Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Matarauður Suðurlands opinberar tvö matarkort á rafrænu formi

Birting:

þann

360 Hotel - Selfoss

Lambaréttur á 360 hótelinu.
Veitingastaðurinn á 360 hótelinu á Selfossi er m.a. á rafræna kortinu.

Matarauður Suðurlands er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands hefur verið að vinna að síðasta árið með styrk frá Matarauði Íslands. Verkefnið fólst í því að kortleggja Matarauð Suðurlands í sambandi við matarhefðir, veitingastaði sem eru starfandi í landshlutanum og þá matvælaframleiðslu sem er á Suðurlandi.

Markaðsstofa Suðurlands bauð upp á fjórar vinnustofur um mat og vöruþróun í byrjun sumars þar sem allir þeir sem vinna með mat allt frá framleiðslu til framreiðslu var velkomið að sækja. Erindi voru frá Kristínu Maríu Sigþórsdóttur upplifunarhönnuði, Gísla Matthíasi Auðunssyni matreiðslumeistara hjá Slippnum, Bjarka Þór Sólmundssyni hjá Bragganum, Arndísi Soffíu Sigurðardóttur hjá Hótel Fljótshlíð og Svavari og Berglindi hjá Havarí. Markmið með vinnustofunum var að veita innblástur, gefa rými til samtals á milli aðila og vinna gögn til að nýta í kortlagningu Matarauðs Suðurlands.

Afurð verkefnisins eru tvö matarkort á rafrænu formi, annarsvegar kortlagning á veitingarstöðum og hinsvegar matvælaframleiðslu á Suðurlandi. Matarkortin eru lifandi, fyrirtæki breytast stöðugt þannig að uppfæra þarf kortin reglulega. Einnig voru staðir flokkaðir eins og hægt er miðað við þær upplýsingar sem voru til staðar. Ákveðið var því að vista kortin inn á kortavef Google svo að auðvelt verði að bæta við stöðum sem og taka staði út sem ekki lengur eru í rekstri. Allar ábendingar eru vel þegnar um hvað vantar inn á kortið eða hvaða staðir eru ekki lengur í rekstri/framleiðslu.

Kortlagning þessi er góður grunnur fyrir önnur verkefni sem unnin verða á Suðurlandi sem byggð er á þeim matarauði sem Suðurland hefur yfir að ráða, þar má sem dæmi nefna nýjar og eldri ferðaleiðir þar sem þemað er maturinn, markaðsverkefni ýmiskonar eða vinna með sjálfbærni og mat.

Kortin má finna á þessari slóð: Matarauður Suðurlands eða skoða þau hér að neðan:

Kort af veitingastöðum á Suðurlandi:

Kort af matvælaframleiðendum á Suðurlandi:

Mynd: 360hotel.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Einn besti matreiðslumaður á Íslandi gefur út matreiðslubók – Sjáðu sýnishorn úr bókinni hér

Birting:

þann

Matreiðslubókin Sumac - Þráinn Freyr Vigfússon

Þráinn Freyr Vigfússon

Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins um árabil og nú lítur matreiðslubók staðarins dagsins ljós. Áhersla er lögð á ferskt og gott hráefni sem matreitt er undir áhrifum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku.

Eldur, framandi krydd, fjölbreytileiki og hollar og girnilegar nýjungar eru meginstef bókarinnar sem inniheldur fleiri en hundrað uppskriftir sem prýtt hafa matseðil Sumac.

Höfundur bókarinnar, matreiðslumeistarinn Þráinn Freyr Vigfússon, ólst upp á Sauðárkróki. Hann hóf ungur störf við uppvask á sumarhóteli föður síns og heillaðist samstundis af hasarnum og spennunni í eldhúsinu.

Þráinn hefur starfað á mörgum virtum veitingastöðum á Íslandi og erlendis. Hann opnaði veitingastaðina Sumac og ÓX árið 2017. Þráinn hefur verið valinn kokkur ársins hérlendis, keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or og verið meðlimur og þjálfari kokkalandsliðs Íslands.

Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Bókina er hægt að kaupa í gegnum heimasíðuna Sumac.is.

Fleiri fréttir um Þráinn hér.

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Árið er 1954 – Með nýjum lögum skipa Borgarlæknir, Lögfræðingur Félagsmálaráðuneytis og Veitingamaður, nefnd um vínveitingaleyfi

Með nýjum lögum skipa Borgarlæknir, Lögfræðingur Félagsmálaráðuneytis og Veitingamaður, nefnd um vínveitingaleyfi

Birting:

þann

Með nýjum lögum skipa Borgarlæknir, Lögfræðingur Félagsmálaráðuneytis og Veitingamaður, nefnd um vínveitingaleyfi - Árið 1954

Mynd: timarit.is / Morgunblaðið, árið 1954.

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Bókin BAKAÐ með Elenoru Rós er uppseld – Væntanleg aftur í sölu 10. desember

Birting:

þann

BAKAÐ með Elenoru Rós

Elenora Rós Georgesdóttir starfar sem bakaranemi í Bláa Lóninu, en áður starfaði hún hjá Brauð & co.

Elenora Rós Georgesdóttir bakaranmemi á Bláa Lóninu hefur tekið saman sínar uppáhalds uppskriftir sem spanna allt frá einföldum súrdeigsbakstri til gómsætra súkkulaðivafninga og allt þar á milli og útkoman er glæsileg bók.

Bókin inniheldur einnig ítarlega kennslu í súrdeigsbrauðgerð og öll þau helstu trix sem þarf að kunna til að baksturinn heppnist sem best.

Bókin er uppseld hjá útgefanda, en er væntanleg aftur í sölu 10. desember n.k. og hægt er að kaupa hana í forsölu hér.

Elenora vinnur við bakstur í Bláa Lóninu og hefur haldið úti vinsælu instagram síðunni Bakaranora um nokkurt skeið.

„Uppskriftirnar í bókinni eru margar hverjar mjög persónulegar og um leið uppáhalds. Þær eru fjölbreyttar og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Njótið vel!“

segir Elenora Rós, en bókin er innbundin og 160 bls.

Mynd: edda.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag