Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Miklar framkvæmdir í gangi á nýjum veitingastað í gamla Slysavarnarhúsinu

Birting:

þann

Gamla Slysavarnarhúsið úti á Granda

Slysavarnarhúsið við Reykjavíkurhöfn

Ég renndi við í gamla Slysavarnarhúsinu úti á Granda í morgun en þar standa yfir miklar framkvæmdir, en mér lék forvitni á að vita hvað væri að gerast þar. Búið er að hreinsa allt innan úr húsinu og á jarðhæðinni er verið að byggja stóra og glæsilega verönd þar sem björgunarbáturinn hékk áður.

Seglskúta við Reykjavíkurhöfn

Seglskúta við Reykjavíkurhöfn

Ég tók mér það bessaleyfi og kíkti aðeins inn og og rakst þar á og spjallaði aðeins við Harald Jónsson, sem er einn af eigendum hússins, um hvað væri á döfinni.  Áttum gott spjall en Haraldur vildi ekki fara mikið út í hvað kæmi þarna, en hann sagði mér að viðræður væru rétt að byrja við áhugasama veitingamenn en ekkert væri búið að ákveða neitt sérstakt varðandi framhaldið.

Á þessu stigi ákváðum við að ekki birta myndir innan úr húsin enda ekki tímabært þar sem allt var á öðrum endanum.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið