Vertu memm

Frétt

Mest lesnu fréttir ársins 2019 – 672 þúsund heimsóknir á heimasíðuna Veitingageirinn.is

Birting:

þann

Frétt

Matvælasjóður: 630 milljónir til úthlutunar

Birting:

þann

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Margrét Hólm Valsdóttir, formaður Matvælasjóðs, opnuðu í vikunni fyrir umsóknir í Matvælasjóð. Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun.

Sjá einnig:

Matvælasjóður úthlutar í fyrsta sinn: 62 verkefni hljóta styrk

Matvælasjóður mun fá 250 milljón króna viðbótarframlag á þessu ári og er heildarúthlutunarfé sjóðsins alls 630 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Með stofnun Matvælasjóðs í fyrra vorum við í krafti nýsköpunar og þróunar að hvetja til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Það hefur sjaldan verið eins brýnt og nú enda lykilatriði í kjölfar COVID faraldursins að okkur takist að auka verðmætasköpun um allt land. Því er ég sannfærður um að sú úthlutun sem er fram undan geti orðið mikilvægur liður í þeirri efnahagslegu viðspyrnu sem fram undan er.”

Áhersla sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu og hliðarafurða um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.

Sjóðurinn hefur fjóra flokka:

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni.

Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð.

Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér heimasíðu sjóðsins, www.matvælasjóður.is en þar má finna handbók Matvælasjóðs, upplýsingar um umsóknir og allar nánari upplýsingar um sjóðinn. Í þessari annarri úthlutun hefur verið unnið að því að einfalda og skýra umsóknarferlið, handbók fyrir umsækjendur hefur verið uppfærð og skerpt á áherslum sjóðsins.

Margrét Hólm Valsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs.

„Ég tel að sjóðurinn skapi gríðarlega eftirsóknarverð tækifæri til að vinna að þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og afurða tengdum þeim en jafnframt opni á ný tækifæri á sviði rannsókna og í markaðssetningu. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á umsóknum og þá einna helst í flokknum Báru, þeim flokki sem flestar umsóknir bárust í við síðustu úthlutun en í þann flokk sækja aðilar sem eru enn með sínar hugmyndir á frumstigi en vilja fá stuðning til að greina og meta hvort sú hugmynd sem um ræðir sé fýsileg.

Umsóknarferlið hefur verið einfaldað og skýrt og vonandi sjáum við margar forvitnilegar hugmyndir koma inn í þennan flokk sem og hina þrjá, Keldu, Afurð og Fjársjóð.
Stjórn og starfsfólk sjóðsins hlakkar mikið til að takast á við vinnu við þær umsóknir sem eiga eftir að berast í sjóðinn enda greinilegt af þeim fjölda umsókna sem bárust í fyrstu úthlutun að mikið er í gangi í nýsköpun og þróun í íslenskri matvælavinnslu og mikil hugmyndaauðgi og vöruþróun í gangi í landinu.“

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2021.

Margrét Hólm Valsdóttir er formaður stjórnar sjóðsins, en stjórn skipa með henni þau Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Gunnar Þorgeirsson og Karl Frímannsson.

Mynd: stjornarradid.is

Lesa meira

Frétt

Grátandi starfsfólki hótela og veitingastaða veitt áfallahjálp eftir þurftafreka Íslendinga

Birting:

þann

Grátandi

„Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem hefur komið hvað harðast út úr Covid-19 faraldrinum. Ýmis teikn eru á lofti um að viðspyrna ferðaþjónustunnar geti hafist fyrir alvöru um mitt sumar ef áætlanir um bólusetningar ganga eftir.

Sú kynning sem Húsavík hefur aflað ferðaþjónustunni í gegnum Óskarsævintýrið verðu eflaust eins og eldflaugareldsneyti á þá viðspyrnu þegar gáttirnar ljúkast upp; sem og eldsumbrotin á suðvesturhorninu. Það eru margir sem eiga allt sitt undir, um allt land.“

Svona hefst leiðarapistill Vikublaðins þar sem Egill P. Egilsson fjallar um hegðun íslenskra ferðamanna, en þar segir hann meðal annars:

„Undir niðri kraumaði þó sannleikur sem enginn þorði að segja upphátt. Sannleikur sem nú nærir ótta þjónustufólks. Svo virðist nefnilega vera sem of stór hluti Íslendinga gleymi öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. Starfsfólkið sem hafði það hlutverk að þjónusta þurftafreka Íslendinga hefur aldrei kynnst öðru eins álagi eins og síðasta sumar.

Það er með ólíkindum framkoma sumra íslenskar ferðamanna. Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar.

Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks. Dæmi voru um að Íslendingar hreiðruðu um sig á hótellobbíum með sínar eigin áfengisbyrgðir, djömmuðu fram í roða; og virtu að vettugi öll tilmæli starfsfólks.“

Pistilinn er hægt að lesa í heild sinni hér.

Mynd: úr safni.

Lesa meira

Frétt

Viltu vita meira um Bragðörkina?

Birting:

þann

Lambakjöt

Íslenska lambakjötið er á skrá hjá Bragðörkinni yfir afurðir eða vinnsluaðferðir sem hafa menningarlegt- og nytjagildi.
Tilgangurinn er að beina athygli að þessum verðmætum afurðum sem eiga á hættu að hverfa, m.a. fyrir matreiðslumenn til að nota og hjálpa með því móti að styrkja líffræðilega fjölbreytni í verki.

Innan Slow Food samtakanna var stofnað mjög fljótlega Slow Food Foundation for Biodiversity (SFFB – sjá heimasíðu þeirra) sem hefur haldið utan um öll verkefni sem tengjast líffræðilega fjölbreytni eða Biodiversity. SFFB hefur séð um að fjármagna mörg þessara verkefna og fengið til þess til liðs við sig aðila eins og sýslur eða opinbera sjóði á Ítalíu og í Evrópu, svo og sjóðir í Evrópusambandinu.

Smám saman hefur verkefnum fjölgað og eru þeim er lýst ítarlega á heimasíðu SFFB: fyrstu verkefnin voru Bragðörkin (Ark of Taste) og Presidia, svo var lagt í herferð til að stofna „10 000 gardens in Africa“ til að styrkja sjálfbúskaparhætti sérstaklega í höndum kvenna og barna (skólar o fl.). Hlutverk kokka í varðveislu fjölbreytninnar var svo viðurkennt og Cook‘s Alliance stofnað þar sem matreiðslumenn skuldbinda sig til að nota afurðir sem eru skráðar í Bragðörkinni eða Presidia. Earth Markets eða matarmarkaðir reglulega haldnir með afurðir úr nærsveitum hafa loks bæst við.

Bragðörkin er fyrst og fremst skrá yfir afurðir eða vinnsluaðferðir sem hafa menningarlegt- og nytjagildi og eru af ýmsum ástæðum í útrýmingarhættu. Hver sem er getur beðið um að skrá afurð í Bragörkina en íslenska „Ark Committee“ tekur lokaákvörðun um skráninguna. Í dag eru 5500 afurðir skráðar í 150 löndum, þar af 21 á Íslandi (sjá á heimasíðu SFFB allar afurðir ) . Tilgangurinn er að beina athygli að þessum verðmætum afurðum sem eiga á hættu að hverfa, m.a. fyrir matreiðslumenn til að nota og hjálpa með því móti að styrkja líffræðilega fjölbreytni í verki.

Sjá einnig:

Gisli Matt á meðal 200 matreiðslumanna frá 7 mismunandi löndum til að berjast gegn veðurfarsbreytingum

Presidium (framleiðendahópur) sem hefur ekki verið fundið gott íslenskt orð fyrir, er verkefni í framhaldi af Bragðörkinni. Þegar framleiðendur eru nægilega margir (3 eða fleiri) og taka sig saman til að tryggja áframhaldandi framleiðslu eða ræktun á forsendum Slow Food hugmyndafræði („good, clean and fair“), án erfðabreyttra lífvera, þar sem strangar framleiðslureglur eru samþykktar af bæði framleiðum og Slow Food, þá er Presidia samþykkt. Slow Food Presidia afurðir (búfjárkyn, afurðir, nytjajurtategund,…) þurfa að bera svokallaðan „Sögumiða“ (Narrative Label) samkvæmt reglum Slow Food, til að mega merkja með lógó samtakanna.

Í dag eru 3 Presidia á Íslandi, „hefðbundið íslenskt skyr“, „íslenska geitin“ og „landnámshænan“. Vinnan við fjórða Presidia, „kæstur hákarl“ var að hefjast. Sögumiðinn bætir við upplýsingum sem lögin krefja að sé á afurðinni um uppruna, næringu, innihald – og segir sögu geitanna á Íslandi, eða landnámshænunnar og hefðbundins skyrs, einnig um framleiðandann sjálfan eða ræktandann.

Eftirlit með Presidia hafa samtök framleiðenda/ræktenda þegar þau eru til, eða Slow Food Foundation / Slow Food Reykjavík fyrir hennar hönd.

Slow Food Reykjavík hefur staðið að þessari skráningarvinnu, sem er mjög tímafrek en einstaklega gefandi, og fer hún öll fram í sjálfboðavinnu. Kröfurnar sem Slow Food gerir um heim allan tryggja að um leið og lógó samtakanna er komið á afurð sem er skráð í Presidia, er það algjör trygging fyrir því að gæðin, ræktunar- eða framleiðsluskilyrðin, velferðakröfur fyrir dýr, svo og samfélagslegar kröfur séu uppfylltar.

Heimasíða: www.slowfood.is

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið