Vertu memm

Frétt

Matvælastefna fyrir Ísland til ársins 2030

Birting:

þann

Matvælastefna fyrir Ísland

Fyrsta matvælastefna fyrir Ísland var kynnt í liðinni viku. Hún hefur það að markmiði að tryggja fæðuöryggi, sjálfbærni og matvælaöryggi og nær til ársins 2030. Stefnan tekur skýra afstöðu til mikilvægra þátta er varða matvælaöryggi og neytendavernd og markar m.a. aukinn stuðning við verkefni Matvælastofnunar. Stefnan leggur fram fimm áhersluþætti ásamt aðgerðaráætlun, en þeir eru neytendur, lýðheilsa, framleiðni og nýsköpun, ímynd og öryggi og að lokum umhverfi og loftslag.

Sjá einnig:

Vinna hafin við mótun matvælastefnu fyrir Ísland

Rekjanleiki er hornsteinninn í matvælalöggjöf Evrópusambandsins sem innleidd var á Íslandi á árunum 2010-2011. Markmiðið með einni sameiginlegri löggjöf var m.a. að fyrirbyggja þann skort á rekjanleika í framleiðslukeðjunni og milli Evrópulanda sem kom í ljós þegar kúariða smitaði neytendur í gegnum matvæli. Í flóknu alþjóða umhverfi matvælaframleiðslu í dag er rekjanleiki forsenda þess að hægt sé að bregðast við hættum sem steðjar að neytendum á skilvirkan hátt.

Sameiginleg Evrópulöggjöf tryggir einnig samræmdar reglur um miðlun upplýsinga til neytenda. Réttar merkingar eru forsenda þess að neytandi geti tekið upplýsta ákvörðun um matvæli sem hann neytir og sé ekki blekktur. Með stefnunni taka íslensk stjórnvöld skýra afstöðu til þessara lykilþátta í matvælaöryggi og neytendavernd og hyggjast setja reglur sem ganga lengra í upplýsingagjöf um matvæli.

Kynningarmyndband um Matvælastefnu

Matvælastefnan boðar heildstæða endurskoðun á opinberu eftirliti tengt matvælum með það að markmiði að auka skilvirkni, sanngirni og draga úr kostnaði og skörun milli eftirlitsaðila. Leiðir verða skoðaðar til að einfalda rekstrarumhverfi matarfrumkvöðla og smáframleiðenda m.a. í þágu nýsköpunar.

Talið er að um 17% dauðsfalla á Íslandi megi rekja til matarvenja og hlutfall fullorðinna sem eru of þungir hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu 15 árum. Stefnan leggur áherslu á reglubundna könnun á mataræði landsmanna, bæði barna og fullorðinna. Niðurstöðurnar verða grundvöllur tillagna og efnahagslegra hvata til að bæta lýðheilsu, ýta undir aðgengi almennings að heilnæmum matvælum og draga úr neyslu óhollra matvæla.

Nýtingu matvæla skal bæta í þágu umhverfis og koma margar stofnanir þar að. Matvælastofnun ítrekar að sala matvæla eftir að „Best fyrir“ dagsetning rennur út er leyfileg í matvöruverslunum að því gefnu að þau matvæli séu sett til hliðar og seld sem slík. Þetta er einn liður sem nýta má í auknum mæli til að koma í veg fyrir matarsóun. Sala matvæla eftir „Síðasti notkunardag“ er hins vegar óheimil þar sem þau geta verið hættuleg neytendum.

Sala á matvörum án umbúða er leið til að draga úr plastnotkun. Tryggja þarf matvælaöryggi við slíka sölu samkvæmt leiðbeiningum Matvælastofnunar til verslana og neytenda um matvæli afgreidd í ílát viðskiptavina.

Mynd: stjornarradid.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Áskorun til stjórnvalda – Frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði

Birting:

þann

Veitingahús

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) lýsa yfir sárum vonbrigðum með fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða sem raungerast enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.

Nú er svo komið að mörg veitingahús hafa þegar lagt árar í bát og hætt rekstri og fjölmörg eru komin út á ystu nöf og hafa ekki rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. SFV sendi út skoðanakönnun meðal fyrirtækja í greininni í desember síðastliðnum og kom þar fram að nærri helmingur svarenda telja rekstur sinn ekki lifa út febrúar 2021 án frekari tilslakana á fjöldatakmörkunum og skorðum á opnunartíma.

SFV sjá engin haldbær rök fyrir þeim takmörkunum sem settar eru á veitingageirann og því ósamræmi sem birtist okkur í tilslökunum í öðrum greinum, s.s. leikhúsum og verslunum. Það er öllum ljóst að aðgerðir stjórnvalda hafa kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli veitingastaða.

Greinin hefur mátt búa við fjöldatakmarkanir í tæpt ár og úrræði stjórnvalda hafa verið afar takmörkuð á sama tíma. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.

SFV skorar hér með á stjórnvöld að bregðast við stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp og falla með tilheyrandi kostnað fyrir samfélagið.

Áskorun SFV:

  1. Að hámarksfjöldi viðskiptavina verði hækkaður í 50 manns líkt og hjá verslunum
  2. Að opnunartími veitingastaða verði til kl. 23.00
  3. Að kráir og barir fái að starfa skv. sömu skilmálum og veitingastaðir
  4. Hið opinbera hjálpi endureisn veitingageirans með skattaívilninum í framtíðinni með tímabundinni endurgreiðslu virðisaukaskatts í tólf mánuði Júlí 2021- Júlí 2022 til að aðstoða greinina til viðspyrnu eftir þessa erfiðu tíma.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Keyptir þú vonbrigði í aiöli-gæru?

Birting:

þann

Jömm aiöli

Jömm aiöli

„Við höfum uppgötvað að hvítlaukurinn sem var notaður í aiöli framleiðsluna okkar undanfarið er fallinn á bragðprófinu og hefur verið sviptur Jömm réttindum sínum. Hann ólst upp árið 2020 og er því óþarflega bitur.“

segir í fréttatilkynningu frá Jömm.

Ef þú fékkst vonbrigði í krukku í stað aiöli, máttu skila henni á næsta sölustað og kaupa þér eitthvað fallegt í staðinn.

Jömm vonast til að endurheimta hið sanna aiöli bragð sem fyrst og kannski koma ferskar krukkur í verslanir í lok næstu viku.

Mynd: facebook / Jömm

Lesa meira

Frétt

Albert Roux látinn

Birting:

þann

Albert Roux

Albert Roux

Matreiðslumeistarinn Albert Roux lést 4. janúar s.l., 85 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi.

Einungis 10 mánuðir síðan lést bróðir hans Michel Roux eftir langvarandi lungnasjúkdóm.

Michel Roux látinn

Oft voru Roux bræðrum lýst sem „guðfaðir nútíma matargerðar í Bretlandi“.

Albert Roux og Michel Roux gjörbyltu breskri matargerð á sjöunda áratugnum. Bræðurnir opnuðu veitingastaðinn Le Gavroche árið 1967, sem síðar fékk sína fyrstu þrjár Michelin stjörnur í Bretlandi og veitingastaðinn The Waterside Inn, sem var fyrsta veitingahúsið utan Frakklands til að halda þrjár stjörnur í 25 ár.

Þeir opnuðu nokkra aðra veitingastaði sem fjölmargir frægir Michelin kokkar störfuðu hjá, en Roux bræður hafa ávallt sett markið hátt og boðið upp á „fine dining“ breska veitingastaði.

Synir Albert og Michel tóku við Roux veldinu á sínum tíma og hafa stýrt því með glæsibrag.

Mynd: wikipedia.org

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag