Vertu memm

Frétt

Matarbúðin Nándin hlýtur Bláskelina 2020

Birting:

þann

Matarbúðin Nándin

Bláskelin 2020 afhent. F.v. Guðbjörg Lára Sigurðardóttir, Þóra Þórisdóttir, Kolbeinn Lárus Sigurðsson, og Sigurður Magnússon frá Matarbúðinni Nándinni, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigríður Mogensen, Samtökum Iðnaðarins og Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunnar.

Matarbúðin Nándin hlaut í gær Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn og prýðilegt fordæmi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti Kolbeini Lárusi Sigurðssyni hjá Matarbúðinni viðurkenninguna í beinni útsendingu á vef Umhverfisstofnunar.

Matarbúðin Nándin er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett við Austurgötu í Hafnarfirði og í Kolaportinu í Reykjavík. Markmið fjölskyldunnar er að skapa sjálfbært matvælakerfi þar sem sett er upp hringrás fyrir gler, ásamt því að selja matvöru í niðurbrjótanlegum og moltuhæfum umbúðum. Fjölskyldan leggur áherslu á að hvetja viðskiptavini og samstarfsaðila til að vinna með sér að plastlausum heimi og um leið að vekja fólk til umhugsunar um áhrif umbúða á náttúruna og framtíðina. „Í því vandasama verkefni að setja upp plastlausa matarbúð, finna og flytja inn umbúðir, þróa ferla og pakka nánast öllum vörum, er það ómetanleg hvatning að fá opinbera viðurkenningu sem þessa“, sagði Kolbeinn Lárus. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að framtak Matarbúðarinnar Nándarinnar sé sannarlega fordæmisgefandi fyrir aðrar matvöruverslanir og framleiðendur.

Kallað var eftir tilnefningum á vordögum frá almenningi um fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga eða aðra sem hafa nýtt framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Fjögurra manna dómnefnd skipuð fulltrúum frá Umhverfisstofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum iðnaðarins og Plastlausum september fór yfir tilnefningarnar og valdi verðlaunahafa.

Í úrslitahóp dómnefndar komust þrír aðilar auk Matarbúðarinnar Nándarinnar og eru það Bioplastic Skin, Krónan og Plastplan. Bioplastic Skin er verkefni sem snýr að hönnun umhverfisvænna umbúða úr dýrahúðum sem nota má til að pakka kjötvörum, Krónan hefur unnið markvisst að því að draga úr magni plasts sem fellur til í verslunum og auka endurvinnslu og Plastplan sérhæfir sig í plastendurvinnslu, hönnun og fræðslu.

„Það var mér sannur heiður að veita Bláskelina í dag og það er gaman að hvetja metnaðarfullt og framsækið fólk áfram í verkum sínum.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við þurfum skapandi lausnir eins og þær sem við höfum séð hér í dag, hugrekki og dugnað til þess að rífa okkur upp úr hjólförunum og stefna í átt að hringrásarhagkerfi. Náttúran og komandi kynslóðir munu þakka okkur fyrir það. Ég vona að Bláskelin eigi eftir að veita mörgum hvatningu og innblástur á komandi árum, en veiting hennar er ein af aðgerðum stjórnvalda til þess að draga úr plastnotkun í samfélaginu.“

Bláskelin var veitt í fyrsta skipti í fyrra og er viðurkenningunni ætlað að draga fram það sem vel er gert varðandi plastlausar lausnir og veita nýsköpun aukinn slagkraft.

Mynd: stjornarradid.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Library Bistro í Reykjanesbæ lokar tímabundið

Birting:

þann

Library Bistro í Reykjanesbæ

Í ljósi breytts ástands vegna COVID-19-faraldursins hefur veitingastaðurinn Library Bistro/bar sem staðsettur er á Park Inn by Radisson hótelinu í Reykjanesbæ verið lokaður tímabundið.

Í tilkynningu segir:

„Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að loka Library Bistro tímabundið frá og með deginum í dag. Við á Library hlökkum til að taka á móti ykkur þegar aðstæður breytast“

Mynd: facebook / Library Bistro/bar

Lesa meira

Frétt

COVID-19: Áformaðar breytingar á sóttvarnaráðstöfunum 20. október

Birting:

þann

Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem kveðið verður á um í reglugerð um takmarkanir á samkomum sem tekur gildi þriðjudaginn 20. október. Breytingarnar eru að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir leggur til. Ráðherra kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á fundi ríkisstjórnar í dag. Áfram verður kveðið á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Utan höfuðborgarsvæðisins verður gerð sú meginbreyting að nándarmörk milli einstaklinga verða aukin úr 1 metra í 2.

Eftirfarandi eru upplýsingar um helstu breytingar sem verða á sóttvarnaráðstöfunum frá og með þriðjudeginum 20. október. Upplýsingarnar eru settar fram með fyrirvara um mögulegar breytingar á útfærslu einstakra þátta í reglugerð sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu.

Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar:

 • Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar.
 • Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum.
 • Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn.
 • Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra.
 • Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra.
 • Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar.

Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar:

 • Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt.
 • Skólasund verður óheimilt.
 • Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir.
 • Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum.

Óbreyttar reglur um skólastarf

Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Hótel Geysir lokar næstu tvær vikurnar

Birting:

þann

Hótel Geysir

Í ljósi nýjustu frétta og samkvæmt tilmælum frá þríeykinu til landsmanna hefur Hótel Geysir tekið þá erfiðu ákvörðun að loka næstu tvær vikurnar eða til 22 október næstkomandi. Þetta á bæði við um hótelið sem og Geysir veitingahús.

Þjónustubyggingin er opin alla daga til að þjónusta þá sem eru í nágrenni við Hótel Geysi, Rabbabari um helgar og Geysir Glíma á virkum dögum.

Í tilkynningu segir:

„Við höfum frá stofnun fyrirtækisins tekið þá stefnu að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki og því tókum við þessa ákvörðun því eins og oft hefur komið fram þá erum við við öll almannavarnir. Við viljum grípa til aðgerða strax og leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að hindra frekari útbreiðslu. Við erum að grípa til fyrirbyggjandi varúðarráðstafana til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar sem og starfsfólks okkar.

Við erum þess líka fullviss um að þó að við höfum verið komin með skýra verkferla, aðgerðaáætlun og takmarkanir á hótelinu til þess að taka á móti þeim gestum sem að eiga hjá okkur bókað þessa daga, þá hefði upplifun gesta af hótelinu og þjónustu okkar ekki verið sú sem að við viljum geta boðið upp á og það vegur þungt hjá okkur þegar að þessi ákvörðun var tekin.

Við höfum náð að hafa samband við flest alla viðskiptavini sem eiga bókanir á þessu tímabili, engar greiðslur höfðu verið teknar fyrir þær bókanir, ef þú átt bókað á þessum tíma og hefur ekki fengið bréf frá okkur þá endilega sendu okkur línu á [email protected]

Hér er aðeins um að ræða tímabundna lokun í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Vonandi verðum við sem þjóð búin að ná betri tökum á veirunni að þessum tíma liðnum og þá getum við opna dyr okkar aftur og haldið gleðinni áfram.

Hótel Geysir leggur sitt af mörkum í þeirri von að við getum notið aftur í sveitasælunni sem allra fyrst.  Við höfum átt dásamlega mánuði með ykkur frábæru viðskiptavinir og við hlökkum til að taka á móti ykkur á ný.“

Mynd: facebook / Hótel Geysir

Lesa meira
 • Happy Hour – 50 þættir 10.10.2020
  Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég þá hugmynd að búa til hlaðvarp þar sem eg spjallaði við fólk úr veitingabransanum. Verandi málglaður maður með ástríðu fyrir því sem ég hef gert hálfa ævina þótti mér tilvalið að ná að sameina þessa tvo hluti og varð til hlaðvarpið Happy Hour með the Viceman. Ég hafði ekki […]
 • Jónas Heiðarr 05.10.2020
  Jónas Heiðarr | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bang bang! Jónas Heiðarr er barþjónn sem á síðustu árum hefur komið eins og stormsveipur inn í barsenu landsins. Hann sigraði World Class Diageo bartender of the year árið 2017 og varð barþjónn ársins á Íslandi að mati Bartenders Choice Awards árið 2019. Hann er skagamaður […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag