Við hjá Sælkeradreifingu og Ó. Johnson & Kaaber erum búin að endurbæta vefverslunina okkar.Skilvirkari uppsetning og nútímavætt útlit í takt við þarfir viðskiptavina okkar.
Þetta er eitthvað sem ætti að falla vel í kramið hjá öllum þeim sem nýta sér þjónustuna ,en við höfum séð gríðalega aukningu í vefveslun hjá okkur undanfarið.
Við ákváðum að fá viðskiptavini í lið með okkur í þessari vinnu til að gera verslunina einfaldari, þæginlegri og spennandi.
Í þessu skrefi höfum við m.a endurbætt eftirfarandi atriði.
Ný og betri leit
Önnur stór viðbót er sú að núna sér viðskiptavinurinn okkar listaverð og svo sitt verð.
Við erum komin með vegan lógóið á vegan vörur.
Það er orðið meira augljóst hvort þú er að versla stk eða pakkningu.
Einnig vil ég minna á að við getum haft fleiri en einn aðgang fyrir viðskiptamenn inni í vefverslunina. Stjórnendur geta haft fullan aðgang, þeir sem sjá um innkaup geta fengið aðgang þar sem eingöngu er hægt að panta og svo getur sá sem sér um bókhaldið verið með aðgang að hreyfingarlistum og reikningum.
Ég vil hvetja alla að prófa og ekki hika við að senda okkur línu á spjallinu á opnunartíma.
Síðastliðinn desember fórum við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. í gegnum BRC úttekt og hlutum einkunnina AA sem er hæsta mögulega einkunn. Þetta er í annað sinn sem við förum í gegnum og stöndumst þessa úttekt. Við erum virkilega stolt af okkar starfsfólki að hafa náð þessari fyrirmyndareinkunn enda leggjum við mikinn metnað í að tryggja öryggi og gæði þeirra matvæla sem við bjóðum uppá.
Ásbjörn Ólafsson ehf. er fyrsta og eina heildsalan hér á landi sem hlotið hefur hina alþjóðlegu BRC vottun í flokki birgðahalds og dreifingar. Við uppfyllum þar með allar þær kröfur sem þarf til að ná þessum virta staðli um matvælaöryggi. Þetta þýðir að allir okkar birgjar þurfa að uppfylla þær ströngu kröfur sem staðallinn gerir, en þannig geta okkar allra kröfuhörðustu viðskiptavinir fullvissað sig um að gæði og öryggi sé í hávegum haft í vöruvali okkar.