Vertu memm

Frétt

Mest lesnu fréttir ársins 2018 á veitingageirinn.is

Birting:

þann

Logo - Veitingageirinn

Eftirfarandi listi sýnir tuttugu vinsælustu fréttirnar á árinu 2018. Að meðaltali eru um 55 þúsund manns sem heimsækja veitingageirinn.is í hverjum mánuði.

1 – Hugsanlegar hættur sem geta skapast með Sous vide

Sous - Vide

Vatnsbað skal ná réttu hitastig áður en innsiglaður pokinn er settur í vatnsbaðið.

Sous vide er eldunaraðferð þar sem matvæli eru elduð við lágt hitastig. Matvæli eru sett í lofttæmdan innsiglaðan poka og pokinn settur í vatnsbað eða gufu við hitastig frá 42°C upp í 70°C venjulega í 1-7 klst en í sumum tilfellum allt upp í 48 klst. Tilgangurinn er að ná jafnri hitun og tryggja að innsti hlutinn sé vel eldaður án þess þó að ofelda yfirborðið og að viðhalda rakastigi. Lesa meira >>

2 – Glæsilegur kvöldverður til stuðnings Fjólu – Siggi Hall verður yfirkokkur kvöldsins

Sigurður Lárus Hall, betur þekktur sem Siggi Hall, var yfirkokkur kvöldsins

Laugardaginn 20. janúar næstkomandi verður haldinn kvöldverður í Glersalnum í Kópavogi til styrktar Fjólu Röfn Garðarsdóttir.

Það verða engir aukvisar á vaktinni þetta kvöld. Af mörgun snillingum má helst nefna, Sigurð Kristinn Haraldsson Laufdal, yfirkokk á Grillinu, Jóhannes Steinn Jóhannesson, yfirkokk á Jamies Italian, Bjarni Siguróli Jakobsson, fulltrúa Íslands í Bocouse d´or 2019 og Snorri Victor Gylfason, yfirkokk á VOX auk Fannars Vernhvarðssonar og Garðars Arons Guðbrandssonar (faðir Fjólu), yfirkokka á Mathúsi Garðarbæjar. Yfirkokkur kvöldsins verður Siggi Hall. Lesa meira >>.

3 – ÓX er nýr kósý veitingastaður á Laugaveginum

Veitingastaðurinn ÓX

Georg Arnar Halldórsson, Hafsteinn Ólafsson og Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumenn

Nýr veitingastaður ÓX (dregið af orðinu vaxa) opnar á Laugaveginum.

“Hugmyndin af ÓX kom fyrir um 10 árum síðan þegar ég var að vinna upp í Grilli á Hótel Sögu og vinna í Kjarrá veiðihúsinu á sumrin.”

Sagði Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður og eigandi Sumac og ÓX í samtali við veitingageirinn.is. Lesa meira >>.

4 – Garðar Kári Garðarsson er Kokkur ársins 2018

Garðar Kári Garðarsson

Garðar Kári Garðarsson

Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í keppninni Kokkur ársins sem haldin var í Flóa í Hörpu í dag. Það var Garðar Kári Garðarsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2018. Sigurjón Bragi Geirsson í öðru sæti og Þorsteinn Kristinsson í þriðja sæti. Lesa meira >>.

5 – Fróðleikur um eldhúsið á Gullfossi

Gullfoss - Fróðleikur um eldhúsið á Gullfossi

Börge Rasmussen, Valdís Erlendsdóttir og Jón Sæmundsson

Í janúar 1962 kom ég fyrst um borð í Gullfoss, þá 16 ára gamall og var aðstoðarmaður í eldhúsinu. Mér leið vel þarna og var í heilt ár ár í pottunum eins og það var kallað. Ég var hvattur til að fara að læra starfið. Þá var um borð kokkur sem hét Axel Sigurðsson. Hann hafði lært í Kaupmannahöfn á sínum tíma og sá til þess að ég fékk fékk góðan stað til að læra á. Síðasta dvöl mín á skipinu var frá desember 1971 til apríl 1972, þá sem yfirmatreiðslumaður.

Þar á milli var ég nokkrum sinnum um borð í styttri tíma, alls um 2 ½ ár. Hef ég því nokkuð góða þekkingu á aðstæðum um borð.  Lesa meira >>.

6 – Besti barinn 2017 – Kjóstu þinn uppáhalds bar

Reykjavík Cocktail Weekend - Fimmtudagur 1. janúar 2018 - Gamla bíó

Samhliða Reykjavík Cocktail Weekend 2018 fer fram kosning um besta kokteil barinn 2017.

Tilnefndir voru 19 staðir og voru þeir staðir sem fengu flestar tilnefningar valdir og komust áfram í kosningu á meðal þjóðarinnar.  Lesa meira >>.

7 – Bragginn bistró er nýr veitingastaður í Nauthólsvík

Bragginn í Nauthólsvík

Bragginn Bistró er nýr veitingastaður í Nauthólsvík sem staðsettur er við Nauthólsveg 100 (gamla hótel Winston).

Fyrir tveimur árum síðan var birt hér færsla um að endurbyggja eigi bragga og innrétta hann sem veitingastað við Nauthólsveg sem nú er orðið að veruleika.  Lesa meira >>.

8 – Veitingadeild Hótel Sigló með nýja rekstraraðila – Opna fjölskyldustað allan ársins hring á Hannes Boy

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

Bjarni Rúnar Bequette

Nýir rekstraraðilar tóku við veitingadeild Rauðku á Siglufirði nú um mánaðamótin, en það eru hjónin Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir framreiðslumaður.  Bjarni hefur meðal annars starfað á Einari Ben, Hótel Nordica, Holmenkollen í Noregi og Hótel Héraði.

Hann starfaði einnig í 9 ár á Fosshótel í ýmsum stöðum og nú seinast sem yfirkokkur á Fosshótel Reykjavík.  Halldóra starfaði í 9 ár hjá Fosshótelum og er útskrifuð sem framreiðslumaður frá Grand hótel Reykjavík.  Lesa meira >>.

9 – Úlfar Eysteinsson látinn

Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari

Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari lést í gær, 71 árs að aldri.

Úlfar stofnaði veitingastaðinn Þrír frakkar við Baldursötu 1. mars 1989 og hefur hann verið rekinn af fjölskyldu Úlfars síðan þá.  Lesa meira >>.

10 – Nýr veitingastaður opnar á Garðatorgi í Garðabæ

Nü Asian Fusion

Nü Asian Fusion er nýr japanskur fusion veitingastaður við Garðatorg 6, Garðabæ, sem rekinn er af Hlyni Bæringssyni landsliðsfyrirliða Íslands í körfubolta, Ricardo Melo yfirkokki veitingastaðarins og Stefáni Magnússyni eiganda Mathúss Garðabæjar.  Lesa meira >>.

11 – Skelfiskmarkaðurinn opnar í sumar

Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran

Matreiðslumanninn Hrefnu Sætran þarf vart að kynna, en hún er einn eigandi Grill- og Fiskmarkaðarins, Skúla Craftbar, matarvagninn Bao Bun, Bríet íbúðargistingar og Skelfiskmarkaðinn.

Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur sem staðsettur verður við Klapparstíg 28-30, en stefnt er á að opna hann í júlí næstkomandi.

Eigendur Skelfiskmarkaðarins eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Clausen matreiðslumenn og Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson framreiðslumenn.

Staðurinn tekur 160 manns í sæti og að auki er mjög gott útisvæði við veitingastaðinn. Axel Björn Clausen verður yfirmatreiðslumaður og yfirþjónn verður Eysteinn Valsson.  Lesa meira >>.

12 – Nýr veitingastaður opnar í maí í Hafnarfirði

KRYDD veitingastaður - Staðsettur er við Strandgötu 34 í Hafnargötu í húsi Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

Yfirkokkur er Hilmar Þór Harðarson matreiðslumaður

Krydd er nýr veitingastaður sem staðsettur verður við Strandgötu 34 í Hafnargötu í húsi Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Framkvæmdir eru í fullum gangi og er áætlað að opna í maí næstkomandi.

Eigendur eru Hilmar Þór Harðarson, Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir, Jón Tryggvason, Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson.  Lesa meira >>.

13 – GOTT Reykjavík: “Við erum búin að opna”

GOTT Reykjavík

Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir

Veitingastaðurinn GOTT Reykjavík opnaði 1. mars s.l. á nýja Hilton Curio hótelinu í Hafnarstræti.

Það eru þau hjónin Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir sem eru rekstraraðilar en þau eiga jafnframt veitingastaðinn GOTT í Vestmannaeyjum.  Lesa meira >>.

14 – Kaka ársins afhent forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur

Kaka ársins 2018

Frá afhendingu kökunnar í Bernhöftsbakaríi, talið frá vinstri: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhannes Felixson, formaður LABAK, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins og eigandi Bernhöftsbakarís.

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins frá formanni Landssambands bakarameistara, Jóhannesi Felixsyni, höfundi kökunnar, Sigurði Má Guðjónssyni, og framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, Sigurði Hannessyni, í Bernhöftsbakaríi í morgun.  Lesa meira >>.

15 – Mikil gleði á formlegri opnun RIO

RIO Reykjavík - Formleg opnun miðvikudaginn 17. janúar 2018

Miðvikudaginn s.l. opnaði RIO Reykjavík með pompi og prakt. Boðið var upp á smakk af nýja matseðlinum ásamt suðrænum og seiðandi drykkjum.

RIO Reykjavík er ferskur, framandi og frábær suður amerískur veitingastaður, hann er með örlitlu asísku ívafi svo að kokkarnir geta skapað ennþá bragðmeiri og skemmtilegri mat.  Lesa meira >>.

16 – Steikhús sektað fyrir að bera fram mat á trébrettum

Trébretti - Steikhúsið Ibrahim

Trébretti – Steikhúsið Ibrahim

Steikhúsið Ibrahim hefur verið sektað rúmlega 7 milljónir fyrir að bera fram mat á trébréttum, en heilbrigðiseftirlitið segir að ekki hafi verið hægt að þrífa brettin nógu vel til viðhalda þær kröfum sem gerðar eru til þrifa á flötum sem snerta matvæli.  Lesa meira >>.

17 – Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari Barþjóna

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson

Íslandsmót barþjóna var haldið í kvöld í Gamla bíó, en þar voru samankomnir einhverjar bestu barþjónar Íslands að keppa um Íslandsmeistaratitil Barþjóna.

Keppt var eftir alþjóðareglum International Bartenders Association (IBA).  Lesa meira >>.

18 – Argentína Steikhús lokar

Argentína Steikhús

Argentína steikhús birti tilkynningu á facebook síðu veitingastaðarins 5. apríl s.l., en þar segir orðrétt:

“Okkur þykir leitt að tilkynna að við neyðumst til þess að hafa lokað hjá okkur um einhvern tíma. Hjá okkur sprakk hitavatnslögn og þurfa allar lagnir hússins að vera yfirfarnar og endurnýjaðar. Við munum tilkynna þegar framkvæmdum er lokið og við opnum aftur. Þau gjafabréf sem renna út á þeim tíma verða að sjálfsögðu framlengd.”  Lesa meira >>.

19 – Helga Sörens og Mano opna veitingastað á Spáni

Mano’s fast foodies - Alicante Spain

Helga Sörensdóttir Mandour, Mano Mandour og börn

Veitingastaðurinn Mano’s fast foodies opnaði nú í mars s.l. en staðurinn er staðsettur á Alicante á Spáni.

Eigendur eru hjónin Helga Sörensdóttir Mandour og Mano Mandour.  Lesa meira >>.

20 – Nýtt veitingahús á Rauðarárstíg

Reykjavík Kitchen

Í ágúst s.l. opnaði nýr veitingastaður við Rauðarárstíg 10. Staðurinn heitir Reykjavík Kitchen og hefur meðal annars fengið mjög góða dóma á Tripadvisor.

Eigendur eru systkinin, Páll Þórir Rúnarsson, K. Fjóla Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Guðmundsson.  Páll og Ólafur eiga einnig hlut í veitingastaðnum Old Iceland á Laugavegi 72, en sá staður hefur verið í topp 10 á Tripadvisor í 4 ár samfleytt í flokknum Local cuisine.  Lesa meira >>.

 

Frétt

Matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustunan í Eyjafjarðarsveit í sókn – Vídeó

Birting:

þann

Matarstígur - Helgi magri

Matarstígur Helga magra var stofnaður 3. mars árið 2020. Tilgangur hans er að sameina matvælaframleiðendur, veitingaaðila og ferðaþjónustuna í Eyjafjarðarsveit í eitt verkefni með það markmið að búa til mataráfangastað í heimsklassa.

Verkefnið var í mótun og undirbúningi allt frá árinu 2015 og fékk því að þróast og gerjast í nokkur ár áður en það var sett í formlegan farveg. Matvælaframleiðsla er mikil og fjölbreytt í Eyjafjarðarsveit.

Matarstígur - Helgi magri

NK nautakjötið frá Kaffi kú

Í Eyjafjarðarsveitinni eru framleiddar afurðir eins og lambakjöt, nautakjöt, hrossakjöt, svínakjöt, paprikur, gúrkur, egg, kartöflur, býhunang, að ógleymdum mjólkurafurðum en skv. upplýsingum frá Landssambandi kúabænda eru um 10% af allri mjólkurframleiðslu á Íslandi úr Eyjafjarðarsveit.

Starfsemi Matarstígsins á fyrsta starfsári var ákveðin þessi á stofnfundi í mars 2020:

  • Bændamarkaðir, þar sem seldar eru afurðir framleiðenda.
  • Uppsprettiviðburðir einstakra þátttakenda, matartengdir viðburðir sem hver og einn ber ábyrgð á sjálfur.
  • Matarhátíð Helga magra í tengslum við Handverkshátíðina á Hrafnagili, matartengdir viðburðir á veitingastöðum og kaffihúsum, kynning á starfseminni á Handverkshátíðinni.
  • Þátttaka í Localfood matarhátíð í Hofi á Akureyri í október, matvælasýning auk matartengdra viðburða hjá veitingaaðilum í sveitinni.

Covid-19 setti hins vegar strik í reikninginn svo fækka varð bændamörkuðum frá fyrri áætlun, matarhátíðin var blásin af og sömu sögu er að segja af Local food hátíðinni.

Þátttakendur í verkefninu eru nú 16 talsins, 6 matvælaframleiðendur / stærri veitingaðilar, 5 kaffihús / gististaðir og 5 smærri framleiðendur.

Matarstígur - Helgi magri

Lambakjöt frá brúnum

Matarstígurinn hefur verið með verkefni í gangi í sumar sem heitir Vistvæn dreifileið og gengur út það að einu sinni í viku fer rafbíll á milli framleiðenda og sækir vörur sem veitingaaðilar í sveitinni hafa pantað og kemur þeim til skila á eins umhverfisvænan máta og unnt er.

Næsti fasi í þessu verkefni er söluvefsíða sem opnaði nú á dögunum, en hún er fyrir afurðir úr Eyjafjarðarsveit sem almenningur í sveit og á Akureyri geta pantað og fengið sent til sín með sama hætti, á umhverfisvænan máta.

Sölusíðan er á vefslóðinni: www.helgimagri.is

Myndbönd

Viðtal við Karl Jónsson, verkefnastjóra Matarstígs Helga Magra:

Kynningarmyndband:

Myndir: helgimagri.is

 

Lesa meira

Frétt

Hætt við að afnema löggildingu bakara?

Birting:

þann

Brauð - Bakari - Hveiti

Nú fyrir stuttu birtist frétt hér á veitingageirinn.is um að Angel Gurría, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), nefndi sérstaklega þegar hann fór yfir reglur sem þyrfti að endurskoða á Íslandi til að draga úr óþarfa reglum og stuðla að aukinni samkeppni var afnám löggildingar fyrir bakara.

Sjá einnig:

Vill afnema löggildingu bakara hér á landi

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks er að finna í Samráðsgátt stjórnvalda, en í frumvarpinu er m.a. horft til nýlegrar skýrslu OECD.

Þar er meðal annars lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og brottfall laga um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Í frumvarpinu er hins vegar ekki lagt til breytingar er varða lögverndun bakara.

Sjá einnig:

Að hengja bakara

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Ef þú ert að framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli þá þarftu að tilkynna starfsemina

Birting:

þann

Lífræn matvæli - Plómur

Matvælastofnun ítrekar að allir sem framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli eða flytja inn vottuð lífræn matvæli frá löndum utan Evrópu þurfa að tilkynna starfsemina til síns eftirlitsaðila og vera sjálfir með lífræna vottun. Stofnunin hefur farið þess á leit við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga að það gangi úr skugga um að slík vottun sé til staðar.

Innflytjendur þurfa jafnframt að skrá innflutning á vottuðum lífrænum vörum frá þriðju ríkjum í TRACES NT gagnagrunninn þar sem Matvælastofnun sannprófar uppruna og vottun afurðanna og samþykkir afhendingu vörusendingarinnar.

Matvælasvindl er vaxandi vandamál á heimsvísu. Vottunarferli fylgir ítarlegt eftirlit með skjölum og bókhaldi á innkaupum og sölu til að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir.

Hér á landi er einn aðili með faggildingu til að votta lífræna framleiðslu. Það er Vottunarstofan Tún, Þarabakka 3, Reykjavík. Matvælastofnun hefur gert samning við Tún um framkvæmd eftirlitsins.

Reglugerð nr. 477/2017 innleiddi í íslenskan rétt Evrópureglugerð nr. 834/2007/EB um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna matvæla. Fram kemur í 28. gr. þessarar Evrópureglugerðar að allir sem framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli eða flytja inn vottuð lífræn matvæli frá löndum utan Evrópu skuli tilkynna starfsemi sína til lögbærra yfirvalda. Það er heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Matvælastofnunar að fylgja því eftir að slík vottun sé til staðar meðal sinna eftirlitsþega.

Ítarefni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag