Vertu memm

Keppni

Minnum á kynningarfund Vínþjónn ársins 2021 á föstudaginn nk.

Birting:

þann

Vínflöskur - Léttvín

Sérstakur kynningarfundur fyrir keppnina verður haldinn föstudaginn 19. Febrúar, kl. 11:30 á Brass Kitchen & Bar. Fundurinn er opinn öllum og allar spurningar eru velkomnar.

Áhugasamir geta skráð sig til keppnis á [email protected]

Síðasti dagur skráningar er föstudagurinn 19. febrúar.

Íslandsmeistaramót vínþjóna fer fram fyrir luktum dyrum, miðvikudaginn 25. febrúar.

Keppt verður í blindsmakki, verklegum vinnubrögðum (meðhöndlun á vörum), vín og matarpörun ásamt bóklegri kunnáttu.

Keppnin mun fara fram alfarið á ensku þar sem sigurvegari mun vera fulltrúi Íslands í alþjóðlegum keppnum.

Fyrir þá sem lenda í efstu þremur sætunum munu Vínþjónasamtökin bjóða allt að 30 tímum í keppnisundirbúning sem fellst í aðstoð við, bóklegan lærdóm, blindsmökk, verkleg vinnubrög.

Nýkrýndur Íslandsmeistari mun hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum uppá 250.000 til að nýta í áframhaldandi menntun á vegum WSET eða CMS /ASI.

Ertu búinn að skrá þig í Vínþjónasamtökin?

Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-

Innifalið í gjaldinu eru 3 vínsmökk á ári þar sem farið verður ítarlega í tæknina á bak við blindsmakk. Einnig fá meðlimir 50% afslátt af árskorti á SommNinja appinu.

Sjá einnig:

Íslandsmeistaramót vínþjóna verður haldið 25. febrúar

Mynd: úr safni

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Keppni

Róbert Demirev í 13. sæti í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna – Hlaut sérstaka viðurkenningu – Myndbönd

Birting:

þann

Ægir Friðriksson, Dagur Hrafn Rúnarsson og Róbert Demirev

Ægir Friðriksson, Dagur Hrafn Rúnarsson og Róbert Demirev

Nú liggja fyrir úrslit í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna 2021. Íslenski keppandinn, Róbert Demirev, lenti í 13. sæti í aðalkeppninni en Ólympíuverðlaunin að þessu sinni hreppti matreiðsluneminn Lee Maan Ki frá Hong Kong.

Keppendum sem lentu í 11.-20. sæti í aðalkeppninni var boðið að taka þátt í sérstakri „Plate Trophy“ keppni þar sem eldaður var einn réttur. Róbert endaði í 2.-3. sæti í þeirri keppni en aðeins voru veitt ein verðlaun og hlaut þau nemi frá Búlgaríu.

Hlaut sérstaka viðurkenningu

Auk „stóru“ verðlaunanna tveggja voru veittar viðurkenningar í ýmsum flokkum og fékk Róbert sérstaka viðurkenningu (Ambassador Award) fyrir ritgerð sína um það hvers vegna hann ákvað að læra matreiðslu.  Einnig fengu Róbert og Ægir Friðriksson, kennari og þjálfari Róberts, viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award).

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)

Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni er að viðkomandi sé enn í námi og á aldursbilinu 18- 24 ára. Vegna aðstæðna hafa skólarnir heimild til að tilnefna tvo varamenn ef skyndileg veikindi kynnu að koma upp og urðu nemarnir Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðgeir Ingi Steindórsson fyrir valinu.

Myndbönd

Hægt er að nálgast lokaathöfn Ólympíukeppninnar hér en viðurkenningar Róberts og Ægis má sjá á mínútum 39:00 og 46:00:

Hápunktar frá keppninni:

Kynning á Íslenska liðinu:

Sjá einnig:

Róbert Zdravkov keppir í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna

Myndir: aðsendar

 

Lesa meira

Keppni

Hver hreppir titilinn Vínþjónn ársins 2021? – Könnun

Birting:

þann

Skriflegt próf

Íslandsmeistaramót vínþjóna fer fram fyrir luktum dyrum, fimmtudaginn 25. febrúar 2021. Keppt verður í blindsmakki, verklegum vinnubrögðum (meðhöndlun á vörum), vín og matarpörun ásamt bóklegri kunnáttu.

Skráning lauk 19. febrúar s.l. og eftirfarandi eru keppendur ásamt nýrri könnun fyrir lesendur veitingageirans:

Hver hreppir titilinn Vínþjónn ársins 2021?

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...

Nánari upplýsingar um keppnina hér:

Íslandsmeistaramót vínþjóna verður haldið 25. febrúar

Mynd: úr safni

Lesa meira

Keppni

Nýr þjálfari Kokkalandsliðsins

Birting:

þann

Ari Þór Gunnarsson

Ari Þór Gunnarsson

Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur Kokkalandsliðið hefur valið Ara Þór Gunnarsson sem nýjan þjálfara liðsins.

Ara er falið það verkefni að fylgja eftir frábærum árangri liðsins á síðasta stórmóti, þegar Kokkalandsliðið kom heim með bronsverðlaun frá Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart fyrir ári síðan.

Ari hóf nám í matreiðslu á Sjávarkjallaranum en útskrifaðist af Veitingarstaðnum Fiskfélagið. Eftir útskrift tók hann við sem yfirkokkur á sama stað og gegndi því starfi næstu 9 árin.  Ari útskrifaðist frá Hótel,- og matvælaskólanum í MK í Kópavogi með sveinsbréf í matreiðslu árið 2010. Í dag starfar hann  sem söluráðgjafi hjá Fastus ehf.

Aðspurður hvers vegna Ari hafi ákveðið að læra matreiðslu, var svarið að hann hafi alveg frá því hann muni eftir sér heillast af handverki, sem hafi svo þróast í ástríðu fyrir handverksmatargerð. Keppnismatreiðsla hefur fylgt honum frá því hann byrjaði að læra, fyrst í nemakeppnum en hann varð matreiðslunemi ársins 2008 og 2009.

Ari hefur keppt í Kokkur ársins og var meðlimur í  Kokkalandsliðinu sem keppti á Heimsmeistaramótinu 2014 og 2018.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ari tekur að sér þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari fyrir Norrænu nemakeppnina 2011 og 2012 en var svo aðalþjálfari 2013 og 2014 með góðum árangri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.

Ari er fjölskyldumaður, trúlofaður Eydísi Rut Ómarsdóttir og eiga þau tvær dætur Emilíu Ösp og Ísabellu Eik.

„Það að ná árangri á stórmótum kostar mikla vinnu frá öllum þeim sem koma að liðinu. Liðið hefur undanfarin ár æft í húsnæði fagfélagana á Stórhöfða og á Matvís miklar þakkir fyrir að veita þá aðstöðu. Bakhjarlar og styrktaraðilar eiga miklar þakkir fyrir að standa þétt að baki okkar, án þeirra stuðnings væri ekki hægt að halda út starfi Kokkalandsliðsins,“

segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

„Ég hef alltaf reynt að vinna eftir ráði sem pabbi minn sagði við mig þegar ég varð yfirmatreiðslumaður. „Ef þú vilt ná því best fram í fólki, þá skaltu vinna með því ekki yfir því,“

sagði Ari.

Nú á næstu vikum hefjast æfingar fyrir næsta mót og er mikil vinna framundan til að fylgja eftir frábærum árangri liðsins á liðnum árum. Í mars verður landsliðshópurinn sem mun taka þátt í æfingum verða kynntur.

Fleiri fréttir af Ara hér.

Fréttir af Kokkalandsliðinu hér.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag