Vertu memm

Frétt

Matarvagnar ferðast um borgina – „Mathöll á hjólum“

Birting:

þann

Reykjavík Street Food - Logo merkiNú í ljósi þess að það er samkomubann næstu vikurnar, þá er mikil ásókn í “takeaway” og “delivery“ þessa dagana hjá veitingastöðum landsins.

Reykjavík Street Food verða með nýbreytni þar sem matarvagnar verða staðsettir inní hverfunum næstu helgar og vikur meðan þetta óvissu ástand stendur yfir.

Stefnan hjá Reykjavík Street Food er að matarvagnar verða á stórum bílastæðum, þar sem gestir geta komið á bílum sínum keyrt beint upp að vögnunum, og tekið matinn með sér. Gestir geta líka pantað á netinu hjá viðkomandi vagni og sótt á tilteknum tíma nú eða hringt.

Einnig er í vinnslu með möguleika á að vera með útkeyrslu (delivery) frá matarvögnunum.

Ferðast verður um helstu hverfin á stór Reykjavíkursvæðinu, með matarvagna og verða staðsetningar auglýstar sérstaklega á instagram og facebook síðu Reykjavik Street Food.

Það sem er framundan um helgina er:

Föstudagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 17 til 20.
Laugardagur: Skeifan (bílastæðið við hliðina á Rúmfata lagernum) – Frá kl 12 til 20.
Sunnudagur: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Frá kl 12 til 18.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Málmbiti í grænmetislasagna

Birting:

þann

Lasagne - Amy´s Kitchen grænmetislasagn

Matvælastofnun varar við neyslu á Amy´s Kitchen grænmetislasagna vegna aðskotahlutar (málmbita) sem fannst í vörunni. Fyrirtækið Einstök matvæli ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

Vörumerki: Amy’s Kitchen
Vöruheiti: Vegetable Lasagne – Gluten Free
Nettómagn: 255 g
Strikanúmer: 0042272003747
Lotunúmer: 30-K269
Best fyrir lok: Nóvember 2021
Geymsluskilyrði: Frystivara
Innflytjandi: Einstök matvara ehf., Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík
Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Heimkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslanir Nettó

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki upplýsingar um að neysla á vörunni hafi valdið neytendum skaða. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir starfsfólk Einstakrar matvöru í síma 557 1771.

Lesa meira

Frétt

COVID-19: Getur matur komið í veg fyrir sýkingar?

Birting:

þann

Kórónuveiran - COVID-19

Undanfarna daga hefur borið á því í fjölmiðlum, auglýsingum og á samfélagsmiðlum að kynntar séu ýmsar vörur sem eiga að styrkja ónæmiskerfi líkamans og koma í veg fyrir sýkingar, m.a. af völdum kórónaveira. Slíkar upplýsingar eða staðhæfingar eru rangar og villandi fyrir neytendur og Matvælastofnun varar við slíkum upplýsingum.

Fæðubótarefni eru matvæli og ekki má eigna þeim þá eiginleika að fyrirbyggja sýkingar eða lækna sjúkdóma. Þetta gildir einnig um matvæli almennt.

Það er vissulega rétt að virkt ónæmiskerfi skiptir höfuðmáli til að verjast sýkingum en það er engin ofurfæða eða fæðubótarefni sem geta komið í veg fyrir sýkingu af völdum kórónaveira.  Góð næring skiptir miklu máli fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins en langflestir hérlendis uppfylla næringarþarfir sínar með góðu og fjölbreyttu fæði. Á vef landlæknis má finna upplýsingar um mikilvægi góðrar næringar fyrir heilsu.

Besta leiðin til að verja sig gegn kórónaveirunni er fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis varðandi handþvott, hósta eða hnerra í olnbogabótina og takmarka náin samskipti s.s. handabönd og faðmlög.

Einnig er nú sem endranær rétt að benda á leiðbeiningar Matvælastofnunar um meðhöndlun matvæla við matargerð og spurt og svarað um COVID-19 og matvæli.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Þjónustukort veitingahúsa – Eru upplýsingar um þinn veitingastað réttar?

Birting:

þann

Þjónustukort veitingahúsa

Samsýn hefur framreitt kort þar sem hægt er að skoða og leita að hvaða veitingahús eru í næsta nágrenni og þá hvaða þjónusta er í boði á þeim stað. Það er hvort hægt sé að panta, fá heimsent eða sækja.

Veitingahúsaeigendur geta komið á framfæri breyttri þjónustu sinni á tímum COVID-19, þ.e. lagfært og uppfært upplýsingarnar um sína staði sjálfir, þá þjónustu sem þeir bjóða uppá o.fl.

Smelltu hér til að skoða kortið.

Svona getur þú breytt þínum upplýsingum

Einfaldasta leiðin til að breyta er að velja veitingastaðinn, þá kemur upp gluggi með upplýsingum um viðkomandi stað (Sjá skýringarmyndir hér að neðan).

Neðst til hægri í þeim glugga eru 3 punktar. Velur þá og þar er „edit“. Þá er hægt að breyta upplýsingum um þjónustu.

Muna svo að vista.

Þjónustukort veitingahúsa

Þjónustukort veitingahúsa

Nánari upplýsingar í síma 570 0570 eða á netfangið [email protected]

Mynd: skjáskot af þjónustukorti

Lesa meira
  • Viceman kynnir nýjan liðsmann 29.03.2020
    Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar. Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu […]
  • Ivan Svanur Corvace 29.03.2020
    Ivan Svanur | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Það er óhætt að segja að Ivan sé einn allra vinalegasti barþjónn landsins. Hann hefur ekki langt að sækja það því hann er hálfur Ítali og þeir gjarnan þekktir fyrir mikla gestrisni.  Ivan hefur verið fyrirferða mikill barþjónn í barsenu Íslands á undanförnum árum. Hefur hann […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag