Vertu memm

Uppskriftir

Lúxus lasagna með parmesan bechamel sósu – Snorri: „Þetta lasagna er með því betra sem ég fæ“

Birting:

þann

Lúxus lasagna með parmesan bechamel sósu

Það er fátt betri comfort matur en ilmandi heimalagað lasagna með helling af bræddum osti.

Þetta lasagna er algjör lúxus með nautahakki, Ítalskri Salsiccia pylsu, San Marzano tómötum og glæpsamlega miklum parmesan osti. Slær alltaf í gegn!

Það skiptir rosalega miklu máli að nota góðar pastaplötur þegar maður gerir lasagna en mér þykir þær frá Filotea mjög góðar eða þá fersku plöturnar frá Rana.

Fyrir 4-5:
Nautahakk, 500 g
Salsiccia pylsur, 300 g / Tariello. Fást frosnar í Hagkaup, Krónunni og Melabúðinni
Lasagna plötur, Eftir þörfum / Ég notaði plöturnar frá Filotea, Fást í Hagkaup
Laukur, 1 stk
Sellerí, 30 g
Hvítlauksrif, 3 stk
Tómatpúrra, 2 msk
Hvítvín, 150 ml
San Marzano tómatar, 2 dósir / Má nota venjulega líka
Nautakraftur, 1 teningur
Ítalskt krydd, 1,5 msk / Kryddhúsið
Nýmjólk, 600 ml
Hveiti, 4 msk
Smjör, 60 g
Múskat, 2 ml
Parmesan eða Pecorino ostur, 50 g + meira til hliðar.
Pizzaostur, 100 g

Aðferð:

 1. Saxið lauk og sellerí mjög smátt. Takið utan af salsiccia pylsunum og stappið kjötið með gaffli.
 2. Hitið olíu á pönnu eða í steypujárnspotti steikið nautakjöt og kjötið úr salsiccia pylsunum þar til það er nánast fulleldað. Þetta er best að gera í 2-3 skömmtum svo kjötið steikist sem best. Setjið á disk til hliðar og geymið.
 3. Bætið við ögn af olíu í pottinn ef þarf og steikið lauk og sellerí þar til laukurinn er glær og farinn að mýkjast. Pressið 3 hvítlauksrif saman við og steikið áfram í smástund.
 4. Bætið tómatpúrru út í pottinn og steikið í nokkrar mín. Bætið hvítvíni út í pottinn og látið sjóða niður í smástund.
 5. Bætið kjötinu út í pottinn ásamt nautatening, ítölsku kryddi og 1 tsk salti. Bætið tómötum út í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni en kremjið tómatana með höndunum. Lækkið hitann svo það rétt kraumi í pottinum og látið malla undi loki í um 1.5-2 klst. Smakkið til með salti. Látið malla án loks síðasta hálftímann eða þar til kjötsósan þykkist hæfilega.
 6. Rífið parmesan eða Pecorino ost. Bræðið smjör í potti og pískið svo 4 msk af hveiti saman við. Eldið hveitibolluna í 2-3 mín en hrærið stanslaust í svo ekkert brenni við.
 7. Bætið mjólk út í pottinn í nokkrum skömmtum en hrærið vel í á milli svo sósan sé kekkjalaus. Bætið múskat út í og látið sósuna hitna og þykkna þar til hún er álíka þykk og ab-mjólk. Hrærið rifnum Parmesan eða Pecorino osti saman við og smakkið til með salti og pipar. Ef sósan þykkist of mikið má bæta við ögn af vatni og hræra vel.
 8. Sjóðið lasagna plötur eftir leiðbeiningu á umbúðum ef þarf. Ég notaði 4 stórar lasagna plötur frá Filotea þar sem þær passa fullkomlega í formið mitt en notið ykkar uppáhalds plötur í því magni sem hentar ykkar formi. Athugið að eldunartíminn er lengri ef notaðar eru plötur sem þarf ekki að sjóða.
 9. Forhitið ofn í 180°C.
 10. Dreifið smá sósu í botninn á eldföstu móti og setjið lasagna plötu/r yfir. Dreifið 1/3 af kjötsósunni yfir og því næst 1/4 af parmesan bechamel sósunni og setjið svo lasagna plötu yfir. Endurtakið 2 sinnum svo þið séuð með 3 lög af kjöti og 4 lög af lasagna plötum. Dreifið restinni af parmesan bechamel sósunni yfir síðustu lasagna plötuna og dreifið pizza osti yfir.
 11. Hyljið mótið með álpappír og bakið í 20 mín. Fjarlægið álpappírinn og bakið í 10-15 mín til viðbótar eða þar til osturinn er bráðnaður og efsta lagið er orðið fallega gyllt og girnilegt. Athugið að ef notaðar eru lasagna plötur sem þarf ekki að sjóða er eldunartíminn 50-60 mín undir álpappír og svo 10-15 mín án.
 12. Látið lasagna standa í 20 mín undir álpappír áður en maturinn er borinn fram, en þá helst það mun betur saman á disknum.

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Kjúklingasalat með grænum aspars og eplum

Birting:

þann

Kjúklingasalat

Hráefni:
600 gr steiktur kældur kjúklingur í bitum -beinlaus
4 stykki soðinn grænn aspars í bitum eða 1 dós niðursoðinn
1 grænt epli afhýtt og skorið í litla bita
1 stk rauðlaukur fínsaxaður
2 stk harðsoðin söxuð egg
1 rauð paprika fínsöxuð
1 græn paprika fínsöxuð
1 tsk madras karrý
1 tsk paprikuduft
2 msk agave síróp
250 ml sýrður 18% rjómi
250 ml majonnaise
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:
Öllu blandað vel saman og látið „taka sig“ í kæli í 2-3 tíma.  Framreitt með góðu salati og nýbökuðu brauði.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Buffalo kjúklingalundir

Birting:

þann

Buffalo kjúklingalundir

Buffalo kjúklingalundir

Fyrir 4

8 stk kjúklingalundir
panko raspur
3 msk olía fyrir mareneringu
1 dl olía til að pensla
2 egg
2 dl AB mjólk
3 msk hveiti
2 msk papriku krydd
1 tsk hvítlauks krydd
1/2 tsk chillipipar
1 tsk púðursykur
1/2 stk salt

Buffalosósa

4 dl Frank‘s RedHot wings sós
4 msk púðursykur
1/2 dl Hvítvínsedik

Gráðostasósa

100 gr sýrður rjómi
4 msk mæjónes
4 msk gráðostur
1 msk Hvítvínsedik
½ tsk Tzatziki kryddhúsið
pipar
1tsk Limesafi

Aðferð

Kjúklingalundirnar settar í skál, olíunni hellt yfir og kryddinu blandað saman við ásamt púðursykrinum og látið standa, síðan er hveitinu blandað saman við.

Eggin pískuð og AB mjólkin sett út í, kjúklingabitunum dýft í blönduna-velt upp úr raspinum síðan raðað í ofnskúffu og penslað með olíu bakað á 200 til 220 gráðum í ca. 20 mín.

Buffalosósan, púðursykur og hvítvínsedik sett saman í pott og brætt saman.

Gráðostasósa: öll innihaldsefni sett saman í skál og smakkað til.

Gott er að bjóða upp á sellery til að dippa í með Buffalokjúklingnum.

Verði ykkur að góðu

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.

Instagram: @EddiKokkur

Lesa meira

Uppskriftir

Kókosostakaka með ástríðuávaxtasósu

Birting:

þann

Kókosostakaka með ástríðuávaxtasósu

Kókosostakaka með ástríðuávaxtasósu

Botn

400 gr hafrakex

50 gr smjör

Myljið kexið fínt og blandið saman við brætt smjörið. Þrýstið kexblöndunni í form og kælið á meðan þið gerið fyllinguna.

Mér finnst best að nota smelluform og setja bökunarpappír í botninn, þá er auðveldast að ná kökunni úr.

Kókosostakaka

7 gr matarlím

500 gr kókosrjómi

150 gr flórsykur

400 gr rjómaostur

250 gr rjómi

1 tsk vanilla

Matarlímið er lagt í bleyti. Setjið rjómaost í hrærivélaskál og mýkið hann aðeins upp. Bætið síðan við flórsykri, kókosrjóma og vanillu. Takið matarlímið uppúr vatninu og setjið í lítinn pott og bræðið það. Þetta tekur nokkrar sekúndur og má alls ekki brenna. Blandið bræddu matarlíminu svo saman við rjómaostablönduna.

Þeytið rjómann og blandið rjómaostablöndunni varlega saman við með sleif.

Setjið í form ofan á kexbotninn og kælið yfir nótt.

Kókos mulningur

50 gr hveiti

50 gr sykur

60 gr smjör

60 gr kókosflögur

Setjið hveiti, sykur og smjör í skál og blandið vel saman með höndunum.

Dreifið á bökunarplötu og bakið við 180° þar til blandan verður gullinbrún.

Bakið einnig kókosflögurnar á sér bakka því þær taka aðeins nokkrar mínútur.

Blandið síðan öllu saman.

Passion sósa

3 stk passion

100 gr sykur

Safi úr 1/2 lime

Allt sett saman í lítinn pott og fengin upp suða.

Kakan er síðan sett á disk þegar hún er orðin stíf. Síðan fer sósan og kókos mulningurinn ofan á.

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, matreiðslumeistari

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, matreiðslumeistari

Höfundur er Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, matreiðslumeistari.

Instagram: @erlathorabergmann

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag