Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Matarlyst opnar á Selfossi

Birting:

þann

Á meðal rétta á matseðlinum er heit grísakæfa á rúgbrauði með smjörsteiktum sveppum, beikoni, pikkluðu rauðkáli, dill og rifsberjahlaupi.

Á meðal rétta á matseðlinum er heit grísakæfa á rúgbrauði með smjörsteiktum sveppum, beikoni, pikkluðu rauðkáli, dill og rifsberjahlaupi.

Fyrir skömmu opnaði veitingastaðurinn Matarlyst á Austurvegi 35 á Selfossi. Að staðnum standa systkinin Davíð Örn Bragason og Kristín Arna Bragadóttir.

„Áherslurnar á staðnum eru kaffið og maturinn sem við erum að bjóða upp á. Þar má meðal annars finna dönsk smurbrauð, spænsk smurbrauð. Þá eru aðalréttir eins og hamborgarar og sjávarréttasalat sem dæmi. Svo eru eftirréttir og sætir bitar á boðstólnum. Barinn er svo opinn og auðvelt að finna sér eitthvað af því úrvali sem þar er að finna,“

segir Davíð Örn í samtali við dfs.is sem fjallar nánar um staðinn hér.

Mynd: Instagram / @kaffi.matarlyst

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið