Vertu memm

Keppni

Meistarafélag Kjötiðnaðarmanna kynnir keppnina: Besta pylsa Íslands 2020

Birting:

þann

Logo MFK - Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna hefur undanfarin ár staðið að fjölmörgum keppnum innan kjötiðnaðarins. Á þessu starfsári verða tvær keppnir. Önnur keppnin er sérstaklega huguð sem fyrirtækjakeppni en hin síðari er einstaklingskeppni. Sú keppni hefur í gegnum árin verið kölluð fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Sú keppni verður haldin í tengslum við aðalfund meistarafélagsins eins og áður.

Í þessu bréfi kynnum við fyrirtækjakeppnina sem mun að þessu sinni velja “bestu pylsu á Íslandi 2020 ”

BESTA PYLSAN Keppnin hefst á haustdögum (október) 2019.

Keppnin er tvískipt annarsvegar er forkeppni og hinsvegar aðalkeppnin.

Forkeppni / Aðalkeppni.

Forkeppni (fyrri hluti) Besta pylsa Íslands 2020 haldin í október 2019. Aðalkeppni (seinni hluti) haldin í febrúar 2020.

Þátttakendur.

Starfandi kjötvinnslur/kjötbúðir og öll matvælafyrirtæki með tilskilin leyfi.

Skil á vörum.

Hverjum keppanda er heimilt að senda inn eins margar vörur (soðnar matarpylsur – að hámarki 32 cal) og hann vill til forkeppninnar, þó með þeim takmörkunum að vörurnar mega ekki vera eins í gerð, útliti eða nafni.

Pylsan skal vera framleidd af skráðum þátttakanda. Fyrir afhendingu mun ritari keppninnar (MFK) senda þátttakendum númer fyrir hverja innsenda vöru. Það númer mun vera þátttökunúmer vörunnar. Ekki skal skrá framleiðanda eða aðrar upplýsingar á vöruna. Hver innsend vara skal vera að lágmarki 1000 grömm.

Framkvæmd.

Forkeppni/aðalkeppni Innsendar vörur verða dæmdar í forkeppni sem fer fram í október 2019, þar sem 6 dómarara frá MFK munu dæma vörunar.

Í forkeppnina skulu þátttakendur senda inn í að minnsta 1000 grömm af soðnum matarpylsum að hámarki 32 cal, til dómgæslu.

Innsendar vörur verða dæmdar eftir fagmennsku, bragði og útliti. Dómarar velja þrjár bestu matarpylsurnar sem fara svo áfram í aðalkeppnina sem fram fer á meðal almennings í febrúar 2020. En þar verður bragð í forgrunni. Úrslit verða síðan kynnt á MFK deginum 14. mars 2020.

Þeir þátttakendur sem komast í úrslit og eiga þrjár bestu (matar)pylsurnar úr forkeppninni fá tilkynningu um það strax að aflokinni forkeppninni.

Aðalkeppni.

Aðalkeppnin mun fara fram í febrúar 2020 á meðal almennings, þar sem að gestum gefst kostur á að dæma vöruna eftir bragði. Staðsetning verður kynnt þegar nær dregur.

Þátttakendur sem komast í úrslit þurfa að skila inn 10. kg af matarpylsum til smökkunar fyrir gesti/almenning.

Almenningur mun dæma vöruna og úr því kemur niðurstaðan, og mun sigurvegarinn hljóta titilinn ,,Besta pylsa Íslands 2020 ” að mati dómara MFK og almennings.

Úrslit verða kynnt með öðrum vinningsvörum úr fagkeppni MFK á MFK deginum 14. mars 2020.

Þátttökutilkynning.

Þátttöku í keppnina þarf að tilkynna til ritara keppninnar; Björk Guðbrandsdóttir fyrir 20. september 2019.

Netfang: [email protected] Sími: 860 9238

Þátttökugjald.

Þátttökugjaldið er 12.500 kr fyrir hverja innsenda vöru.

Afhending/umbúðir.

Innsendar vörur skulu koma aðeins merktar með áðurfengnu númeri frá ritara keppninnar. Umbúðir vörunnar skulu vera þannig að varan skaðist ekki í flutningi til keppninnar. Umbúðir form og fleira verða ekki endursend. Fyrir dómgæslu í fyrri hluta keppninnar skulu vörurnar berast 16-18. október í Menntaskólann í Kópavogi. Afhending vörunnar vegna seinni hluta keppninnar verður kynnt síðar.

Stigagjöf.

Stigagjöf í forkeppninni verður með sama dómafyrirkomulagi og í fagkeppni MFK. Stigagjöfin í aðalkeppninni mun verða dæmd af almenningi í febrúar 2020.

Verðlaun.

Varan sem vinnur fær útnefninguna ,,Besta pylsa Íslands 2020” Vinningshafinn fær þessu til staðfestingar verðlaunagrip til eignar. Vinningshafi hefur einnig rétt á að auglýsa vinningsvöruna samkvæmt reglum MFK. Allar nánari upplýsingar veitir formaður fagkeppnisnefndar MFK: Arnar Sverrisson í gegnum netfangið: [email protected]

Að gefnu tilefni viljum við minna menn á að Fagkeppnin MFK verður haldin í marsmánuði 2020 og mun hún verða kynnt betur á haustmánuðum 2019.

Fagkeppnisnefnd og stjórn MFK vill hvetja menn og fyrirtæki til þátttöku í keppnum félagsins. Með þátttöku í þeim gerum við iðngreinina sýnilegri í allri iðn og matarflóru Íslands. Ennfremur hvetjum við þá sem vinna til verðlauna að nýta sér keppnirnar til að auglýsa og kynna framleiðsluvörur sínar.

Aðsent efni / Fréttatilkynning

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið