Vertu memm

Frétt

Matur: tungumálið sem allir skilja – 150 innflytjendur á viðskiptahraðli um matarvagna

Birting:

þann

kynningarfundur um möguleika nýrra Íslendinga á að koma sér upp matarvagni og bjóða upp á framandi götubita á torgum borgarinnnar

150 manns á fundi um matarauð innflytjenda

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar efnir til hraðals eða námskeiðs til þess að styðja þá innflytjendur sem vilja hefja matartengdan rekstur og nefnist verkefnið „Global Street Food Iceland“.

Í viðtölum félagsráðgjafa við flóttafólk og innflytjendur hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hafa ítrekað komið fram óskir um að opna veitingastað eða að koma sér upp matarvagni. Flækjustigið við stofnun fyrirtækis og þá sérstaklega veitingarekstur reynist innfæddum oft erfitt og hvað þá ef þú talar ekki tungumálið eða þekkir til kerfisins.

Hraðallinn mun standa í nokkrar vikur og er markmiðið að útskrifa innflytjendur með sinn eigin matarvagn þegar sólin hækkar á lofti. Gríðarlegur áhugi var á kynningarfundi um verkefnið fyrir áramót þegar 150 innflytjendur mættu í Gerðuberg til að kynna sér málið. Verkefnið er unnið í samstarfi við Reykjavík Street Food sem hefur staðið fyrir mörgum matartengdum uppákomum í borginnni undanfarin misseri. Upphafsfundur og skráning þátttakenda fór fram í Gerðubergi, í gær miðvikudaginn 12. febrúar.

Hópurinn þeirra sem eiga sér þennan draum að standa á eigin fótum og stofna til reksturs sem byggir á eigin matarhefð er virkilega fjölbreyttur. Innflytjendur frá 25 þjóðlöndum úr öllum heimsálfum, einstaklingar, hjón og heilu fjölskyldurnar mættu á fyrsta kynningarfundinn í Gerðubergi.

Sjá einnig: Mikill áhugi hjá innflytjendum að koma sér upp matarvagni og bjóða upp á framandi götubita

Ekkja frá Afganistan með fimm börn á unglingsaldri, lét sig ekki muna um að mæta með fulla potta og heitar pönnur og sýndi fram á það í verki að framandi matarhefð fellur vel í kramið hjá Íslendingum. Miklar og skemmtilegar umræður spunnust á fundinum og rigndi bæði spurningum og ábendingum yfir skipuleggjendur.

Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði og frumkvæði þátttakenda í hraðlinum. Ekki er um að ræða fjárstyrki til þátttakenda og þeir fá engan afslátt á þeim kröfum sem gerðar eru til reksturs af þessu tagi.

Fyrst og fremst er markmiðið að styðja frumkvæði innflytjenda og greiða þeim þannig leið að þeir standi jafnfætis okkur sem þekkjum betur kerfið og tölum tungumálið.

Mynd: Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið