Matarstígur Helga magra var stofnaður 3. mars árið 2020. Tilgangur hans er að sameina matvælaframleiðendur, veitingaaðila og ferðaþjónustuna í Eyjafjarðarsveit í eitt verkefni með það markmið að búa til mataráfangastað í heimsklassa.
Verkefnið var í mótun og undirbúningi allt frá árinu 2015 og fékk því að þróast og gerjast í nokkur ár áður en það var sett í formlegan farveg. Matvælaframleiðsla er mikil og fjölbreytt í Eyjafjarðarsveit.
NK nautakjötið frá Kaffi kú
Í Eyjafjarðarsveitinni eru framleiddar afurðir eins og lambakjöt, nautakjöt, hrossakjöt, svínakjöt, paprikur, gúrkur, egg, kartöflur, býhunang, að ógleymdum mjólkurafurðum en skv. upplýsingum frá Landssambandi kúabænda eru um 10% af allri mjólkurframleiðslu á Íslandi úr Eyjafjarðarsveit.
Starfsemi Matarstígsins á fyrsta starfsári var ákveðin þessi á stofnfundi í mars 2020:
Bændamarkaðir, þar sem seldar eru afurðir framleiðenda.
Uppsprettiviðburðir einstakra þátttakenda, matartengdir viðburðir sem hver og einn ber ábyrgð á sjálfur.
Matarhátíð Helga magra í tengslum við Handverkshátíðina á Hrafnagili, matartengdir viðburðir á veitingastöðum og kaffihúsum, kynning á starfseminni á Handverkshátíðinni.
Þátttaka í Localfood matarhátíð í Hofi á Akureyri í október, matvælasýning auk matartengdra viðburða hjá veitingaaðilum í sveitinni.
Covid-19 setti hins vegar strik í reikninginn svo fækka varð bændamörkuðum frá fyrri áætlun, matarhátíðin var blásin af og sömu sögu er að segja af Local food hátíðinni.
Þátttakendur í verkefninu eru nú 16 talsins, 6 matvælaframleiðendur / stærri veitingaðilar, 5 kaffihús / gististaðir og 5 smærri framleiðendur.
Lambakjöt frá brúnum
Matarstígurinn hefur verið með verkefni í gangi í sumar sem heitir Vistvæn dreifileið og gengur út það að einu sinni í viku fer rafbíll á milli framleiðenda og sækir vörur sem veitingaaðilar í sveitinni hafa pantað og kemur þeim til skila á eins umhverfisvænan máta og unnt er.
Næsti fasi í þessu verkefni er söluvefsíða sem opnaði nú á dögunum, en hún er fyrir afurðir úr Eyjafjarðarsveit sem almenningur í sveit og á Akureyri geta pantað og fengið sent til sín með sama hætti, á umhverfisvænan máta.
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) lýsa yfir sárum vonbrigðum með fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða sem raungerast enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.
Nú er svo komið að mörg veitingahús hafa þegar lagt árar í bát og hætt rekstri og fjölmörg eru komin út á ystu nöf og hafa ekki rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. SFV sendi út skoðanakönnun meðal fyrirtækja í greininni í desember síðastliðnum og kom þar fram að nærri helmingur svarenda telja rekstur sinn ekki lifa út febrúar 2021 án frekari tilslakana á fjöldatakmörkunum og skorðum á opnunartíma.
SFV sjá engin haldbær rök fyrir þeim takmörkunum sem settar eru á veitingageirann og því ósamræmi sem birtist okkur í tilslökunum í öðrum greinum, s.s. leikhúsum og verslunum. Það er öllum ljóst að aðgerðir stjórnvalda hafa kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli veitingastaða.
Greinin hefur mátt búa við fjöldatakmarkanir í tæpt ár og úrræði stjórnvalda hafa verið afar takmörkuð á sama tíma. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.
SFV skorar hér með á stjórnvöld að bregðast við stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp og falla með tilheyrandi kostnað fyrir samfélagið.
Áskorun SFV:
Að hámarksfjöldi viðskiptavina verði hækkaður í 50 manns líkt og hjá verslunum
Að opnunartími veitingastaða verði til kl. 23.00
Að kráir og barir fái að starfa skv. sömu skilmálum og veitingastaðir
Hið opinbera hjálpi endureisn veitingageirans með skattaívilninum í framtíðinni með tímabundinni endurgreiðslu virðisaukaskatts í tólf mánuði Júlí 2021- Júlí 2022 til að aðstoða greinina til viðspyrnu eftir þessa erfiðu tíma.
„Við höfum uppgötvað að hvítlaukurinn sem var notaður í aiöli framleiðsluna okkar undanfarið er fallinn á bragðprófinu og hefur verið sviptur Jömm réttindum sínum. Hann ólst upp árið 2020 og er því óþarflega bitur.“
Oft voru Roux bræðrum lýst sem „guðfaðir nútíma matargerðar í Bretlandi“.
Albert Roux og Michel Roux gjörbyltu breskri matargerð á sjöunda áratugnum. Bræðurnir opnuðu veitingastaðinn Le Gavroche árið 1967, sem síðar fékk sína fyrstu þrjár Michelin stjörnur í Bretlandi og veitingastaðinn The Waterside Inn, sem var fyrsta veitingahúsið utan Frakklands til að halda þrjár stjörnur í 25 ár.
Þeir opnuðu nokkra aðra veitingastaði sem fjölmargir frægir Michelin kokkar störfuðu hjá, en Roux bræður hafa ávallt sett markið hátt og boðið upp á „fine dining“ breska veitingastaði.
Synir Albert og Michel tóku við Roux veldinu á sínum tíma og hafa stýrt því með glæsibrag.