Vertu memm

Frétt

Matarvagnar ferðast um borgina – „Mathöll á hjólum“

Birting:

þann

Reykjavík Street Food - Logo merkiNú í ljósi þess að það er samkomubann næstu vikurnar, þá er mikil ásókn í “takeaway” og “delivery“ þessa dagana hjá veitingastöðum landsins.

Reykjavík Street Food verða með nýbreytni þar sem matarvagnar verða staðsettir inní hverfunum næstu helgar og vikur meðan þetta óvissu ástand stendur yfir.

Stefnan hjá Reykjavík Street Food er að matarvagnar verða á stórum bílastæðum, þar sem gestir geta komið á bílum sínum keyrt beint upp að vögnunum, og tekið matinn með sér. Gestir geta líka pantað á netinu hjá viðkomandi vagni og sótt á tilteknum tíma nú eða hringt.

Einnig er í vinnslu með möguleika á að vera með útkeyrslu (delivery) frá matarvögnunum.

Ferðast verður um helstu hverfin á stór Reykjavíkursvæðinu, með matarvagna og verða staðsetningar auglýstar sérstaklega á instagram og facebook síðu Reykjavik Street Food.

Það sem er framundan um helgina er:

Föstudagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 17 til 20.
Laugardagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 12 til 20.
Sunnudagur: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Frá kl 12 til 18.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Súkkulaði Omnom er komið í verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum

Birting:

þann

Omnom - Hólmaslóð 4 úti á Granda

Súkkulaði íslenska fyrirtækisins Omnom er komið í sölu í 25 Whole Foods verslunum á North West svæðinu í Bandaríkjunum, þar á meðal í Kaliforníu.

„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur, sérstaklega núna þar sem um 50% af tekjum okkar hurfu á einu bretti út af fækkun ferðamanna,“

segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom í samtali við Viðskiptablaðið sem fjallar nánar um málið hér.

Fyrirtækið á einnig í viðræðum við stóra dreifingaraðila í Noregi og Danmörku. Að sögn Óskars hafa Omnom vörurnar fengið góðar viðtökur í Þýskalandi og fyrirtækið hefur einnig byrjað að selja í netsölu í Kína.

Velta Omnom árið 2019 nam 343 milljónum króna sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Í dag starfa 16 manns hjá fyrirtækinu.

Mynd: Smári / veitingageirinn.is

Lesa meira

Frétt

Laga alla þjónustuna á Siglufirði að Íslendingum

Birting:

þann

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

Hótel Sigló

„Þetta er bara enn ein helvítis sveiflan eins og maður þekkir úr sjávarútveginum. Maður er eiginlega búinn að vera í krísustjórnun alla tíð þannig að þetta er ekkert nýtt.“

Með þessum orðum lýsir Róbert Guðfinnsson stöðunni á Siglufirði í samtali við mbl.is, en hann á og rekur Hótel Sigló og þrjá veitingastaði, einn á hótelinu sjálfu og tvo handan smábátabryggjunnar í bænum.

Hótel Sigló - Rauðka - Hannes Boy - Sunna - Siglufjörður

„Við löguðum okkur strax að þörfum Íslendinganna. Veitingastaðurinn Rauðka er núna kominn á fullt í pítsurnar og Hannes Boy er orðinn að ísbúð og kaffihúsi. Fólk er búið að vera sveitt í þessum breytingum en þetta kemur vel út og virkar,“

segir Róbert, en ítarlegri umfjöllun er hægt að lesa á mbl.is hér.

Kaffi Rauðka og Hannes boy opna aftur eftir vetrardvala

„Hótelreksturinn gengur líka ágætlega þótt það sé enginn peningur í þessu þannig lagað. Í júní var nýtingin 55% og í júlí eru bókanir komnar í 85%. Ágúst er með 55-60% og september lítur ágætlega út en það er ekki alveg að marka þessa mánuði því þetta breytist hratt.“

Róbert segir að róðurinn væri mun þyngri ef eiginfjárstaðan væri ekki sterk.

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Frétt

Algengar einnota vörur úr plasti verða óheimilar á næsta ári

Birting:

þann

Meðal vara sem bannað verður að setja á markað eru einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diskar, sogrör, hræripinnar og blöðrustangir.

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem m.a. felur í sér að bannað verður að setja tilteknar, algengar einnota vörur úr plasti á markað frá og með 3. júlí 2021.

Meðal vara sem bannað verður að setja á markað eru einnota bómullarpinnar úr plasti, hnífapör, diskar, sogrör, hræripinnar og blöðrustangir. Þá verða matarílát, drykkjarílát, glös og bollar úr frauðplasti óheimil og ekki verður heimilt að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla, glös og matarílát úr öðru plasti sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöðum. Undantekningar eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki.

Sjá einnig:

Bann á algengar einnota plastvörur – Bannað að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla, glös og matarílát úr plasti

Skilyrðislaust bann verður við því að setja vörur á markað sem gerðar eru úr plasti sem er niðurbrjótanlegt með oxun eða svokallað oxó-plast. Vörur úr slíku plasti hafa rutt sér til rúms á markaði síðustu ár, einkum vissar tegundir plastpoka, en eðli þess er að sundrast í öragnir sem eru skaðlegar heilsu og umhverfi og er vaxandi vandi á alþjóðavísu.

Kveðið er á um sérstaka merkingu sem tilteknar einnota plastvörur eiga að bera. Um er að ræða upplýsingar um meðhöndlun vörunnar eftir notkun og þau neikvæðu áhrif sem varan hefur berist hún út í umhverfið. Þær vörur sem greinin mun taka til eru ýmsar tíðavörur, blautþurrkur til heimilis– og einkanota, ýmsar tóbaksvörur og bollar fyrir drykki.

Fáanlegar eru á markaði staðgönguvörur sem eru margnota eða innihalda ekki plast og nota má í stað þeirra vara sem breytingarnar taka til.

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag