af áfengi á árinu 2019

Birting:

þann

Vín - Vínflaska - Hvítvín

Sala áfengis árið 2019 var tæplega 22,7 milljón lítrar sem er 3,1% meiri sala í lítrum talið en árið 2018.

Viðskiptavinum fjölgaði einnig um 2,4% voru á árinu 2019, en alls komu 5,1 milljónir viðskiptavina í búðirnar, samanborið við tæplega 5 milljónir árið 2018. Um það bil 46 þúsund manns lögðu leið sína í Vínbúðirnar á Þorláksmessu í ár, sem er met í fjölda viðskiptavina, en áður hafa mest 44 þúsund manns verslað í Vínbúðunum á einum degi.

30. desember var einnig annasamur líkt og Þorláksmessa og komu tæplega 43 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þann daginn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vínbúðinni.

Meðfylgjandi er sundurliðun helstu flokka.

Sala áfengis 2019

Freyðivín og Kampavín eru almennt söluhár flokkur fyrir áramót en. frá 26. des. – 31. des. seldust 21.693 lítrar sem er aukning um 2,75% frá fyrra ári. Ef desember er skoðaður í heild þá var salan 44.462 lítrar sem er aukning um 10,6% frá árinu 2018.

Sala áfengis 2019

Mynd: úr safni

Lesa meira

Markaðurinn

Michter´s fór í þrot árið 1989, en í dag er það eitt af mest vaxandi fyrirtækjum í heimi

Birting:

þann

Michter's Distillery

Michter´s sem upprunarlega hét Shenk´s var stofnað árið 1753 og er þar með í raun eitt af fyrstu viskíhúsum Bandaríkjanna.

Michter´s viskíhúsið sem staðsett er í Kentucky í Bandaríkjunum er eitt af mest vaxandi áfengisvörumerkjum í heimi.

Michter´s sem upprunarlega hét Shenk´s var stofnað árið 1753 og er þar með í raun eitt af fyrstu viskíhúsum Bandaríkjanna. Þegar fram í sótti breyttist nafnið aftur og um 1850 varð það að Bomberger´s. Það nafn hélst í hundrað ár eða þar til nafnið Michter´s var formlega tekið upp árið 1950.

Eftir erfileika fór fyrirtækið í þrot árið 1989 en aðeins örfáum árum síðar var Michter´s endurreist og hefur vaxið gríðarlega síðan.

Michter's Distillery

Pam Heilmann er „Master Distiller“ hjá Michter´s og er hún ein af þeim allra bestu í bransanum í Bandaríkjunum.

Pam Heilmann er „Master Distiller“ hjá Michter´s en hún er ein af þeim allra bestu í bransanum í Bandaríkjunum. Hún var því mikill fengur fyrir fyrirtækið enda eftirsótt af samkeppnisaðilum eins og heyra má í myndbandinu hér að neðan.

Eins og áður segir, að í dag er það eitt af mest vaxandi áfengisvörumerkjum í heimi og þakka þeir það mörgum af bestu barþjónum beggja vegna Atlantshafsins. Þeim sem velja Michter´s á barinn sinn hefur fjölgað gríðarlega á síðustu fjórum árum. Eins og fram kom hjá Drinks International toppaði Michter´s svo listann yfir „Globally Top Trending American Whiskey Brands“ árið 2019 eftir að hafa skipað 2.sætið árið á undan. Nú nýlega undirritaði Michter´s samstarfssamning við Rolf Johansen & co, sem býður nú upp á 5 tegundir af þessu gæðavískí og aðeins ein tegund er fáanleg hjá ÁTVR í fyrstu sem er US1 American Whiskey.

Michter's Distillery

Michter’s Whiskey er geymt í notuðum viskítunnum í 5-8 ár að lágmarki

Fyrir vískí-áhugafólk þá er US1 American Whiskey er geymt í notuðum viskítunnum, en öll US1 línan er þó alltaf geymd í tunnum í 5-8 ár að lágmarki, enda segja þeir sjálfir „We don´t age for statement, we age for flavour“.

Michter’s kynningarmyndband

Myndir: Michter’s

Lesa meira

Keppni

Eina ferðina enn koma jól – Jóla púns keppnin á næsta leiti

Birting:

þann

Jólapúns

Nú fer að styttast í árlegu Jóla púns keppnina hjá Barþjónaklúbbi Íslands, en að þessu sinni verður hún haldin í Kornhlöðunni 19. desember næstkomandi.

Keppnin verður auglýst almenningi og munu þau kaupa miða og velja sér púns og í leiðinni styrkja þetta góða málefni.

Púnsinn sem fær flesta miða í lok kvöldsins vinnur og fær ásamt Barþjónaklúbbnum að afhenda ágóðan til Barnaspítala Hringsins.

Í fyrra safnaðist 250.000 kr. sem rann til Samhjálpar, í ár stefnir klúbburinn hærra og mun klúbburinn styrkja Barnaspítala Hringsins.

Þér er boðið að taka þátt í þessu góða málefni og eru meðlimir klúbbsins búnir að fá birgjana til liðs við sig í að sponsa áfengi sem hægt er að nota í púnsinn.

Það er stuttur tími til stefnu og sæta framboð ekki endalaust en fyrstu 15 komast að og eiga möguleika á að vinna.

Skráningu lýkur þriðjudaginn 10. desember, fyrstu 15 til að skrá sig fá svo sendann lista yfir tengiliði hjá birgjunum sem hægt er að fá spons hjá.

Skráning á [email protected]

Mynd: úr safni

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Tefélagið 27.01.2020
    Tefélagið | í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Þættirnir Í Fljótandi Formi eru ósjálfrátt búnir að skapa sér sinn eigin farveg. Í þáttunum fær Viceman til sín fólk úr öllum áttum, frumkvöðla, framleiðendur eða aðra spekúlanta sem eiga það sameiginlegt að vilja spjalla um áhugaverðar veigar í fljótandi formi. Eftir þáttinn með þeim […]
  • Dominique Plédel Jónsson 23.01.2020
    Dominique | Vínkaraflan Happy Hour með The Viceman Það búa fáir á Íslandi yfir jafn mikilli þekkingu á vínum eins og Dominique sem á uppruna sinn að rekja til Frakklands. Þegar maður talar við hana er ekki að heyra á máli hennar að hún sé af erlendum uppruna sem gefur þér fyrstu vísbendinguna um að […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag