Vertu memm

Markaðurinn

Meistarakokkar í beinni

Birting:

þann

Meistarakokkar í beinni

Bakó Ísberg býður öllum Íslendingum upp á að fá kokkinn beint heim í stofu í gegnum Facebooksíðu Bakó Ísberg eða beint frá eldhúsi allra landsmanna.

Dagskráin hófst með Bubba Morthens sem byrjaði þetta skemmtilega verkefni með uppskrift af ofursafanum “Eitur Pési” sem hann telur að muni heldur betur bæta ónæmiskerfi landsmanna.

Bubbi Morthens með safann “Eitur Pési“

Bubbi – Eiturpési / Förum í loftið kl: 13:00

Hér deilir Bubbi Morthens með okkur hinum eina sanna Eiturpésa, honum til halds og trausts er hin útgáfan af Kára Stefánssyni eða snillingurinn hann Karl Örvarsson eftirherma.Eiturpési:- Sítrónur – Engifer- Græn epliHlutföllin eru ca 1 epli á móti 1 sítrónu og 4 cm af engifer, en það hin svokallaða frjálsa aðferð sem Bubbi mælir með þannig að þeir sem vilja eitraðri Pésa geta bara bætt við engifer og svo þeir sem vilja aðeins mildari og sætari Pésa geta bara bætt við grænum eplum og svo þeir sem vilja súran Pésa geta bara bætt við sítrónum. Gott er að gera umframmagn og eiga til í ísskápnum – geymist í allt að tvær vikur.Allt hráefni sem notað er í þættinum er úr KrónunniHér má finna allar vörurnar frá Bakó Ísberg sem Bubbi notaði í útsendingunni: https://www.bakoisberg.is/collections/bubbi-morthens

Posted by Bako Ísberg on Wednesday, April 15, 2020

Friðgeir Ingi Brasserie Eiríksson “ Duck babies“

Friðgeir Ingi frá Eiriksson Brasserie eldar "Dutch babies"

"Dutch Babies" eru ómótstæðilegar fluffy pönnukökur sem slegið hafa í gegn um allan heim. Hér sýnir Friðgeir okkur hvernig við útbúum hinar fullkomnu "dutch babies" bæði sem eftirrétt og til dæmis sem hádegisverð.Uppskrift:Deig140 gr. hveiti4 stór egg250 ml. mjólkpínulítið salt4 matskeiðar smjör ósaltað, tvær fara í deigið og 2 í hverja pönnu(Dugar í tvær)Þú blandar hráefnin saman í hrærivél, en Friðgeir mælir með að hræra deigið í blandara. Deigið er síðan látið standa í kæli í klukkustund.Þú þarft pönnu eða keramik form sem þolir að fara inn í ofn, gott er að hafa formið ekki mikið stærra en 20 – 30 cmOfn hitaður í 220-230°CÞú setur pönnurnar eða forminn inn í heitan ofn í 6 mínútur, tekur þær út og setur 1 matskeið af ósöltuðu smjöri í hvora pönnu (form) og skellir aftur inn í ofninn í um um það bil 6 mínútur eða þar til smjörið er orðið brúnað.Tekur pönnur úr ofni og setur á eldfastan platta, síðan setur þú 1.5 dl af deigi í hvora pönnu ca og skellir henni svo aftur inn í ofninn í um það bil 6-8 mínútur.Ef þú vilt setja t.d. mozzerella ost í kökuna þá er gott að taka pönnuna út úr ofninum fyrr eða eftir 4 mínútur og skella ostinum ofan í og baka áfram í um það bil 4 mínútur.Það má setja hvaða hráefni sem er í "dutch babies" kökurnar þetta er eiginlega eins og að útbúa ommelettur þú setur bara það í kökurnar sem þig langar í. Við mælum með mozzarella, skinku, sveppum og avocado.Það mikilvæga er þó að setja ólífuolíu yfir þegar allt er tilbúið.

Posted by Bako Ísberg on Thursday, April 16, 2020

Knútur Le Kock “Kleinuhringir“

Markús Ingi frá LE KOCK gerir kökukleinuhringi

Uppskrift:Deig – geymist í kæli í amk klukkustund fyrir notkun, gott að geyma í kæli yfir nótt.Deigið:Sykur -140 grEggjarauða – 60 grSmjör – 20 grsýrður rjómi – 220 grhveiti – 400 grlyftiduft – 15 gr (ca 1 mtsk)Salt – 10 grSoðnar og afhýddar kartöflur – 30 grFletja deig út 1,5 cm þykkt

Posted by Bako Ísberg on Friday, April 17, 2020

Gunnlaugur Ingason – „kaffidesert með karamellu miðju“

Posted by Bako Ísberg on Saturday, April 18, 2020

Haukur Már Hauksson Yuzu “Risarækjur”

Haukur frá YUZU kennir okkur hér að gera geggjaðar risarækjur og edamame baunir.

Posted by Bako Ísberg on Monday, April 20, 2020

Rúnar Kokkarnir – “Bleikja“

Rúnar frá Spírunni og veisluþjónustunni Kokkarnir matreiðir íslenska bleikju

Rúnar frá Spírunni og Veisluþjónustunni Kokkarnir eldar íslenska bleikju Uppskrift:Bleikja með ristuðum möndlum og smjöri ásamt kartöflusmælki og brenndu grænmetiFyrir 4Uppskrift:1 kg bleikja600 gr kartöflusmælki1 haus brokkolí450 gr smjör200 gr heilar möndlurSjávarsalt og svartur piparOlía til steikingar

Posted by Bako Ísberg on Tuesday, April 21, 2020

Viktor og Hinrik frá Lux veitingum – “Nautasteik“

Viktor og Hinrik frá Lux veitingum & Sælkerabúðinni grilla íslenskt nautakjöt

Viktor og Hinrik frá Lux veitingum & Sælkerabúðinni grilla íslenskt nautakjöt með trufflu frönskum og chimichurri sósu ;-)Kjöt & grillsósa fæst í SælkerabúðinniChimichurri uppskrift:70 gr steinselja smátt söxuð20 gr ferskt chili kjarnhreinsað og smátt saxað160 gr olía1 sítróna bæðið safi og raspaður börkurÞað er tilvalið að gera sósuna fyrir fram og geyma þá í kæli yfir nótt annars tekur bara 5 mínútur að gera þessa útgáfu af cimichurriTrufflu franskar uppskrift: (magn fer eftir smekk hvers og einsDjúpsteiktar franskar Trufflu olíaSaltSítrónubörkurParmesan ostur rifinnGraslaukurYfir franskarnar settu þeir trufflu majónes, en það er gert með því að blanda majónesi og trufflu olíu – hlutföllin fara eftir smekk hvers og eins 😉

Posted by Bako Ísberg on Wednesday, April 22, 2020

Jói Fel „rjómalagað pasta með grilluðu hvítlauks súrdeigsbrauði“

Jói Fel gerir rjómalagað pasta með grilluðu hvítlauks súrdeigsbrauði

Jói Fel gerir geggjað rjómapasta með hvítlauk, sveppum og kjúkling sem hann ber fram með hvítlauks súrdeigsbrauði frá Bakarí Jóa FelUppskrift:1 pakki Ferskt pasta (soðið eftir leiðbeiningum)500g Kjúklingabringur (steiktar á pönnu í olíu og smjöri)100g Lúxus beikon (steikt á pönnu)1/2 l Rjómi 100g Parmesan 1 box 250g Sveppir (steiktir)3 stk Hvítlaukur 1 box Piparostur rifinn1 dl hvítvín (má sleppa) íslensk basilíka í potti (skorið niður og sett yfir réttinn)súrdeigsbrauð, fæst hjá jóa Fel100g smjör2 msk ólífuolía3 hvítlauksrif1 msk steinseljarifinn mosarella ostur

Posted by Bako Ísberg on Friday, April 24, 2020

Dagskráin í heild:

15. 4 – Bubbi Morthens með safann “Eitur Pési“

16. 4 – Friðgeir Ingi Brasserie Eiríksson “ Duck babies“

17. 4 – Knútur Le Kock “Kleinuhringir“

18. 4 – Gunnlaugur Ingason – „kaffidesert með karamellu miðju“

20. 4 – Haukur Már Hauksson Yuzu “Risarækjur”

21. 4 – Rúnar Kokkarnir – “Bleikja“

22. 4 – Viktor og Hinrik frá Lux veitingum – “Nautasteik“

24. 4 – Jói Fel „rjómalagað pasta með grilluðu hvítlauks súrdeigsbrauði“

Sjá einnig:

Eldhús allra landsmanna færir þér meistarakokkinn beint heim í eldhúsið þitt

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið