Vertu memm

Markaðurinn

Loksins hágæða mezcal og meira að segja með Íslandstengingu

Birting:

þann

Lost Explorer mezcal

The Lost Explorer mezcal kom á markað á hinu blessaða ári 2020, hefur sópað að sér verðlaunum og er mest verðlaunaða mezcalið árið 2021.

Íslandstenging

Lost Explorer mezcal

Björgólfur Thor Guðmundsson

Lost Explorer Mezcal kom á markað í fyrra og hefur tengingu við Ísland en annar stofnenda er Björgólfur Thor Guðmundsson sem ásamt David de Rothschild vildu gera drykk sem væri eins umhverfisvænn og völ er á.

Það er því viðeigandi að Ísland sé fjórða landið þar sem Lost Explorer er fáanlegt en hin löndin eru Mexíkó, Bandaríkin og Bretland. Mezcal og tequila sprenging hefur verið síðustu ár og mezcal er mest vaxandi flokkur sterkra vína í heiminum í dag. Það eru því spennandi tímar framundan.

Einstakt handbragð

Lost Explorer mezcal

Don Fortino Ramos

The Lost Explorer Mezcal er handunnið áfengi, gert úr 100% agaveplöntum sem eru ræktaðar í hinum sólríku dölum Valles Centrales í Oaxaca í Mexíkó. David de Rothschild og Björgólfur Thor Björgólfsson stofnuðu fyrirtækið í sameiningu með það að markmiði að búa til vöru sem hvetur fólk til að kanna og meta umhverfi sitt og láta gott af sér leiða. Þeir eru í samstarfi við Don Fortino Ramos, meistara í mezcalgerð.

The Lost Explorer Mezcal gagnast samfélaginu í Oaxaca þar sem mezcalið er framleitt, ásamt því að varðveita lífríki þessa landsvæðis. Við stofnun fyrirtækisins var þessa gætt: að mezcalgerðarmeistarinn ætti hlut í fyrirtækinu, verndun regnvatns, notkun endurunnins viðar, þrjár plöntur eru gróðursettar fyrir hverja agave sem er bruggað úr, agaveúrgangurinn er notaður í áburð og sólarsellur settar upp til að framleiða orku fyrir vélbúnað og upphitun á vatni.

Þrjár tegundir

The Lost Explorer býður upp á þrjár tegundir, hverja með sín sérkenni – Espadín, Tobalá og Salmiana – sem vekja forvitni um hin fjölbreyttu og undursamlegu afbrigði hinnar helgu agave plöntu. Þessar tegundir heita eftir agave plöntunum sem þær eru framleiddar úr en þessar hægvaxandi plöntur þurfa mislangan tíma til að blómstra. Það er alger opinberun að bragða á mezcal.

Við hvern sopa vaknar löngun til að fræðast um söguna bak við hverja af hinum rómuðu tegundum agave og ferð hennar frá hrjóstrugum vaxtarstað í Mexíkó yfir í áfengi sem hefur dýpt og karakter. Mescalið er eimað í skraufþurrum dölum Oaxaca. Það er handgert í litlum skömmtum af mezcalgerðarmeistaranum Don Fortino Ramos sem hefur unnið til verðlauna og viðurkenningar á alþjóðavettvangi, ásamt dóttur sinni, Xitlali, og fjölskyldu.

Verð:

Lost Explorer Espadín 14.999kr

Lost Explorer Tobalá 25.990kr

Lost Explorer Salmiana 32.990kr

Sjálfbærni í framleiðslu

The Lost Explorer hefur helgað sig sjálfbærri framleiðslu á afar vönduðu, handgerðu hágæðamezcal til hagsbóta fyrir samfélagið sem framleiðir það og virðir hið forna handverk jafnframt því að varðveita lífríki héraðsins. Aðeins eru notaðar fullþroskaðar agaveplöntur, hver tegund er handskorin, ein planta í einu, nákvæmlega þegar hún er fullþroskuð og pinjurnar, (piña þýðir ananas, öðru nafni agavehjörtun,) eru síðan soðnar í opnum strýtulöguðum jarðofnum (gryfjum) sem kyntir eru með endurunnum við.

Eftir að vera mulið og maukað og síðan látið gerjast í opnum viðarámum er agaveð eimað tvisvar í sérstökum eimingartækjum úr kopar, svokölluðum “alembic” til að ná fram eins tærum og fáguðum keim og kostur er.

Þessar einstöku tegundir mezkals bjóðast í glerflöskum sem eru gerðar í Mexikó úr endurunnum kristalbrotum, handmerktar og lokað með náttúrulegum korki og loks innsiglaðar með náttúrulegu vistvænu býflugnavaxi. The Lost Explorer mezcal er í samstarfi við alþjóðlegu samtökin Voice for Nature sem er mikil viðurkenning.

Spennandi kokteilar úr Lost Explorer mezcal

FORVITNA MARGARÍTAN

Lost Explorer mezcal

Margaríta

45ml Lost Explorer Espadín

15ml Ancho Verde eða Giffard Piment D´Espelette (Chili)

20ml Agave sýróp

30ml safi úr límónu

Skreytt með Tajín kryddi og jalapenó stöngli

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í hristara með klökum og hristið vel.

Síið í lágt glas með klökum sem er skreytt með Tajín

og setjið jalapenó stöngul ofan í. Aldrei líta tilbaka.

JARÐBUNDINN NEGRONI

Lost Explorer mezcal

Negroni

30ml Lost Explorer Espadín

15ml Campari

15ml Cynar

30ml Belsazar Red

2 dropar bitter af svartri sítrónu

Brunnin appelsínuolía og appelsínusneið

Aðferð:

Hrærið öll hráefnin saman með klaka.

Síið í lágt glas með einum stórum klaka.

Skreytið með appelsínusneið og nokkrum dropum af brenndri appelsínuolíu.

Bragð til að venjast, þessi er kominn til að vera.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið