Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Margra vikna biðlisti eftir borði – Marokkóskur matur af allra bestu gerð

Birting:

þann

Jaouad Hbib

Jaouad Hbib

„Já, af hverju ekki. Ég er ævintýragjarn. Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“

Sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu, en Jaouad hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.

Hann byrjar að undirbúa kvöldið fyrir hádegi.

„Marokkóskur matur er hægeldaður. Það á aldrei að vera stress í eldhúsinu og það á að elda eftir hjartanu.“

segir Jaouad í samtali við Landann á RÚV, en innslagið í heild sinni er hægt að sjá með því að smella hér.

„Auðvitað tók þetta tíma. Fólk var ekki alveg að kaupa þetta: „Marokkóskur veitingastaður hérna þrjátíu kílómetra frá heimsskautssbaug. Hvað ertu að pæla? Síðan síðustu tvö ár hefur verið margra vikna biðlisti eftir borði þannig að þetta hefur spurst rosalega vel út, – enda er hann frábær kokkur.“

Segir Hálfdán.

Mynd: skjáskot úr þætti.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Eyþór kokkur opnar heimasíðuna eythorkokkur.is

Birting:

þann

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Nú hefur Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari opnað nýja heimasíðu sem nálgast má á vefslóðinni www.eythorkokkur.is

Þar má finna allar uppskriftirnar hans Eyþórs, en með þessari uppskriftasíðu vill Eyþór deila með íslenskum áhuga- og ástríðukokkum reynslu sinni og uppskriftum og gefa til baka af sinni einstöku hógværð.

Eyþór Rúnarsson starfar nú sem yfirkokkur á Múlakaffi.

Um Eyþór

(Af heimasíðunni eythorkokkur.is)
Eyþór Rúnarsson er fæddur og uppalinn í Suður-Þingeyjarsýslu, um 10 km frá Húsavík, umvafinn íslenskri náttúru, þaðan sem hann hefur ávallt sótt innblástur í störf sín og ástríðan á matargerð kviknaði snemma.

„Ég fór til námsráðgjafa þegar ég var 13 ára og spurði hann einfaldlega hvaða námsbrautir innihéldu minnstu stærðfræðina. Hann benti mér á kokkanámið og þá var ekki aftur snúið. Ég varð heltekinn af hugmyndinni og fór á matreiðslubraut Verkmenntaskólans á Akureyri þegar ég varð 16 ára. Hóf störf í eldhúsi 18 ára gamall og hef ekki litið til baka síðan“.

Ferill Eyþórs hefur verið samfelld sigurganga og hefur hann um langt skeið verið einn af fremstu matreiðslumeisturum okkar landsmanna.

„Ég útskrifaðist vorið 2002 og hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa við fagið mitt frá mjög fjölbreyttum hliðum, hvort sem um er að ræða störfin með landsliðinu, spennandi sjónvarpsþáttagerð eða samstarfsverkefni við fremstu veitingastaði landsins.

Ég tel mig vera afar heppinn. Ég hef fengið að starfa við mína helstu ástríðu og fengið að kynnast mögnuðum fagmönnum og eins fengið að njóta þess að viðskiptavinir mínir hafa fylgt mér á milli staða og haldið tryggð við mína eldamennsku. Fyrir það er ég þakklátur og þess vegna vildi ég koma þessari uppskriftasíðu á koppinn“.

Kíkið á heimasíðu Eyþórs hér: www.eythorkokkur.is

Mynd: eythorkokkur.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingakóngurinn Eyþór Mar Halldórsson yfirheyrður

Birting:

þann

Eyþór Mar Halldórsson

Eyþór Mar Halldórsson

Gestur að þessu sinni í Kokkaflakkinu er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari. Eyþór er frá Húsavík eins og svo margir aðrir góðir kokkar. Hann á og rekur þrjá veitingastaði í Reykjavík sem allir ganga mjög vel og hefur komið að opnun fjölda annarra.

Í þættinum er rætt um ferilinn hans hingað til og hvernig hann komst þangað sem hann er kominn í dag.

Eins og endranær er farið út um víðan völl og meira að segja er rætt um jafnréttismál í veitingabransanum í dag. Mjög skemmtilegt spjall, enda Eyþór mjög skemmtilegur náungi.

Mynd úr safni: aðsend

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Agnar ráðinn yfirkokkur Moss Restaurant – Hver er Agnar Sverrisson?

Birting:

þann

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson

Agnar Sverrisson matreiðslumaður hefur verið ráðinn sem yfirkokkur á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu. Undanfarin ár hefur Agnar starfað sem ráðgjafi í veitingadeild Bláa Lónsins við góðan orðstír.

„Við gætum ekki verið meira stoltari af því að hafa hann aftur á Íslandi hjá okkur, og hlökkum til að upplifa matreiðslu hæfileika hans.“

segir í tilkynningu.

Um Agnar Sverrisson

Hér er aðeins stiklað á stóru.  Agnar Sverrisson var eigandi að Michelin veitingastaðnum Texture við Portman Square í London, en Texture var lokað 18. mars 2020 vegna kórónufaraldursins. Texture var margsinnis valinn einn af betri veitingastöðum borgarinnar.

Agnar var einnig eigandi að veitinga- og vínstaðanna 28°-50° sem voru þá á þremur stöðum í London, en hann seldi sinn hlut til samstarfsfélaga sinn Xavier árið 2015. Agnar var eigandi að skyndibitastaðnum Dirty Burgers & Ribs sem opnaður var árið 2014 við Miklabraut.

Þeir sem höfðu mest áhrif á Agnar á námstímanum voru þeir Ragnar Wessmann, Magnús Héðinsson og Reynir Magnússon matreiðslumenn á Sögu. Að ógleymdum Auðunni Sólberg Valssyni sem var þjálfari þeirra Brynjúlfs Halldórssonar og Agnars Sverrissonar í Norræna nemakeppninni árið 1996, en þar lentu þeir í 1. sæti.

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera matreiðslumaður og byggja upp gott orðspor, en Agnar vann m.a. á pöbb ofarlega við Thames ána í London, en vann á mánudögum á Petrus hjá Gordon Ramsay. Enn stóð hann með ferðatösku, enga vinnu og ekkert húsnæði. Hákon Már Örvarsson bauð honum starf hjá Leu Linster í Luxemborg og var þar í ár. Agnar átti svo að taka við yfirkokksstöðu á nýjum stað sem Lea var að setja á fót.

„Ég fór í jólafrí til Íslands og á Þorláksmessu fékk ég símtal frá Leu þar sem hún sagði að yrði ekki af þessum stað. Ég var því enn og aftur í lausu lofti.“

sagði Agnar í samtali við veitingageirinn.is.

Atvinnumiðlun í London hafði síðan samband við Agnar um laust starf sem sous chef á veitingastað í Oxford sem fyrrverandi yfirkokkur á Manoir var eigandi af. Agnar var þá á Íslandi og voru fjölskylda og vinir kvaddir með góðu partíi og næst var förinni haldið til London.

Daginn eftir að Agnar er kominn út, þá er hringt og tilkynnt að staðurinn sé farinn á hausinn og ekkert verði af ráðningu. Á endanum bauðst Agnari starf á Manoir aux Quat’Saisons sem jr. sous chef. Ferillinn hefur legið upp á við síðan.

Fleiri fréttir af Agnari hér.

Mynd: Moss restaurant

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið