Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Matarmennt í sýndarveruleika og matreiðsla í þrívídd

Birting:

þann

Matarmennt í sýndarveruleika og matreiðsla í þrívídd - Þrívíddarprentað matvæli

Í eldhúsi framtíðarinnar getur þú þrívíddarprentað fagurlega löguð matvæli úr næringarríkum fiskiafgöngum sem annars færu til spillis.

Future Kitchen er ný myndbandssería gerð af Matís. Verkefnið, sem styrkt er af EIT Food, fræðir þig um þessa nýjung og fleiri fyrir framtíðareldhúsið, sem og sjálfbærni og uppruna matar og leiðir til minnkunar matarsóunar, á lifandi og raunverulegan hátt, meðal annars með sýndarveruleikaupplifun. Upplifa má í einu sýndarveruleikamyndbandinu fiskveiðar á íslenskum miðum þar sem fiskafgangar enda í þrívíddarmatarprentara.

Matarmennt í sýndarveruleika og matreiðsla í þrívídd - Þrívíddarprentað matvæli

Viktor Örn Andrésson.
Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.foodunfolded.com)

Þá má einnig í öðru myndbandi fylgjast með íslenska matreiðslumeistaranum Viktori Erni Andréssyni gera girnilegan og ljúffengan rétt úr fiskafgöngum, sem annars væru lítt fyrir augað og færu forgörðum, með notkun þrívíddarmatarprentara. Viðhorfskannanir á vegum verkefnisins framkvæmdar hérlendis af Matís og í Englandi af Cambridgeháskóla sýna fram á að áhorfendur eru afar ánægðir með þá upplifun sem sýndarveruleikaumhverfið sem menntunarleið gefur, en þrívíddargleraugu gefa besta upplifun og tilfinningu fyrir því að áhorfandinn sé sjálfur staddur í miðju myndbandinu og fylgist með framgangi mála á staðnum.

Verkefnið Future Kitchen er leitt af Matís í samstarfi við Cambridgeháskóla, EUFIC, Evrópuráð nýsköpunar á sviði matar, og framsækin evrópsk fyrirtæki, en verkefnið er stutt af EIT Food, Evrópustofnun fæðu með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni, sem starfrækt er undir EIT, Evrópustofnun um nýsköpun og tækni, á vegum Evrópusambandsins. Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.foodunfolded.com) ásamt öðrum fróðleik um framfarir tengdar mat og uppruna matar.

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við Matís

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ferskur og góður verðlaunakokteill – Sjáðu uppskriftina hér

Birting:

þann

Víkingur Thorsteinsson

Víkingur Thorsteinsson

Með fylgir flott myndbandi sem Víkingur Thorsteinsson, barþjónn á Jungle Cocktail Bar og sigurvegari Bacardi Legacy Íslands og Finnlands gerði fyrir drykkinn sinn „Pangea“.

Sjá einnig:

Vikingur sigraði í Bacardi Legacy í Finnlandi – Fer til Miami í maí

Fyrir þá sem eru heima þessa dagana og langar að hrista í ferskan og skemmtilegan kokteil, þá er uppskriftin svohljóðandi:

– 4 cl Bacardi Carta Blanca
– 3 cl sykursíróp
– 0,7 cl mangólíkjör
– 1,5 cl lime safi
– 5 mulin basillauf

Herlegheitin eru hrist saman í klaka og fyllt upp í glasið með kampavíni (mælt er með G.H. Mumms).
Kokteillinn er svo framreiddur í freyðivínsglasi og skreyttur með basil laufi.

„Pangea“ er hreinlega frábær drykkur sem mun án nokkurs vafa rata í sögubækur kokteilmenninguna.

Vídeó

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Taktu prófið! Hvað veist þú um matreiðslufagið? #2

Birting:

þann

Kræklingur

Kræklingur er? Lindýr, Skeldýr eða Snígill?

Hvað ert þú vel að þér um matreiðslufagið?

Við spyrjum lesendur veitingageirans um: Hvað veist þú um matreiðslufagið?

Kerfið sér síðan um að birta niðurstöðuna við lokaspurninguna.

#1 Filet mignon er úr?

#2 Hvað eru margir vöðvar í kálfalæri?

#3 Kræklingur er?

#4 Brunoise er?#5 Petits fours er?

#6 Undirstöðu sósa fyrir tartarsósu er?

#7 Paupiette er?

Ljúka

Niðurstaða

Share your score!
Tweet your score!

Viltu fleiri spurningar?  Smelltu þá hér.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Áhugavert

Axel hefur í nógu að snúast

Birting:

þann

Bakarinn og konditorinn Axel Þorsteinsson

Axel Þorsteinsson

Bakarinn og konditorinn Axel Þorsteinsson hefur í nógu að snúast þessa dagana, en hann hefur yfirumsjón á fjölmörgum bakaríum, kaffihúsum og veitingastöðum í sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Nú fyrir stuttu keppti Axel í eftirréttarkeppni í Kúveit og gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni með glæsibrag. Sjá keppnisfyrirkomulag hér.

Axel Þorsteinsson

Keppt var í mörgum flokkum og starfsfólk frá þeim veitingastöðum, sem Axel er með yfirumsjón á, voru einnig sigursæl

Axel Þorsteinsson

Eftirrétturinn sem að Axel keppti með

Keppt var í mörgum flokkum og starfsfólk frá þeim veitingastöðum, sem Axel er með yfirumsjón á, voru einnig sigursæl og komu 4 silfur,- og 8 bronsverðlaun í hús, glæsilegur árangur þar.

Princi opnar

Princi - Axel Þorsteinsson

19. febrúar s.l. opnaði enn einn veitingastaðurinn sem heitir Princi sem staðsettur er í verslunarmiðstöðinni Avenues í Kúveit.

Princi tekur 130 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil og yfirkokkur þar er Kurt Abrahams.

Lífið hjá Axel er ekki alltaf dans á rósum, en 6 veitingastaðir á hans vegum hafa lokað inn í sal á veitingastöðunum og er einungis boðið upp á take away afgreiðslu, vegna COVID-19 Kórónaveirunnar þar í landi. Sölutölur fyrirtækjanna hríðfellu um sjötíu prósent s.l. tvær vikur.

Princi - Axel Þorsteinsson

Þetta er níundi staðurinn sem að Axel opnar í miðausturlöndunum

„Mitt hlutverk er að sjá um veitingastaðina á vegum Bouchon Bakery, Cafe coco, Veranda og núna Princi. Ég þarf að sjá til þess að gæði séu á öllum stöðum, matseðla og hanna næstu staði sem við verðum með.

Við erum að horfa meira á Dubai, þar sem við viljum koma Princi og Bouchon betur inn eins og okkur hefur tekist í Kuwait.“

Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is

Þetta er níundi staðurinn sem að Axel opnar í miðausturlöndunum, þ.e. í Dubai, Abu Dhabi, Kúveit, Qatar og Bahrain.

Sjá fleiri greinar um Axel hér.

Mynd: úr einkasafni / Axel Þorsteinsson

Lesa meira
  • Viceman kynnir nýjan liðsmann 29.03.2020
    Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar. Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu […]
  • Ivan Svanur Corvace 29.03.2020
    Ivan Svanur | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Það er óhætt að segja að Ivan sé einn allra vinalegasti barþjónn landsins. Hann hefur ekki langt að sækja það því hann er hálfur Ítali og þeir gjarnan þekktir fyrir mikla gestrisni.  Ivan hefur verið fyrirferða mikill barþjónn í barsenu Íslands á undanförnum árum. Hefur hann […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag