Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Michelinstjörnu veitingastaður notar matarprentara og útkoman er ótrúleg – Sjáðu myndbandið

Birting:

þann

Bræðurnir Javier og Sergio Torres

Bræðurnir Javier og Sergio Torres

Matarprentarinn Foodini minnkar matarsóun og ýtir undir sköpunargleðina í eldhúsinu. Spænska fyrirtækið Natural Machines hefur þróað þetta eldhústæki sem þrívíddarprentar matvæli með einföldum hætti: Foodini.

Sjá einnig:

Matarmennt í sýndarveruleika og matreiðsla í þrívídd

Michelin veitingastaðurinn Hermanos Torres

Í nýjasta myndbandi FutureKitchen myndbandaraðarinnar er fjallað um notkun Foodini matarprentarans á Michelin stjörnu veitingastaðnum Hermanos Torres.

FutureKitchen myndböndin eru hluti af verkefni sem stýrt er af Matís með styrk frá evrópska samkeppnissjóðnum EIT Food og þar er tekin fyrir fjölbreytt matartækni með skemmtimennt sem höfðar til yngri kynslóða að leiðarljósi.

Matreiðslufólk hefur undanfarið gert ýmiss konar tilraunir með prentarann, þar á meðal Torres bræðurnir á Michelin stjörnu veitingastaðnum Cochina Hermanos Torres. Þeir hafa nýtt Foodini til þess að gera fallega og skapandi framsetningu á réttunum sem þeir bera fram sem ómögulegt væri að gera með handafli einu saman. Maturinn er einfaldlega undirbúinn og settur í þartilgerð hylki í prentaranum. Kokkarnir hanna svo framsetningu sem þeim þykir falleg eða framúrstefnuleg og prentarinn skilar henni á diskinn. Viðskiptavinir geta einnig hannað sína eigin framsetningu og fengið sinn rétt fullkomlega eftir sínu höfði. Torres bræðurnir prenta um 100 rétti á dag með Foodini.

Prentarinn nýtist einnig til þess að auka sjálfbærni staðarins og minnka matarsóun til muna. Bræðurnir leggja áherslu á nýta matvæli vel og telja að það skili sér í afar fjölbreyttum afurðum, bæði hvað varðar bragð og áferð matarins. Þeir taka notkun fisks sem dæmi en Foodini hefur gert þeim kleift að nýta bæði roðið, beinin og auðvitað fiskinn sjálfan.

Um FutureKitchen og EIT Food

FutureKitchen

Myndbandið er hluti af verkefninu FutureKitchen sem styrkt er af EIT Food og unnið í samstarfi við FoodUnfolded. Það miðar að því að fá ungt fólk með í umræðuna um mat og tækni, vekja forvitni þess og fá það til að velta vöngum yfir matvælaheiminum og störfum innan geirans.

Verkefnið mun halda áfram út árið 2020 og á næstu dögum er stefnt að útgáfu nokkurra myndbanda í viðbót. Þar verður meðal annars fjallað um nýtingu matarprentarans fyrir fólk sem glímir við Dysphagia sjúkdóminn (sem gerir fólki ómögulegt að kyngja mat á föstu formi), zero-waste sveppaprótein og nýtingu iðnaðarhamps.

EIT Food

EIT Food er stórt leiðandi evrópskt þekkingar- og nýsköpunarsamfélag um matvæli, undir Evrópusambandinu, sem vinnur að því að gera hagkerfi matvæla sjálfbærara, heilnæmt og traust.

Framtakið er byggt af nýsköpunarsamfélagi með lykilaðilum iðnaðarins yfir alla Evrópu, sem samanstendur af yfir 90 samstarfsaðilum og yfir 50 sprotafyrirtækjum frá 16 aðildarríkjum ESB. Það er eitt af þekkingar- og nýsköpunarsamfélögunum (KIC) sem voru stofnuð af stofnun Evrópu fyrir nýsköpun og tækni [European Institute for Innovation & Technology] (EIT), sem er sjálfstæð stofnun ESB sett á fót 2008 til að efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi víðsvegar um Evrópu.

Þú getur fylgst með EIT Food í gegnum www.eitfood.eu eða í gegnum samfélagsmiðlana: Twitter, Facebook, LinkedIn, Youtube eða Instagram.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Svona eru Röff ostaslaufurnar gerðar – Sýnt á súper hraða – Vídeó

Birting:

þann

Í byrjun árs opnaði nýtt bakarí við Ármúla 42 í Reykjavík sem heitir RÖFF með slagorðinu „Ekki bara bakarí“.  Bakaríið hefur fengið mjög góðar viðtökur.

Það eru eigendur Veislunnar á Seltjarnarnesi sem eru rekstraraðilar RÖFF.

Nú um helgina var birt myndband á facebook síðu RÖFF hvernig ostaslaufurnar eru gerðar og myndbandið sýnir það á ofurhraða, sjón er sögu ríkari:

Sjá einnig:

Nýtt bakarí opnar á Ármúla – Ekki bara bakarí

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þessi sumarsæla hefur heldur betur slegið í gegn

Birting:

þann

Telma Matthíasdóttir - Bætiefnabúllan og fitubrennsla.is

Telma Matthíasdóttir

Það er loksins komið sumar og lífið er sætt og gott. Þannig á það líka að vera og eftir langan vetur eigum við skilið að eiga sólríkar og sælar stundir.

Sumarsæla Telmu og Lemon

Nú er komið að því að Sælkerasjeikar hafa litið dagsins ljós á Lemon, en til að fylgja þér inn í sumarið leitaði Lemon til sólargeislans Telmu Matthíasdóttur, eiganda Bætiefnabúllunnar og fitubrennsla.is, í leit að sumarlegum og spennandi nýjungum.

Þetta eru fjórir próteinsjeikar sem hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur og hver öðrum bragðbetri, sumarlegri og fádæma góðir fyrir heilsuna. Þeir kallast Pink Magic, Home Run, Happy Time og Call me Crazy og eru allir stútfullir af fersku, fyrsta flokks hráefni frá Lemon og próteini frá Bætiefnabúllunni.

Allir eru sjeikarnir macros vænir fyrir þá sem vilja telja kolvetni, prótein og fitu. Það gerist ekki betra.

Það er einfaldlega bráðnauðsynlegt fyrir bæði líkama og sál sem er einmitt það sem þau á Lemon huga að á hverjum degi.

„Mantran okkar er að bjóða ferskan og safaríkan mat, úr besta mögulega hráefni, fyrir þá sem vilja huga að heilsunni og njóta þess besta sem lífið hefur að bjóða.“

Segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.

Telma hefur lengi verið á meðal vinsælustu einkaþjálfara landsins og unnið markvisst að því að bæta líf og heilsu landsmanna. Aðspurð segir hún að það hafi aldrei verið spurning um að taka þátt í þessu sumarlega verkefni með Lemon.

„Á Lemon fæ ég þá orku og næringu sem ég þarf fyrir líkamann. Auk þess er ég dugleg að sækja þangað mat fyrir starfsfólk Bætiefnabúllunnar því góð næring gefur ekki bara góða orku heldur bætir hún alla starfsemi líkamanns og lífið.“

Segir Telma.

Það er því tilvalið að koma við á Lemon í sumar, hvort sem er eftir æfinguna, í hádeginu eða á rúntinum, njóta þess bragðbesta og hollasta sem sumarið hefur að bjóða og gera vel við líkama og sál.

Fleiri Lemon fréttir hér.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Halli meistari með nýjan matreiðsluþátt á N4

Birting:

þann

Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari

Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari

Hallgrímur Sigurðarson matreiðslumeistari, betur þekktur sem Halli kokkur og eigandi R5 á Akureyri, er með nýja þáttaseríu sem heitir „Matur í maga“ á N4 sjónvarpsstöðinni.

Þar fjallar Halli um mismunandi matarstíla: ketó, vegna, glútenlaust o.s.frv. Í þáttunum er blandað saman umræðu um heilsu, mat, hreyfingu o.fl. en Halli eldar alltaf eitthvað í hverjum þætti í takt við umræðuefnið og gefur uppskriftir.

Sjá trailer fyrir þáttinn hér:

Hægt er að horfa á þættina sem nú þegar eru komnir í loftið með því að smella hér.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið