Vertu memm

Frétt

Matarmarkaður Íslands í Hörpu – Helgina 7. – 8. mars

Birting:

þann

Matarmarkaður Íslands 2.-3. mars 2019

Matarmarkaður Íslands 2.-3. mars 2019
Mynd: Helga Björnsdóttir

Á Matarmarkaði Íslands í Hörpu koma saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur alls staðar að af landinu með fjölbreytta flóru matarhandverks.

Næsti markaður er í Hörpu helgina 7. – 8. mars næstkomandi.

Opunartíminn er frá kl. 11 og til kl. 17 báða daga og er ókeypis inn.

Á markaðnum er einstakt tækifæri fyrir neytendur að versla beint af framleiðandanum, fá upplýsingar beint í æð og fá að vita hvað stendur að baki vörunnar.

Einkunnarorð markaðarins eru uppruni, umhyggja og upplifun. Erfitt er að lýsa stemningunni sem myndast á matarmörkuðum, þar er smakk sögu ríkari. Þá eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að taka börnin með sér og kynna þau fyrir þessari tegund matarmenningar, gefa þeim smakk og segja þeim frá.

Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, sætt, súrt, fljótandi og fast.

Matarmarkaður Íslands

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið