Vertu memm

Frétt

Matvælastofnun varar við neyslu á Ali bjúgum – Grunur um glerbrot í einu bjúga

Birting:

þann

Ali bjúga frá Síld og fisk ehf.

Matvælastofnun varar við neyslu á Ali bjúgum frá Síld og fisk ehf. með Best fyrir dagsetningum 04.02.20, 05.02.20 og 11.02.20 vegna gruns um glerbrot í einu bjúga. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Ali bjúgu
  • Framleiðandi: Síld og fiskur, Dalshrauni 9b, 220 Hafnarfjörður
  • Þyngd: 750 g
  • Best fyrir dagsetningar: 04.02.20, 05.02.20 og 11.02.20
  • Lotunúmer: 14.01.20, 15.01.20 og 21.01.20
  • Dreifing: Verslanir Bónusar, Krónunar og Hagkaupa. Heimkaup, Nóatún, Iceland Keflavík og Super1

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til fyrirtækisins eða viðkomandi verslunar gegn endurgreiðslu.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið