Vertu memm

Markaðurinn

Meira Síríus rjómasúkkulaði

Birting:

þann

Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti

Unnendur Síríus rjómasúkkulaðis gleðjast heldur betur þessa dagana því nú eru tvær tegundir fáanlegar með 15% meira magni á sama verði og áður. Í takmarkaðan tíma er 15% meira magn af súkkulaði í pakkningum af Síríus rjómasúkkulaði og rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus, segir að aukið úrval og þróun nýjunga sé eitt af leiðarstefjunum í starfsemi fyrirtækisins.

„Við erum stöðugt að leita leiða til að gleðja viðskiptavini okkar með nýjungum og ein þeirra leiða sem við ákváðum að fara var að bjóða þessar tvær vinsælu tegundir í meira magni í takmarkaðan tíma,“

segir Silja og bætir við að súkkulaðiunnendur hafi nú 15% ríkari ástæðu til að fara út í búð á næstunni.

Síríus rjómasúkkulaði

Síríus súkkulaðið hefur glatt þjóðina í tæp 90 ár en það er ekki bara gómsætt. Frá árinu 2013 hefur Síríus súkkulaði nefnilega verið vottað af samtökum sem nefnast Cocoa Horizons. Það þýðir að kakóhráefnin í súkkulaðið eru ræktuð á ábyrgan hátt með sjálfbærni til framtíðar að leiðarljósi.

Bændur eru aðstoðaðir við að auka fjölbreytileika uppskerunnar og nýta land sitt betur sem stuðlar að jákvæðari umhverfisáhrifum og dregur meðal annars úr eyðingu regnskóga.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Markaðurinn

Ostóber ostarnir 2021 frá Ostakjallaranum hljóta mikið lof

Birting:

þann

Mötuneyti - Ostakjallarinn

Í tilefni Ostóbers hefur Ostakjallarinn sett á markað fimm nýja osta og einn sérframleiddan að auki.  Allir ostarnir utan Dóra sterka eru framleiddir í takmörkuðu magni og því viðbúið að það magn sem nú er í sölu verði senn búið hjá framleiðanda. Sumir ostanna eru nær uppseldir hjá Mjólkursamsölunni sem er framleiðandi Ostakjallarans. Það er því um að gera fyrir forvitna ostaunnendur að ná sér í þessa spennandi osta sem fyrst.

Ostakjallarinn er vörumerki þar sem ímyndunaraflið fær að ráða við framleiðslu ostanna. Allir ostarnir eru handgerðir og þeir fá þann tíma sem þeir þurfa áður en þeir fá grænt merki ostameistaranna til að fara út á markaðinn. Nokkrir ostar eru í föstu vöruúrvali sem eru þroskaðri Tindur og Gouda (12+ mánaða) auk nýjasta meðlimsins sem er Dóri sterki í sneiðum. Aðrir ostar eru síðan framleiddir í takmörkuðu magni og þá er um að gera að vera vakandi hverju sinni hvert framboðið er svo maður missi ekki af spennandi ostum.

SUNNA  með sinnepsfræjum og kúmeni.
Bragðbættur ostur þar sem ólíkum kryddtegundum er blandað saman á einstakan hátt. Útkoman er kraftmikið bragð með smá keim af fortíðarþrá.

FJÓLA   með bláberjum og íslenskum jurtum.
Blæbrigðaríkur og aðeins grösugur ostur sem kallast skemmtilega á við náttúru Íslands með einstöku bragði. Fjölbreytileiki kryddjurtanna og ríkt bláberjabragð minnir á íslenskt haust.

FANNEY   með fennelfræjum og fáfnisgrasi
Framandi og forvitnilegur ostur sem býður upp á margslungna upplifun. Keimur af fennel og fáfnisgrasi í bland við mjúka áferð gera hann ómótstæðilegan.

BIRKIR   með mildu reykbragði
Birkir er áhugaverður ostur sem vekur forvitni bragðlaukanna. Reykt bragðið er milt og smellpassar osturinn því á ostabakkann, pizzuna og í salatið.

DÓRI STERKI í sneiðum (kominn í varanlegt framboð eftir góða forsölu í sumar)
Dóri sterki var kynntur til leiks í byrjun sumars í forsölu hjá sælkeraverslunum. Hann fékk svo góðar undirtektir að ákveðið var að setja hann í fast vöruúrval Ostakjallaranum með Tindi og Gouda 12+ mánaða.  Dóri sterki er tilþrifamikill ostur sem kemur skemmtilega á óvart. Mildur í grunninn en með kraftmikilli kryddblöndu sem stígur trylltan dans við bragðlaukana í hverjum bita.
Þessi ostur er geggjaður á hamborgara og heitar samlokur.

TRAUSTI með trufflumsérframleiðsla: Trausti sló í gegn í vor og var hann sérframleiddur nú fyrir  Dominos í tilefni festivalsins. Hann er því á Ostóberfest pizzunni hjá þeim.

Helstu sölustaðir Ostakjallarans:
Valdar matvöruverslanir þ.e. Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og sælkeraverslanir. Einnig valdar Krónuverslanir, þ.e. Flatahraun, Grandi, Selfoss, Bíldshöfði og Mosfellsbær.

Nú er tími til að njóta osta

Lesa meira

Markaðurinn

Fögnum vetri með íslenskri kjötsúpu

Birting:

þann

Íslenska kjötsúpan

Íslenska kjötsúpan færir yl í kroppinn og kraftmikla næringu. Kjötsúpudagurinn verður haldinn á Skólavörðustíg í boði 6 veitingastaða við götuna og í næsta nágrenni, laugardaginn 23. október, kl. 13–16.

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins, en samt einhvern veginn aldrei eins. Allir eiga sína uppáhalds kjötsúpu og hefðirnar, uppskriftirnar og leynihráefnin leynast í hverju eldhúsi.

Frá upphafi landnáms hefur hún fært okkur yl í kroppinn og kraftmikla næringu – og öll viljum við meina að „okkar súpa“ sé best.

Fögnum vetrinum með fjölbreyttri íslenskri lambakjötssúpu – náttúrulega.

Lesa meira

Markaðurinn

Ævintýri bragðlaukanna

Birting:

þann

Spennandi nýjungar hafa bæst í vöruval Heinz 875 ml sem hefur nú að geyma 8 mismunandi bragðtegundir. Ljúffengar, hágæða sósur, framleiddar til að færa þína rétti á hærra plan sem og til að einfalda þér lífið. Hægt er að treysta á stöðug gæði og auðvelt að blanda og gera að sínu.

Nú bjóðast þessar sósur á frábærum kynningarafslætti og tilvalið að grípa tækifærið og prófa.

Hér er hægt að skoða vöruval Heinz 875 ml í vefverslun Innnes

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið