Vertu memm

Frétt

Mest lesnu fréttir ársins 2017 á veitingageirinn.is

Birting:

þann

Eftirfarandi listi sýnir tuttugu vinsælustu fréttirnar á árinu 2017. Að meðaltali eru um 55 þúsund manns sem heimsækja veitingageirinn.is í hverjum mánuði.

Fréttir ársins á veitingageirinn.is eru fjölbreyttar og til gamans má geta þess að tveir aðsendir pistlar eru í tveimur efstu sætunum eftir Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistara.

Þvílík óvirðing fyrir iðnaðarmönnum þessa lands

Iðnám - Matreiðslunámið

Mynd: aðsend / Hilmar B. Jónsson

Stundum getur maður ekki orða bundist. Hér koma upp hvert málið á fætur öðru þar, sem “Hið Háa“ Alþingi samþykkir lög með öllum greiddum atkvæðum sem maður gæti haldið að þetta fólk hafi ekki einu sinni lesið, hvað þá heldur skoðað hvað þau voru að skrifa undir.  Lesa meira. | Fleiri fréttir um iðnaðarmálið hér.

Mikil vonbrigði með “Matarmarkaðinn” á Hlemmi

Hlemmur - Matarmarkaður

Mynd: Hilmar B. Jónsson

Gerði mér ferð á Hlemm í gær til að versla á „Matarmarkaðnum“ sem borgin sagði að yrði í gamla strætó skýlinu. Var að hugsa um að kaupa kannski osta og áleggspylsur. Að sjálfsögðu var smá mál að finna bílastæði en fannst að lokum.  Lesa meira. | Fleiri fréttir um Mathöllina hér.

Svona lítur matseðillinn hjá Costco veisluþjónustunni út

Costco veisla

Mikið að gera í Costco bakaríinu
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Costco býður upp á fjölbreyttann matseðil fyrir þá sem eru í veisluhugleiðingum, t.a.m. veislubakka með samlokum og vefjum, ítalska forrétti, sushibakka, eftirrétta-, og ávaxtabakka að auki mikið úrval af kökum, skreyttar þá sérstaklega fyrir þitt afmæli svo fátt eitt sé nefnt.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um Costco hér.

Nýi veitingastaðurinn á Laugaveginum mun bera nafnið Sumac – Myndir frá framkvæmdum

Sumac Grill + drinks

Myndir: facebook / Sumac Grill and Bar

Nýi veitingastaðurinn, sem að Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður er á meðal eigenda, mun bera nafnið Sumac Grill + drinks. Staðurinn er staðsettur við Laugaveg 28 og í sama húsi er verið að reisa glæsilegt ION-Hótel.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um Sumac hér.

Þessir íslensku veitingastaðir eru á nýjasta Norræna veitingastaðalistanum

White Guide Nordic 2017 / 2018

Mynd: White Guide Nordic

Nú rétt í þessu var tilkynnt hvaða veitingastaðir eru á White Guide Nordic listanum sem út kemur 26. júní næstkomandi.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um veitingastaðalistann hér.

MAT BAR er nýr veitingastaður á Hverfisgötu

MAT BAR

Mynd: facebook / Mat Bar

MAT BAR er hugarfóstur Guðjón Haukssonar athafnamanns, hann hefur leitt verkefnið af mikilli hugsjón og skapað þennan stað sem er nú að opna í fallegu húsnæði við Hverfisgötu 26.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um Mat Bar hér.

Matstöðin opnar í Kópavogi

Matstöðin í Kópavogi

Geir Brynjólfsson og Brynjólfur Jósteinsson
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Langt úti á Kársnesinu stendur lítill „skúr“ eða sjoppa sem hefur staðið þarna svo lengi sem elstu menn muna og er eitt af upprunalegu húsum Vesturbæjar Kópavogs. Þessi sjoppa lætur ekki mikið yfir sér þó að hún hafi þjónað nokkrum kynslóðum og borið nokkur nöfn. Sum voru að sjálfsögðu fínni en önnur, en fyrir okkur frumbyggja Kópavogsins er þetta bara „Sigga Sjoppa“. Opinberlega var það Biðskýlið Kársnesi.  Lesa meira.  Fleiri fréttir um Matstöðina hér.

Ölverk Pizza & Brugghús opnar í Hveragerði

Nýr veitingastaður - Ölverk Pizza & Brugghús í Hveragerði

Fyrsta brugghúsið í Evrópu sem notast við jarðgufu við framleiðslu bjórs
Mynd: facebook / Ölverk Pizza and Brugghús

Ölverk Pizza & Brugghús opnar núna í maí í hjarta Hveragerðis en veitingastaðurinn er staðsettur við Breiðumörk 2 og hinu megin við hornið í sama húsi og Ölverk, er að finna Álnavörubúðina sem að svo margir kannast við. Ölverk mun sérhæfa sig í eldbökuðum pizzum og sérbrugguðum bjór.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um Ölverk hér.

Gordon Ramsay opnar veitingastað á Íslandi – (1. aprílgabb)

Laugavegur 59

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er staddur hér á Íslandi og er í óða önn að undirbúa opnun á nýjum veitingastað á Laugavegi 59 á annarri hæð.  Lesa meira.  Fleiri fréttir um Nostra hér.

O’Learys til Íslands | Opnar í Smáralindinni

O'Learys opnar í Smáralindinni

Mynd: Skjáskot úr O’Learys myndbandi

O’Learys veitingahúsakeðjan opnar á Íslandi í fyrsta sinn og verður staðsett í Smáralindinni.  Stofnandi O’Learys Jonas Reinholdsson opnaði fyrsta O’Learys veitingastaðinn árið 1988 í Gautaborg í Svíþjóð. Í dag eru yfir 140 staðir víða um heim og um 3 milljónir manna borða ár hvert á O’Learys veitingastöðum og er mest vaxandi veitingahúsakeðja í heimi.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um O’Learys hér.

Bein útsending – Bocuse d´Or

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson
Mynd: Etienne Heimermann

Bein útsending verður frá Bocuse d´Or í Lyon í Frakklandi þar sem Viktor Örn Andrésson keppir fyrir Íslands hönd. Beina útsendingin verður dagana 24. og 25. janúar 2017 og hefst hún klukkan 08:00 báða dagana og verðlaunaafhendingin er 25. janúar klukkan 17:00 á íslenskum tíma.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um Viktor hér og Bocuse d´Or hér.

Hvaða 5 keppendur keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2017?

Veitingastaður - Eldhús

Mynd: úr safni

Þessir 12 matreiðslumenn eru komnir í undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2017.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um keppnina Kokkur ársins hér.

Gastro Truck nýtur vinsælda í einkaveislum

The Gastro Truck

Linda Björg Björnsdóttir og Gylfi Bergmann Heimisson eru eigendur matarbílsins The Gastro Truck
Mynd: facebook / The Gastro Truck

Matarbíllinn Gastro Truck er nýkomin á götuna þar sem “Crispy Spicy” kjúklingaborgarar, þorskhnakki í sætkartöfluvefju með pikkluðum rauðrófuteningum og jógúrt remúlaði, hægeldaðar nautakinnar í brauði með hrásalati svo fátt eitt sé nefnt.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um Gastro Truck hér.

Þrír Íslenskir kokkar opna Le KocK

Le KocK

Framkvæmdir í Mathöllinni.
Knútur Hreiðarsson
Mynd: aðsend

Nýjasta viðbótin í röð kaupmanna á Hlemmi er Le KocK, en þeir sem standa á bak við Le KocK eru kokkarnir Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um Le KocK hér.

Nýtt Fine Dining veitingahús í miðbæ Reykjavíkur

Nostra

Mynd: facebook / Nostra

Nostra er metnaðarfullt veitingahús sem mun opna í byrjun júní að Laugavegi 59 og leitum við að góðum viðbótum við okkar ört stækkandi fjölskyldu.  Lesa meira.  | Fleiri fréttir um Nostra hér.

Le kock strákarnir opna veitingastað í Ármúla

Le KocK

F.v. Knútur Hreiðarsson, Markús Ingi Guðnason og Karl Óskar Smárason
Mynd: skjáskot úr myndbandi

Le KocK er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur. Í byrjun stóð til að opna matarvagn undir merkjum Le KocK sem átti fyrst um sinn vera staðsettur í Reykjavík, vera með PopUp stað í Mathöllinni á Hlemmi og síðar ferðast um landið, en nú er breyting á.  Lesa meira.  Fleiri fréttir um Le KocK hér.

Eftirlitsmenn frá Michelin ánægðir með Íslenska veitingastaði – 5 veitingastaðir fá viðurkenningu

Michelin Guide

Mynd: MichelinGuide.com

Eins og kunnugt er þá hlaut veitingastaðurinn DILL Michelin stjörnu og er hann fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta Michelin stjörnu. Verðlaunin voru afhent í Stokkhólmi í morgun vegna nýútkomnum Michelin guide 2017 og að auki fengu fjögur önnur íslensk veitingahús viðurkenningu.  Lesa meira.  |  Fleiri Michelin fréttir hér.

Falinn fjársjóður í Skaftafelli

Glacier Goodies - Skaptafell

Stefán Þór matreiðslumeistari
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Hér um daginn var ég á ferð um Suðurlandið sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Ég hafði ekki farið austur lengi eða ekki eftir að ferðamannaflóðið mikla skall á, þannig að ég var spenntur og forvitinn að sjá breytingarnar. Eins og alþjóð veit þá hafa sprottið upp fjöldi veitingastaða við þjóðveginn og eðli málsins samkvæmt nokkuð misjafnir af gæðum en ég ætla ekki að að dæma um þá hér.  Lesa meira.  |  Fleiri fréttir um Glacier Goodies hér.

Friðgeir hættir á Holtinu og opnar nýjan veitingastað á nýju ári

Friðgeir Ingi Eiríksson

Friðgeir Ingi Eiríksson
Mynd: aðsend

Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumaður á Gallery Restaurant á Hótel Holti hefur ákveðið að hætta um áramótin næstkomandi og opna nýjan veitingastað Brasserie Eiriksson á nýju ári. Friðgeir hefur starfað á Holtinu frá árinu 1997 með stuttu hléi (byrjaði sem matreiðslunemi) eða fimm ár á meðan hann var í Frakklandi.  Lesa meira.  |  Fleiri fréttir um Brasserie Eiriksson hér.

Bocuse d´Or: Ísland á verðlaunapall

Bocuse d´Or 2017

Íslenska liðið ásamt stuðningsmönnum.
Mynd: Þráinn Freyr Vigfússon

Veitingageirinn.is óskar ykkur öllum árs, friðar og farsældar á komandi ári og þökkum frábæra samveru á árinu sem er að líða og hlökkum til að takast á við ný verkefni á árinu 2018.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Hinn goðsagnakenndi kokkur Pierre Troisgros látinn, 92 ára að aldri

Birting:

þann

Pierre Troisgros

Pierre Troisgros árið 2012

Franski kokkurinn Pierre Troisgros, einn af stofnendum Nouvelle-matargerðarinnar, er látinn 92 ára að aldri.

Troisgros var þekktur fyrir að búa til klassíska rétti eins og lax í sorrelsósu og fyrir að reka fjölskylduhótel sitt og veitingastað, Troisgros sem hefur haldið þremur Michelin stjörnum síðan 1968.


Mynd: Wikimedia Commons: Pierre Troisgros. Höfundur myndar er Troisgros Fanny. Birt undir CC BY-SA 4.0 Free Documentation License leyfi.

Lesa meira

Frétt

263 umsóknir í Matvælasjóð

Birting:

þann

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Alls bárust 263 umsóknir um styrki úr nýstofnuðum Matvælasjóði, en umsóknarfrestur var til mánudagsins 21. september 2020. Sjóðurinn hefur 500 milljónir til úthlutunar og næstu skref eru þau að umsóknirnar fara til fagráða sjóðsins sem munu veita umsögn um þær og í kjölfarið mun stjórn sjóðsins gera tillögu til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum.

Sjá einnig:

Kristján Þór opnar fyrir umsóknir í Matvælasjóð – Frábært tækifæri fyrir þá sem luma á góðri hugmynd

Úthlutað er úr fjórum styrktarflokkum, Báru, Afurð, Fjársjóð og Keldu.

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi og er styrknum ætlað að fleyta hugmynd yfir í verkefni. Alls bárust 126 umsóknir í Báru.

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og miða að því móta og þróa afurð og gera hana verðmætari. Alls bárust 50 umsóknir í Afurð.

Kelda styrkir rannsóknarverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. Alls bárust 48 umsóknir í Keldu.

Fjársjóður styrkir sókn á markaði. Alls bárust 37 umsóknir í Fjársjóð.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Það er frábært að sjá hversu mikill áhugi er á Matvælasjóði og staðfesting á þeirri sókn sem fram undan er í íslenskri matvælaframleiðslu. Með sjóðnum rennum við frekari stoðum undir íslenska matvælaframleiðslu og hvetjum til aukinnar verðmætasköpunar og nýsköpunar.“

Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Áætlað er að úthlutun fari fram í lok október eða byrjun nóvember.

Nánar um sjóðinn á www.matvælasjóður.is

Mynd: stjornarradid.is

Lesa meira

Frétt

Reykjagarður hefur stöðvað sölu á kjúklingi vegna gruns um salmonellu

Birting:

þann

Heill Kjúklingur

Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum kjúklingi vegna gruns um salmonellu. Reykjagarður hf. hefur stöðvað sölu og innkallar af markaði eina lotu af kjúklingi.

Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi rekjanleikanúmers:

Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)
Rekjanleikanúmer: 001-20-33-1-02
Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaupsverslanir, Krónan, KR, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heimkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin, Hlíðakaup

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag