Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Majó Bakari öflugur á samfélagsmiðlunum – Nýr hópur á Facebook slær í gegn

Birting:

þann

Marínó Flóvent - Majó Bakari

Marínó Flóvent, einnig þekktur sem Majó Bakari

Marínó Flóvent, einnig þekktur sem Majó Bakari, hefur komið sér vel fyrir á samfélagsmiðlunum og heldur til að mynda úti skemmtilegri rás á youtube með yfir 500 áskrifendur.

Marínó breytti eldhúsinu sínu í lítið tökuver og hefur birt 18 myndbönd á youtube rásina sína.

Þar kennir ýmissa grasa, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, súrdeigs bakstur, einfaldar og girnilegar uppskriftir, skemmtileg kennslumyndbönd svo fátt eitt sé nefnt.

Nýr hópur á Facebook slær í gegn

Í dag var stofnaður nýr facebook hópur undir heitinu Majó Bakari og þegar þetta er skrifað þá hafa rúmlega 500 manns sótt um inngöngu í facebookhópinn.  Stórskemmtilegur hópur þar sem meðlimir deila sínum uppskriftum og geta jafnframt fengið fróðleik frá Majó Bakara.

Smellið hér til þess að gerast meðlimur.

Vídeó

Í nýjasta myndbandi Majó bakara fer hann yfir allskonar pælingar sem hafa orðið á vegi hans.

Majó kennir bakstur, súrdeigs, hvítlauks, osta snúninga

Smellið hér til að skoða rásina.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Viðtöl, örfréttir & frumraun

„Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf“

Birting:

þann

Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir - Siglufjörður

Báðar fjölskyldurnar hafa keypt sér hús á Siglufirði og ætla að búa þar áfram.
F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir

Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir fluttu til Siglufjarðar fyrri hluta árs 2018 þegar þau tóku við veitingasviðinu hjá Hannes Boy, Rauðku og Sigló Hóteli.
Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir fluttu svo í ágúst sama ár. Áður störfuðu þau öll fjögur saman hjá stórri íslenskri hótelkeðju, Íslandshótel.

Þau eru öll mjög viðkunnanlegar manneskjur sem hafa þægilega nærveru og eru mjög metnaðarfull við uppbyggingu á rekstrinum.

Hvernig kunnið þið við ykkur á Siglufirði?

“Bara geggjað” segir Bjarni, “elska það” segir Jimmy og konurnar taka undir með sínum mönnum. “Fólk hér er jákvætt, gott að búa hér með börn, fólk er ekki á bremsunni þegar komið er með nýjar hugmyndir”.

Þegar þau eru spurð um titla, er svarið:

“Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf”.

Halldóra er menntaður þjónn, sér um bókanir og samskipti við hópa, starfaði sem hótelstjóri á Fosshotel Núpum og Fosshotel Heklu, er menntaður framreiðslumaður, Bjarni er kokkur og stýrir eldhúsinu, Jimmy er þjónn og sér um daglegan rekstur “á gólfinu” og Sólrún er talnaglöggur Tálknfirðingur og sér um morgunmatinn. Vaktirnar voru oft langar hjá þeim í sumar, allt upp í 3 mánuðir án frídaga.

Smellið hér til að lesa ítarlegt viðtal við fjölskyldurnar á trolli.is.

Mynd: trolli.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Afturblik til fyrra tíma – Árið er 1837 „Öldin okkar“

Afturblik til fyrra tíma – Árið er 1837 „Öldin okkar“

Birting:

þann

Árið er 1837 "Öldin okkar"

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kokkaflakk í eyrun – Fyrsti þátturinn er kominn í loftið

Birting:

þann

Kokkaflakk - Ólafur Örn Ólafsson

Þátturinn Kokkaflakk í eyrun, hóf göngu sína í vikunni

Þátturinn Kokkaflakk í umsjá veitingamannsins Ólafs Arnar Ólafssonar er kominn á dagskrá Hljóðkirkjunnar. Kokkaflakk í eyrun er á dagskrá alla þriðjudaga og fyrsti þátturinn er kominn á veiturnar Podbean, Spotify og Apple.

Hljóðkirkjan framleiðir hlaðvarpsþætti og annað er viðkemur hljóði og mynd. Dómsdagur – mánudögum. Kokkaflakk – þriðjudögum. Draugar fortíðar – miðvikudögum. STVF – fimmtudögum. Besta platan – föstudögum.

„Já krakkar mínir, nú þurfið þið ekki lengur að horfa á sjónvarpið alltaf bara! Nú getið þið hlustað á MIG tala við allskonar fólk um mat og allskonar annað, í staðinn.“

Segir Ólafur í tilkynningu, en hann er framreiðslumeistari að mennt og hefur t.a.m. verið öflugur með þættina Kokkaflakk sem sýnt hafa verið í Sjónvarpi Símans, sem nú fara af stað í hlaðvarpsformi.

Kokkaflakk - Ólafur Örn Ólafsson

Ólafur Örn Ólafsson

Kokkaflakk hefur notið mikilla vinsælda eins og áður sagði sem sjónvarpsþáttur hjá Sjónvarpi Símans.  Í þáttunum heimsótti Ólafur íslenska matreiðslumeistara sem störfuðu erlendis, forvitnaðist um matargerð þeirra og lífi og upplifði borgina sem þeir bjuggu í frá sjónarhóli þeirra. Ólafur ferðaðist til Osló, Berlín, Ghent, New York og París.

„Og ekki nóg með það, heldur þegar þið eruð búin að hlusta á mig þá getið þið hlustað á allt gúmmelaðið sem Hljóðkirkjan er með á sínum snærum. Dómsdagur, Draugar fortíðar, Snæbjörn talar við fólk og Besta platan.  S/O á Baldur Ragnarsson fyrir að vera snillingur og koma Þættinum svona fallegum í loftið. Að horfa á sjónvarp er fyrir lúða, hlustaðu frekar á Hlaðvarp“

segir Ólafur, en fyrsti gestur hans er Sonja Grant sem er vel kunnug lesendum veitingageirans, en hún veit allt sem hægt er að vita um kaffi og þá sérstaklega gæðakaffi, því hún hefur helgað líf sitt kaffi undanfarin rúm 20 ár.

Hún hefur stjórnað vinsælustu kaffihúsum á Íslandi og tekið þátt í að leiða byltingu gæðakaffis á Íslandi. Sonja er líka leiðandi í alþjóðlegu samstarfi kaffifólks, haldið Íslandsmót í kaffidrykkjum og heldur námskeið um kaffi í húsakynnum kaffibrennslunnar sinnar, Kaffibrugghússins.

Sonju finnst ekki leiðinlegt að tala um kaffi og gerir það af mikilli þekkingu.

Þáttinn er hægt að hlusta í heild sinni hér.

Myndir: facebook / Kokkaflakk

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag