Vertu memm

Uppskriftir

Miso graskerssúpa

Birting:

þann

Miso graskerssúpa

Einföld og góð Miso graskerssúpa. Bragðmikil, kremuð en án rjóma og dásamleg súpa með umami-tvist.

Fyrir 2

Innihald:

Engifer 10 gr (1 tsk) (maukað)
Grasker 220g (1 cup) ristað eða graskersmauk
Hvítt Miso paste 35 gr (1.5 msk)
Kjúklingasoð 235 gr (1 bolli)
Hlynsíróp 10 gr (2 tsk)

Aðferð:

Maukið allt með t.d. töfrasprota

Hitið maukið í potti eða pönnu

Framreiðið í súpuskál

Stráið nokkrum ristuðum graskersfræjum yfir súpuna.

Einnig er hægt að toppa súpuna með ólifuolíu, saxaðri seinselju og nýmöluðum svörtum pipar.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Bakaðir kleinuhringir með hlynsírópsgljáa

Birting:

þann

Bakaðir kleinuhringir með hlynsíróps gljáa

Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze’i með ekta vanillu.

Í alvöru, það er ekki eftir neinu að bíða! Farðu að baka!

Kleinuhringir, 12-14 stk

Hveiti, 180 g

Lyftiduft, 1,5 tsk

Matarsódi, 0,5 tsk

Salt, 0,25 tsk

Brúnkökukrydd, 1 tsk

Mjólk, 80 ml

Jógúrt, 80 ml

Smjör, 60 g

Vanilludropar, 2 tsk

Egg, 1 stk / Stórt

Púðursykur, 120 g

Pískið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og brúnkökukrydd í stórri skál.

Bræðið smjörið og látið kólna smá. Pískið saman mjólk, jógúrt, bráðið smjör, vanilludropa, egg og púðursykur.

Blandið blautblöndunni saman við þurrefnablönduna með sleikju þar til allt hefur samlagast.

Spreyið eða smyrjið kleinuhringjaform með olíu.

Færið deigið í sprautupoka eða t.d. stóran samlokupoka og klippið á einn endann. Fyllið formin tæplega 3/4 leið upp af deigi og bakið í 10-11 mín í miðjum ofni.

Látið kólna í nokkrar mín áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu.

Hlynsíróps „glaze“ gljái

Smjör, 60 g

Rjómi, 1 msk

Hlynsíróp. 60 ml

Vanillustöng, 1 stk

Flórsykur, 180 g

Bræðið smjör í potti við vægan hita. Skerið vanillustöng í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið vanillufræjum, rjóma og hlynsírópi út í og og hrærið þar til allt hefur samlagast.

Hrærið flórsykur saman við þar til allt hefur samlagast og slökkvið á hitanum.

Dífið kleinuhringjunum ofan í glaze’ið og setjið svo á vírgrind í 10 mín þar til glaze’ið harðnar.

Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson

Lesa meira

Uppskriftir

Veistu hvernig á að gera carbonara rétt? Michelin kokkar sýna þér réttu handtökin – Vídeó

Birting:

þann

Carbonara - Magnus Nilsson, Carlo Mirarchi, Heinz Beck, Luciano Monosilio

Þessi klassíski rómverski pastaréttur samanstendur af aðeins fjórum hráefnum – eggi, osti, svínakjöti og svörtum pipar, en hann hefur stöðugt verið bætt við með rjóma, sveppum svo fátt eitt sé nefnt.

Ekta uppskriftin kallar á feitari „guanciale“ úr svínakjálka og „pecorino“ (sauðfjármjólk) osti.

Hér eru fjórir Michelin-stjörnukokkar sem sýna þér nákvæmlega hvernig á að búa til carbonara.

 

Samsett mynd: skjáskot úr myndböndum

Lesa meira

Uppskriftir

Súkkulaðiterta

Birting:

þann

Súkkulaðiterta

Takið kökuna út úr ofninum, hvolfið henni á grind og látið kólna.

160 g hveiti
50 g kakó
1 tsk. natrón
1/4 tsk. salt
200 g sykur
140 g smjör
2 egg
2 dl mjólk
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Stillið ofninn á 175 gráðu hita og smyrjið hringmót sem er að minnsta kosti 5 cm djúpt og 22 cm í þvermál. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Bræðið smjörið og hrærið því út í ásamt
helmingnum af mjólkinni. Hrærið deigið í 2 mínútur. Bætið þá í það eggjum, vanilludropum og því sem eftir er af mjólkinni.

Hrærið enn í 2 mínútur.

Setjið deigið í mótið og bakið kökuna neðst í ofni í 40-45 mínútur. Takið kökuna út úr ofninum, hvolfið henni á grind og látið kólna.

Fylling:

1 1/2 dl sulta
100 g suðusúkkulaði
1 msk. smjör

Aðferð:

Kljúfið kökuna í þrjá jafnþykka botna. Smyrjið sultu á milli laga.

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og hrærið saman við það 1 msk. af smjöri. Smyrjið súkkulaðinu ofan á tertuna.

Smjörkrem

50 g suðusúkkulaói
60 g smjör
30 g flórsykur
1 eggjarauða
1 msk. kalt vatn

Aðferð:

Þeytið saman 60 g af smjöri og 30 g af flórsykri. Bætið eggjarauðunni út í og þeytið vel áður en 1 msk. af köldu vatni er bætt í.

Bræðið loks súkkulaðið í vatnsbaði og kælið það, en látið það ekki storkna.

Hrærið því síðan saman við smjörkremið og sprautið kreminu utan á hliðar tertunnar.

Úr matreiðslubókinni Mömmumatur

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið