Vertu memm

Frétt

Matgæðingar frá Norðurlöndunum streyma á Embluverðlaunin

Birting:

þann

Emblu verðlaunagripur 2019

Emblu verðlaunagripur

Embluverðlaunin, norrænu matarverðlaunin, verða veitt á morgun laugardaginn 1. júní í Hörpu í Reykjavík. Þau eru samstarfsverkefni allra bændasamtaka á Norðurlöndunum og haldin á tveggja ára fresti. Markmið þeirra er að upphefja norræna matarmenningu og vekja athygli á fólkinu sem býr til matinn okkar og lifir og hrærist í matvælageiranum.

Íslendingar tefla fram sjö fulltrúum til Embluverðlaunanna í ár en alls eru 48 tilnefndir frá öllum Norðurlöndunum í sjö flokkum. Um 130 erlendir gestir eru væntanlegir til Reykjavíkur í tengslum við Embluverðlaunin en þeir munu meðal annars kynna sér íslenskan landbúnað og deila þekkingu og reynslu sín á milli. Meðal þeirra sem eru tilnefndir er danska matargoðsögnin Claus Meyer, sem var meðal stofnenda veitingastaðarins Noma í Kaupmannahöfn, og fjöldi norrænna bænda og frumkvöðla sem framleiða spennandi matvörur.

Tilnefndir frá Íslandi eru bændurnir á Erpsstöðum í Dölum og frá Vogabúinu í Mývatnssveit, Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður, fyrirtækið Matartíminn, veitingadeild IKEA, Hákon Kjalar Herdísarson í Traustholtshólma og Íslensk hollusta.

Embluverðlaunin eru haldin í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og Norrænu kokkahreyfinguna, NKF, en sú síðarnefnda heldur ársþing sitt í Reykjavík á sama tíma.

Sjá einnig hér: Norrænt þing matreiðslumeistara á næsta leiti

Dagskrá

Margskonar dagskrá er í kringum báða viðburðina, svo sem kokkakeppnir og fyrirlestrar um mat. Eliza Reid forsetafrú mun stjórna málstofu um konur í veitingageiranum og færeyskir fyrirlesarar munu kynna matarferðamennsku í sínu heimalandi.

Emblu verðlaunin

Nánari upplýsingar um þau sem eru tilnefnd til Embluverðlaunanna má nálgast á vefsíðunni www.emblafoodawards.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Díoxín í eggjum frá Landnámshænum ehf.

Birting:

þann

Egg

Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámshænum ehf. Fyrirtækið hefur með aðstoð Matvælastofnunar innkallað allar lotur af eggjum vegna díoxíns yfir leyfilegum mörkum.

Nánar um vöruna:

Vöruheiti: Landnámsegg, 7 stykki í pakkningu
Best fyrir dagsetning: allar lotur
Framleiðandi: Landnámsegg ehf, Austurvegur 8, 630 Hrísey
Dreifing: Melabúð, Hríseyjarbúð og Fjarðakaup

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar á facebook síðu fyrirtækisins og hægt að senda fyrirspurn á tölvupóst á [email protected]

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Ólöglegt varnarefni í tahini

Birting:

þann

Himneskt lífrænt hvítt Tahini

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Himnesku lífrænu hvítu tahini sem Aðföng flytur inn. Ólöglegt varnarefni (etýlen oxíð) sem bannað er að nota í matvælum greindist í tahini. Fyrirtækið innkallar nú lotuna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður og frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem fékk tilkynningu um innköllun frá Aðföngum.

Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: Himneskt
Vöruheiti: Lífrænt Hvítt Tahini
Strikamerki: 5690350060028
Nettómagn: 250 g
Best fyrir dagsetning: 31.05.2023
Lotunúmer: L3220112
Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík
Dreifing: Bónus, Hagkaup, Stórkaup og Kaupfélag Skagfirðinga.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Frétt

Matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustunan í Eyjafjarðarsveit í sókn – Vídeó

Birting:

þann

Matarstígur - Helgi magri

Matarstígur Helga magra var stofnaður 3. mars árið 2020. Tilgangur hans er að sameina matvælaframleiðendur, veitingaaðila og ferðaþjónustuna í Eyjafjarðarsveit í eitt verkefni með það markmið að búa til mataráfangastað í heimsklassa.

Verkefnið var í mótun og undirbúningi allt frá árinu 2015 og fékk því að þróast og gerjast í nokkur ár áður en það var sett í formlegan farveg. Matvælaframleiðsla er mikil og fjölbreytt í Eyjafjarðarsveit.

Matarstígur - Helgi magri

NK nautakjötið frá Kaffi kú

Í Eyjafjarðarsveitinni eru framleiddar afurðir eins og lambakjöt, nautakjöt, hrossakjöt, svínakjöt, paprikur, gúrkur, egg, kartöflur, býhunang, að ógleymdum mjólkurafurðum en skv. upplýsingum frá Landssambandi kúabænda eru um 10% af allri mjólkurframleiðslu á Íslandi úr Eyjafjarðarsveit.

Starfsemi Matarstígsins á fyrsta starfsári var ákveðin þessi á stofnfundi í mars 2020:

  • Bændamarkaðir, þar sem seldar eru afurðir framleiðenda.
  • Uppsprettiviðburðir einstakra þátttakenda, matartengdir viðburðir sem hver og einn ber ábyrgð á sjálfur.
  • Matarhátíð Helga magra í tengslum við Handverkshátíðina á Hrafnagili, matartengdir viðburðir á veitingastöðum og kaffihúsum, kynning á starfseminni á Handverkshátíðinni.
  • Þátttaka í Localfood matarhátíð í Hofi á Akureyri í október, matvælasýning auk matartengdra viðburða hjá veitingaaðilum í sveitinni.

Covid-19 setti hins vegar strik í reikninginn svo fækka varð bændamörkuðum frá fyrri áætlun, matarhátíðin var blásin af og sömu sögu er að segja af Local food hátíðinni.

Þátttakendur í verkefninu eru nú 16 talsins, 6 matvælaframleiðendur / stærri veitingaðilar, 5 kaffihús / gististaðir og 5 smærri framleiðendur.

Matarstígur - Helgi magri

Lambakjöt frá brúnum

Matarstígurinn hefur verið með verkefni í gangi í sumar sem heitir Vistvæn dreifileið og gengur út það að einu sinni í viku fer rafbíll á milli framleiðenda og sækir vörur sem veitingaaðilar í sveitinni hafa pantað og kemur þeim til skila á eins umhverfisvænan máta og unnt er.

Næsti fasi í þessu verkefni er söluvefsíða sem opnaði nú á dögunum, en hún er fyrir afurðir úr Eyjafjarðarsveit sem almenningur í sveit og á Akureyri geta pantað og fengið sent til sín með sama hætti, á umhverfisvænan máta.

Sölusíðan er á vefslóðinni: www.helgimagri.is

Myndbönd

Viðtal við Karl Jónsson, verkefnastjóra Matarstígs Helga Magra:

Kynningarmyndband:

Myndir: helgimagri.is

 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag