Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Michelinstjörnu veitingastaður notar matarprentara og útkoman er ótrúleg – Sjáðu myndbandið

Birting:

þann

Bræðurnir Javier og Sergio Torres

Bræðurnir Javier og Sergio Torres

Matarprentarinn Foodini minnkar matarsóun og ýtir undir sköpunargleðina í eldhúsinu. Spænska fyrirtækið Natural Machines hefur þróað þetta eldhústæki sem þrívíddarprentar matvæli með einföldum hætti: Foodini.

Sjá einnig:

Matarmennt í sýndarveruleika og matreiðsla í þrívídd

Michelin veitingastaðurinn Hermanos Torres

Í nýjasta myndbandi FutureKitchen myndbandaraðarinnar er fjallað um notkun Foodini matarprentarans á Michelin stjörnu veitingastaðnum Hermanos Torres.

FutureKitchen myndböndin eru hluti af verkefni sem stýrt er af Matís með styrk frá evrópska samkeppnissjóðnum EIT Food og þar er tekin fyrir fjölbreytt matartækni með skemmtimennt sem höfðar til yngri kynslóða að leiðarljósi.

Matreiðslufólk hefur undanfarið gert ýmiss konar tilraunir með prentarann, þar á meðal Torres bræðurnir á Michelin stjörnu veitingastaðnum Cochina Hermanos Torres. Þeir hafa nýtt Foodini til þess að gera fallega og skapandi framsetningu á réttunum sem þeir bera fram sem ómögulegt væri að gera með handafli einu saman. Maturinn er einfaldlega undirbúinn og settur í þartilgerð hylki í prentaranum. Kokkarnir hanna svo framsetningu sem þeim þykir falleg eða framúrstefnuleg og prentarinn skilar henni á diskinn. Viðskiptavinir geta einnig hannað sína eigin framsetningu og fengið sinn rétt fullkomlega eftir sínu höfði. Torres bræðurnir prenta um 100 rétti á dag með Foodini.

Prentarinn nýtist einnig til þess að auka sjálfbærni staðarins og minnka matarsóun til muna. Bræðurnir leggja áherslu á nýta matvæli vel og telja að það skili sér í afar fjölbreyttum afurðum, bæði hvað varðar bragð og áferð matarins. Þeir taka notkun fisks sem dæmi en Foodini hefur gert þeim kleift að nýta bæði roðið, beinin og auðvitað fiskinn sjálfan.

Um FutureKitchen og EIT Food

FutureKitchen

Myndbandið er hluti af verkefninu FutureKitchen sem styrkt er af EIT Food og unnið í samstarfi við FoodUnfolded. Það miðar að því að fá ungt fólk með í umræðuna um mat og tækni, vekja forvitni þess og fá það til að velta vöngum yfir matvælaheiminum og störfum innan geirans.

Verkefnið mun halda áfram út árið 2020 og á næstu dögum er stefnt að útgáfu nokkurra myndbanda í viðbót. Þar verður meðal annars fjallað um nýtingu matarprentarans fyrir fólk sem glímir við Dysphagia sjúkdóminn (sem gerir fólki ómögulegt að kyngja mat á föstu formi), zero-waste sveppaprótein og nýtingu iðnaðarhamps.

EIT Food

EIT Food er stórt leiðandi evrópskt þekkingar- og nýsköpunarsamfélag um matvæli, undir Evrópusambandinu, sem vinnur að því að gera hagkerfi matvæla sjálfbærara, heilnæmt og traust.

Framtakið er byggt af nýsköpunarsamfélagi með lykilaðilum iðnaðarins yfir alla Evrópu, sem samanstendur af yfir 90 samstarfsaðilum og yfir 50 sprotafyrirtækjum frá 16 aðildarríkjum ESB. Það er eitt af þekkingar- og nýsköpunarsamfélögunum (KIC) sem voru stofnuð af stofnun Evrópu fyrir nýsköpun og tækni [European Institute for Innovation & Technology] (EIT), sem er sjálfstæð stofnun ESB sett á fót 2008 til að efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi víðsvegar um Evrópu.

Þú getur fylgst með EIT Food í gegnum www.eitfood.eu eða í gegnum samfélagsmiðlana: Twitter, Facebook, LinkedIn, Youtube eða Instagram.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Frítt fyrir bakarí, hótel, veitingahús ofl.

Birting:

þann

Steik - Matreiðslumaður - Kokkur

Nú gefst fagmönnum, sælkerar (áhugafólk), veitingahús, bakarí ofl. kostur á að senda inn myndir af réttum, kokteilum, kjötvörum ofl. í gegnum einfalt form, öllum að kostnaðarlausu.

Myndirnar birtast fyrir miðju á forsíðunni undir dálknum: „Frá lesendum – Nýtt eða spennandi á matseðli“ og sent á fréttabréf veitingageirans.

Við hvetjum lesendur til að senda inn mynd í gegnum þetta form hér:

Nýtt eða spennandi á matseðli

  • Er nýr réttur eða eitthvað spennandi á matseðli hjá þér, kokteill, bakkelsi, kjötvara osfr.
  • Segðu okkur aðeins frá réttinum, þarf ekki vera langt, innihaldslýsing, uppskrift, lýsing á réttinum í einum til tveimur setningum, þitt er valið.
  • Fullt nafn eða heiti á vinnustað
  • Hvar er rétturinn í boði.... (ekki nauðsyn)
  • Til að fá staðfestingu/leyfi á birtingu.
  • Ef þú vilt birta fleiri myndir, þá vinsamlegast sendu þær á [email protected]

Sjáðu hér hvað lesendur veitingageirans hafa sent inn.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Leyndarmálið á baki við eitt dýrasta nautakjöt í heimi – Myndband

Birting:

þann

Kobe - Kjöt

Kobe vöðvar eru fitusprengdari en gengur og gerist

Kobe nautakjötið, sem framleitt er í Tajima héraði í Japan, er eitt dýrasta nautakjöt í heimi. Kobe vöðvar eru fitusprengdari en gengur og gerist og er einnig með hærra hlutfalli af CLA fitusýrum.

Fóðrun og meðferð gripanna er langt og strangt ferli og er undir miklu eftirliti, en megináhersla er lögð á gæði umfram staðlaða fjöldaframleiðslu á nautakjöti.

Margar sögusagnir eru um að Kobe nautin eru gefin bjór að drekka, en það er ekki rétt samkvæmt ræktendum, aðspurðir um bjórdrykkjuna í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan.

Kobe - Kjöt

Eftirlitsmenn fara vel yfir Kobe-kjötið og gefa einkunn á gæði áður en kjötið fer á uppboð.

Til eru eftirlíkingar á Kobe kjötinu sem framleitt er í Bandaríkjunum, en kílóverðið er töluvert lægra.  Á uppboðum selst 440 kg. ekta Kobe-naut í kringum 2 milljónir íslenskra króna.  Ekki er vitað hvort íslensk veitingahús bjóða upp á Kobe steikur í dag, en þau hafa vissulega gert það í gegnum tíðina.

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þarf alltaf að vera vín? – Öflugur og fróðlegur facebook hópur – Yfir átta þúsund meðlimir

Birting:

þann

Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson framreiðslu-, og matreiðslumaður

Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson framreiðslu-, og matreiðslumaður

Fróðleg og áhugaverð umræða um léttvín og blandaða drykki er hægt að lesa í skemmtilegum facebook hóp sem heitir: Þarf alltaf að vera vín?

Hvetjum alla til að fylgjast með hópnum hér.

Þegar þetta er skrifað þá eru rúmlega 8200 meðlimir í hópnum, sem bæði taka virkan þátt í umræðum, aðstoða fólk og njóta síðan allskyns fróðleik frá stjórnendum hópsins, ásamt viðtöl við þjóðþekkta einstaklinga.

Að hópnum standa tveir fagmenn sem eru vel þekktir í veitingageiranum, en það eru þeir:

Grétar Matthíasson

Grétar er framreiðslu-, og matreiðslumaður að mennt og meistari í báðum greinum.  Grétar hefur verið veitingastjóri á Grillmarkaðinum til fjölda ára, er forseti Barþjónaklúbbs Íslands og margverðlaunaður framrteiðslumeistari.

Grétar hreppti titilinn Íslandsmeistari Barþjóna 2017 en hann keppti með drykkinn “Peach Perfect”, sem samanstendur af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.

Grétar gerði sér lítið fyrir og vann gullið í Heimsmeistaramóti Barþjóna 2018 í flokki short drinks.

Fleiri fréttir um Grétar hér.

Örn Erlingsson

Örn lærði fræðin sín í Perlunni og útskrifaðist vorið 2013 með sveinspróf í matreiðslu. Örn hefur starfað á veitingastaðnum lava í Bláa Lóninu, Tapas barnum, Apótekinu, Grillmarkaðinum, yfirmatreiðslumaður á Skihotel Speiereck í Austurríki, sölustjóri fyrir stóreldhús hjá Bako Ísberg, svo fátt eitt sé nefnt.

Örn starfar nú sem yfirmatreiðslumaður hjá Kaffitári.

Fleiri fréttir um Örn hér.

Þarf alltaf að vera vín?, er klárlega facebook hópur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Facebook hópurinn: Þarf alltaf að vera vín?

Mynd: aðsend

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag