Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Mathöll Höfða – framkvæmdum miðar vel áfram – Myndir

Birting:

þann

Mathöll Höfði

Ég var að koma úr ræktinni fyrir stuttu og langaði til að sjá hvernig framkvæmdum miðar áfram við Mathöllina á Höfðanum sem er verið að innrétta þessa dagana.

Ég smellti mér inn fyrir og tók nokkrar myndir, en það er Sólveig í Culiacan og félagar sem eru að innrétta þarna veglegt húsnæði.

Sjá einnig: Þessir veitingastaðir verða í Mathöll Höfða

Gert er ráð fyrir að opna á allra næstu dögum og vonandi getum við þá birt fleiri skemmtilegri myndir og kannski stutt viðtal við eldhugana. Við vonum að okkur verði boðið þegar þar að kemur.

Mathöll Höfði

Mathöll Höfði

Mathöll Höfði

Mathöll Höfði

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur sem framkvæmdastjóri hjá Komix og sér um ráðgjöf fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Pop-Up Mosi lýkur á laugardaginn | Leita að húsnæði fyrir Mosa í fullri stærð

Birting:

þann

Mosi Streetfood

Ingi Þór Arngrímsson er matreiðslumaður að mennt

Pop-Up veitingastaðurinn Mosi Streetfood á Hótel Akureyri fer senn að ljúka, en síðasti opnunardagurinn er á laugardaginn n.k. og verða ný tilboð á veitingastaðnum á hverjum degi fram á laugardag.

Veitingahjónin Ingi Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin leita nú að húsnæði til að vera með Mosa í fullri stærð. Fyrir þá sem elska matinn þeirra, þurfa ekki að örvænta því að matarvagninn Litli Mosi er að sjálfsögðu opinn, en hann staðsettur við Torfunesbryggju á Akureyri.

„Nú erum við að fara á fullt að finna nýtt húsnæði sem við getum verið í til frambúðar. Því móttökurnar hafa verið vægast sagt frábærar!“

Sagði Ingi Þór í samtali við veitingageirinn.is

Myndir: facebook / Mosi Streetfood

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kurdo Kebab opnar pizzustað

Birting:

þann

Kurdo Pizza

Kurdo Pizza

Í október í fyrra opnaði veitingastaðurinn Kurdo Kebab við Skipagötu 2 í miðbæ Akureyrar þar sem kjúklingastaðurinn Taste var áður til húsa.

Sjá einnig:

Kurdo Kebab er nýr veitingastaður á Akureyri

Kurdo Kebab býður upp á kebab, Shawrama, Falafel og fleira góðgæti. Frá opnun Kurdo Kebab þá hefur staðurinn hlotið mikilla vinsælda meðal erlendra jafnt sem innlendra gesta.

Kurdo Pizza opnar

Kurdo Pizza er nýjasta viðbótin við líflega flóru veitingastaða í hjarta Akureyrar, en hann er staðsettur við Ráðhústorgið þar sem Hlöllabátar voru áður til húsa.

Eigandi Kurdo Kebab og Kurdo Pizza er Rahim Rostami.

Kurdo Pizza

Mynd: facebook / Kurdo Kebab Akureyri

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ekta ítalskur gelato-ís í hjarta Reykjavíkur

Birting:

þann

Gaeta Gelato

Ítalski ísgerðarmaðurinn Michele Gaeta opnaði nú á dögunum gelatobúð við Aðalstræti 6 í Reykjavík í gamla Morgunblaðshúsinu á jarðhæð.

„Í 25 ár höfum við unnið að því að fullkomna handbragðið við framleiðslu á gelato-ís. Nú erum við flutt frá Ítalíu og ætlum að kynna Íslendinga fyrir töfrum gelato. Gelato okkar er ávallt nýlagaður.“

segir Michele.

Gaeta Gelato

Búðin heitir Gaeta Gelato og er boðið upp á 24 tegundir af ís, þar af eru 10 vegan tegundir, brioche bollur með Gelato, banana split, affogato, frappé, skyrsoft með sætindum og sósum, heitt súkkulaði og kaffi.

Opið er frá klukkan 12:00 til 22:00.

Gaeta Gelato

Take away box

Gaeta Gelato

Banana split

Gelato er ekki rjómaís

Á heimasíðu Gelato.is er hægt að lesa fróðleik um gelato-ísinn, sem hér segir:

Gelato er ítalska orðið yfir ís en mikill munur er á ítölskum gelato og rjómaís eins og við þekkjum hann!

Ekta gelato-ís er ávallt nýlagaður án allra aukaefna, jafnt rotvarnar- sem og litarefna. Rjómaísinn inniheldur meiri rjóma og er því fitumeiri en sá ítalski, áferðin er mjólkurkenndari og léttari ásamt því að innihalda mun meiri sykur. Gelato-ís hefur hins vegar silkikenndari og mýkri áferð ásamt því að vera þéttari í sér en rjómaísinn.

Allt kemur þetta heim og saman við framleiðsluaðferðirnar; gelato-ís er snúið hægar en rjómaís og þess vegna er rjómaísinn léttari og loftmeiri en gelato-ís þéttari. Þegar reiða skal fram gelato-ís er forn hefð fyrir því að nota sérstakan spaða sem minnir á flata sleif en þegar unnið er með annars konar ís er notuð kúluísskeið.

Gaeta Gelato

Ekta gelato-ís er ávallt nýlagaður án allra aukaefna, jafnt rotvarnar- sem og litarefna.

Gaeta Gelato

Nýbökuð brioche bolla með Gelato

Myndir: facebook / Gaeta Gelato

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag