Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Metnaðarfullur vínklúbbur – Myndir

Birting:

þann

Vínklúbbur

Fyrir 5 árum síðan stofnuðu 4 vinir vínklúbb sem samanstendur af fagmönnum úr veitingageiranum og vínáhugafólki. Í dag eru meðlimir 12 talsins.

Alveg frá byrjun vínklúbbsins var ákveðið að hafa mikla fjölbreytni og þær flöskur sem fæstir hafa smakkað. Klúbburinn kemur saman tvisvar á ári.

Fyrst mættu meðlimir með eina flösku að verðmæti 8.000 kr. Metnaðurinn hjá klúbbmeðlimum er mikill og í dag mæta meðlimir með vínflösku að verðmæti 15.000 kr.

Vínsmakkið sem haldið var í byrjun febrúar s.l. var tileinkað nýja heiminum. Nýi heimurinn eru lönd eins og t.d. Argentína, Chile, Bandaríkin, en það voru einnig vín frá gamla heiminum. Hvítvín eru einnig í boði, en lítið úrval er af þeim þar sem það er mjög takmarkað til af hvítvíni yfir 8000 kr. hér á Íslandi sem er ekki Franskt.

Vínklúbbur

Kampavín eða mjög vandað freyðivín fær alltaf að fljóta með.

Vínin sem voru opnuð við þetta smakk voru:

N1 Saint-Cernin blanc, Limoux, Frakkland
Chateau Fuisse Pouilly Fuissé Le Clos Monopole, Bourgogne, Frakkland
Bava Barolo, Piedmont, Ítalía
Kollwentz Steinzeiler, Burgenland, Austurríki
Marimar Estate Pinot Noir, Russian River Valley, Bandaríkin
Isole e Olena Cepparello, Toscana, Ítalía
Chryseia, Douro, Portugal
Trivento Eolo, Mendoza, Argentina
BLANKbottle Jaa Bru, Western Cape, Suður Afríka
BLANKbottle The Bomb, Stellenbosch, Suður Afríka
BLANKbottle The White Bomb, Franschhoek, Suður Afríka

Kampavínin sem voru í þetta skipti, voru: Wessman One Rosé og Billecart Salmon Brut

Vínklúbburinn stefnir á það að flytja inn sitt eigið vín til að bæta við fjölbreytileikann á vínfundunum.

Það er alltaf matur í boði þegar meðlimir hittast og er hann fjölbreyttur, en þar elda meðlimir saman allskyns sælkerarétti, Lux veitingar eða take away.

Með fylgja myndir frá síðasta vínfundi.

Óhöpp gerast, en hér lentu tveir meðlimir í því að korkurinn á rauðvíninu var með morknum berki og þá var sigtað í gegnum kaffikorg eins og margir þekkja.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Eyþór kokkur opnar heimasíðuna eythorkokkur.is

Birting:

þann

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Nú hefur Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari opnað nýja heimasíðu sem nálgast má á vefslóðinni www.eythorkokkur.is

Þar má finna allar uppskriftirnar hans Eyþórs, en með þessari uppskriftasíðu vill Eyþór deila með íslenskum áhuga- og ástríðukokkum reynslu sinni og uppskriftum og gefa til baka af sinni einstöku hógværð.

Eyþór Rúnarsson starfar nú sem yfirkokkur á Múlakaffi.

Um Eyþór

(Af heimasíðunni eythorkokkur.is)
Eyþór Rúnarsson er fæddur og uppalinn í Suður-Þingeyjarsýslu, um 10 km frá Húsavík, umvafinn íslenskri náttúru, þaðan sem hann hefur ávallt sótt innblástur í störf sín og ástríðan á matargerð kviknaði snemma.

„Ég fór til námsráðgjafa þegar ég var 13 ára og spurði hann einfaldlega hvaða námsbrautir innihéldu minnstu stærðfræðina. Hann benti mér á kokkanámið og þá var ekki aftur snúið. Ég varð heltekinn af hugmyndinni og fór á matreiðslubraut Verkmenntaskólans á Akureyri þegar ég varð 16 ára. Hóf störf í eldhúsi 18 ára gamall og hef ekki litið til baka síðan“.

Ferill Eyþórs hefur verið samfelld sigurganga og hefur hann um langt skeið verið einn af fremstu matreiðslumeisturum okkar landsmanna.

„Ég útskrifaðist vorið 2002 og hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa við fagið mitt frá mjög fjölbreyttum hliðum, hvort sem um er að ræða störfin með landsliðinu, spennandi sjónvarpsþáttagerð eða samstarfsverkefni við fremstu veitingastaði landsins.

Ég tel mig vera afar heppinn. Ég hef fengið að starfa við mína helstu ástríðu og fengið að kynnast mögnuðum fagmönnum og eins fengið að njóta þess að viðskiptavinir mínir hafa fylgt mér á milli staða og haldið tryggð við mína eldamennsku. Fyrir það er ég þakklátur og þess vegna vildi ég koma þessari uppskriftasíðu á koppinn“.

Kíkið á heimasíðu Eyþórs hér: www.eythorkokkur.is

Mynd: eythorkokkur.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Margra vikna biðlisti eftir borði – Marokkóskur matur af allra bestu gerð

Birting:

þann

Jaouad Hbib

Jaouad Hbib

„Já, af hverju ekki. Ég er ævintýragjarn. Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“

Sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu, en Jaouad hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.

Hann byrjar að undirbúa kvöldið fyrir hádegi.

„Marokkóskur matur er hægeldaður. Það á aldrei að vera stress í eldhúsinu og það á að elda eftir hjartanu.“

segir Jaouad í samtali við Landann á RÚV, en innslagið í heild sinni er hægt að sjá með því að smella hér.

„Auðvitað tók þetta tíma. Fólk var ekki alveg að kaupa þetta: „Marokkóskur veitingastaður hérna þrjátíu kílómetra frá heimsskautssbaug. Hvað ertu að pæla? Síðan síðustu tvö ár hefur verið margra vikna biðlisti eftir borði þannig að þetta hefur spurst rosalega vel út, – enda er hann frábær kokkur.“

Segir Hálfdán.

Mynd: skjáskot úr þætti.

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingakóngurinn Eyþór Mar Halldórsson yfirheyrður

Birting:

þann

Eyþór Mar Halldórsson

Eyþór Mar Halldórsson

Gestur að þessu sinni í Kokkaflakkinu er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari. Eyþór er frá Húsavík eins og svo margir aðrir góðir kokkar. Hann á og rekur þrjá veitingastaði í Reykjavík sem allir ganga mjög vel og hefur komið að opnun fjölda annarra.

Í þættinum er rætt um ferilinn hans hingað til og hvernig hann komst þangað sem hann er kominn í dag.

Eins og endranær er farið út um víðan völl og meira að segja er rætt um jafnréttismál í veitingabransanum í dag. Mjög skemmtilegt spjall, enda Eyþór mjög skemmtilegur náungi.

Mynd úr safni: aðsend

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið