Vertu memm

Markaðurinn

Loksins hágæða mezcal og meira að segja með Íslandstengingu

Birting:

þann

Lost Explorer mezcal

The Lost Explorer mezcal kom á markað á hinu blessaða ári 2020, hefur sópað að sér verðlaunum og er mest verðlaunaða mezcalið árið 2021.

Íslandstenging

Lost Explorer mezcal

Björgólfur Thor Guðmundsson

Lost Explorer Mezcal kom á markað í fyrra og hefur tengingu við Ísland en annar stofnenda er Björgólfur Thor Guðmundsson sem ásamt David de Rothschild vildu gera drykk sem væri eins umhverfisvænn og völ er á.

Það er því viðeigandi að Ísland sé fjórða landið þar sem Lost Explorer er fáanlegt en hin löndin eru Mexíkó, Bandaríkin og Bretland. Mezcal og tequila sprenging hefur verið síðustu ár og mezcal er mest vaxandi flokkur sterkra vína í heiminum í dag. Það eru því spennandi tímar framundan.

Einstakt handbragð

Lost Explorer mezcal

Don Fortino Ramos

The Lost Explorer Mezcal er handunnið áfengi, gert úr 100% agaveplöntum sem eru ræktaðar í hinum sólríku dölum Valles Centrales í Oaxaca í Mexíkó. David de Rothschild og Björgólfur Thor Björgólfsson stofnuðu fyrirtækið í sameiningu með það að markmiði að búa til vöru sem hvetur fólk til að kanna og meta umhverfi sitt og láta gott af sér leiða. Þeir eru í samstarfi við Don Fortino Ramos, meistara í mezcalgerð.

The Lost Explorer Mezcal gagnast samfélaginu í Oaxaca þar sem mezcalið er framleitt, ásamt því að varðveita lífríki þessa landsvæðis. Við stofnun fyrirtækisins var þessa gætt: að mezcalgerðarmeistarinn ætti hlut í fyrirtækinu, verndun regnvatns, notkun endurunnins viðar, þrjár plöntur eru gróðursettar fyrir hverja agave sem er bruggað úr, agaveúrgangurinn er notaður í áburð og sólarsellur settar upp til að framleiða orku fyrir vélbúnað og upphitun á vatni.

Þrjár tegundir

The Lost Explorer býður upp á þrjár tegundir, hverja með sín sérkenni – Espadín, Tobalá og Salmiana – sem vekja forvitni um hin fjölbreyttu og undursamlegu afbrigði hinnar helgu agave plöntu. Þessar tegundir heita eftir agave plöntunum sem þær eru framleiddar úr en þessar hægvaxandi plöntur þurfa mislangan tíma til að blómstra. Það er alger opinberun að bragða á mezcal.

Við hvern sopa vaknar löngun til að fræðast um söguna bak við hverja af hinum rómuðu tegundum agave og ferð hennar frá hrjóstrugum vaxtarstað í Mexíkó yfir í áfengi sem hefur dýpt og karakter. Mescalið er eimað í skraufþurrum dölum Oaxaca. Það er handgert í litlum skömmtum af mezcalgerðarmeistaranum Don Fortino Ramos sem hefur unnið til verðlauna og viðurkenningar á alþjóðavettvangi, ásamt dóttur sinni, Xitlali, og fjölskyldu.

Verð:

Lost Explorer Espadín 14.999kr

Lost Explorer Tobalá 25.990kr

Lost Explorer Salmiana 32.990kr

Sjálfbærni í framleiðslu

The Lost Explorer hefur helgað sig sjálfbærri framleiðslu á afar vönduðu, handgerðu hágæðamezcal til hagsbóta fyrir samfélagið sem framleiðir það og virðir hið forna handverk jafnframt því að varðveita lífríki héraðsins. Aðeins eru notaðar fullþroskaðar agaveplöntur, hver tegund er handskorin, ein planta í einu, nákvæmlega þegar hún er fullþroskuð og pinjurnar, (piña þýðir ananas, öðru nafni agavehjörtun,) eru síðan soðnar í opnum strýtulöguðum jarðofnum (gryfjum) sem kyntir eru með endurunnum við.

Eftir að vera mulið og maukað og síðan látið gerjast í opnum viðarámum er agaveð eimað tvisvar í sérstökum eimingartækjum úr kopar, svokölluðum “alembic” til að ná fram eins tærum og fáguðum keim og kostur er.

Þessar einstöku tegundir mezkals bjóðast í glerflöskum sem eru gerðar í Mexikó úr endurunnum kristalbrotum, handmerktar og lokað með náttúrulegum korki og loks innsiglaðar með náttúrulegu vistvænu býflugnavaxi. The Lost Explorer mezcal er í samstarfi við alþjóðlegu samtökin Voice for Nature sem er mikil viðurkenning.

Spennandi kokteilar úr Lost Explorer mezcal

FORVITNA MARGARÍTAN

Lost Explorer mezcal

Margaríta

45ml Lost Explorer Espadín

15ml Ancho Verde eða Giffard Piment D´Espelette (Chili)

20ml Agave sýróp

30ml safi úr límónu

Skreytt með Tajín kryddi og jalapenó stöngli

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í hristara með klökum og hristið vel.

Síið í lágt glas með klökum sem er skreytt með Tajín

og setjið jalapenó stöngul ofan í. Aldrei líta tilbaka.

JARÐBUNDINN NEGRONI

Lost Explorer mezcal

Negroni

30ml Lost Explorer Espadín

15ml Campari

15ml Cynar

30ml Belsazar Red

2 dropar bitter af svartri sítrónu

Brunnin appelsínuolía og appelsínusneið

Aðferð:

Hrærið öll hráefnin saman með klaka.

Síið í lágt glas með einum stórum klaka.

Skreytið með appelsínusneið og nokkrum dropum af brenndri appelsínuolíu.

Bragð til að venjast, þessi er kominn til að vera.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Markaðurinn

Óska eftir matreiðslumanni á nýjan veitingastað og kaffihús

Birting:

þann

Jóhannes Felixson bakarameistari, betur þekktur sem Jói Fel

Jói Fel

Óska eftir matreiðslumanni á nýjan veitingastað og kaffihús, sem staðsett er í Listhúsinu í Laugardal.

Opnum fljótlega eftir áramót.

Æskilegt að hafa áhuga á ítölskum mat, pizzum og bakstri.

Áhugasamir hafið samband á netfangið [email protected]

Lesa meira

Markaðurinn

Skipuleggjendur Bartender Choice Awards á Íslandi 14. desember

Birting:

þann

Bartender Choice Awards

Norðurlandakeppnin Bartender Choice Awards verður haldin í Stokkhólmi 23. janúar 2022.

Ísland verður í þriðja skiptið í röð í þessari keppni og munu skipuleggjendur keppninnar koma hingað til Íslands 14. desember n.k. með viðburð á Kokteilbarnum í samstarfi við Jack Daniels til að tilkynna hverjir verða tilnefndir í ár.

En þessa daganna er dómnefnd, sem samanstendur af breiðum fjölda barþjóna hér á landi, að tilnefna þá sem þeim finnst eiga að vera tilnefndir í fjölda flokka. Meðal annars besti barinn, besti barþjónninn, besti kokteilseðilinn, besti kokteillinn, bestu framþróunaraðilar bransans og fleiri flokka bæði innlendir og erlendir.

Takið dagana frá:

14. desember – Nomination Tour – Kokteilbarinn – Reykjavík

23. janúar – Gala dinner – Grand hotel – Stokkhólmi

Fyrir þá sem eru að spá að kíkja til Stokkhólms, þá er bent á að Icelandair er með BlackFriday tilboð til morguns 2. desember.

Fyrst þetta er bransaviðburður erlendis þá er líklegt að starfsmannasjóðar stéttarfélaganna taki þátt í kostnaði fyrir félagsmenn.

Sjá einnig:

Þessir íslendingar sigruðu í Bartender Choice Awards 2020

Lesa meira

Markaðurinn

Íslenska hráefnið á veitingahúsum styrkir greinina – Íslenskt lambakjöt verður bara betra og vinsælla!

Birting:

þann

Hafliði Halldórsson

Hafliði Halldórsson

Icelandic lamb - Logo

Markaðsverkefnið Íslenskt lambakjöt Icelandic Lamb fagnar 5 ára afmæli um áramót. Á þessum tíma hefur mikilli vinnu verið varið í farsælt samstarf með veitingahúsum. Með þá einföldu sýn að það sé beggja hagur að íslenskt lamb, sem og önnur íslensk hráefni séu í boði hjá þeim sem þjónusta erlenda gesti okkar og íslenska neytendur.

Það er flestum augljóst að hráefni úr nærumhverfinu er vænlegra til að vekja áhuga ferðamanna, hvar í heiminum sem þeir setjast niður á veitingahúsi. Við borðum þess vegna paellu í heimsóknum til Valencia, bratwurst í Þýskalandi og skolum niður með viðeigandi drykkjum.

Matur er menning og frambærileg veitingahús um leið menningarhús sem hafa sögur að segja. Ef vel tekst til, eykur það virði þjónustunnar og styrkir reksturinn.  Við megum líka vera stolt af því sem við eigum, pössum að hlúa að, og þróa íslenska matarmenningu áfram með því að nota og leita uppi íslenskrar vörur og leita innblásturs í nútímarétti úr hefðunum sem við ein eigum. Svo ég jarmi ekki bara um lamb, þá er t.d. betri saga og virði fyrir gestinn fólgin í því að tala upp villtan íslenskan þorsk og gróðurhúsagrænmetið sem erlendum gestum finnst áhugavert.

En aftur að lambinu sem á sér fastan sess í jólahaldi og á aðventunni, bændur vinna stöðugt að bættum gæðum lamba eftir evrópska kjötflokkunarkerfinu. Eru að ósk neytenda búnir að auka hlutfall vöðva á móti fitu gríðarlega á síðustu árum, sem þýðir meiri gæði og betri nýtingu. Kjötmagn lambakjöts á hverja kind hefur hækkað um 25% á síðustu árum, er hæst á Íslandi í allri Evrópu, 30% hærra en hjá þeim sem verma annað sætið. Nútíminn er löngu mættur í sveitina og öll ljós eru svo sannarlega kveikt í framþróun lambakjötsins.

Ögn um ferðamannapúls Gallup frá júlí sl. þar sem var spurt um neyslu á íslensku kjöti, fiski og mjólkurvörum. Langflestir, 67,5% sögðust hafa borðað íslenskt lamb, í 2.-4. sæti voru þorskur, skyr og lax mjög jöfn í u.þ.b. 60%. Allar þessar afurðir má flokka sem íslensk háenda hráefni, áhugavert að neysla á þeim öllum mældist u.þ.b. 10% hærri en var fyrir Covid. Bendir eindregið til breyttrar neysluhegðunar. Þekking ferðamanna á merki Icelandic Lamb eykur einnig líkur á neyslu lambs um 23%. Á árunum 2017-2019 var lamb alltaf hæst í sömu könnunum, og neysla hópsins jókst um 5% á þeim tíma. Eru íslenskt lambakjöt og aðrar íslenskar afurðir ekki örugglega á matseðli í þínu menningarhúsi?

Njótið aðventunnar með ósk um góða aðsókn og viðskipti í jólatörninni.

Ferðamannapúls Gallup sumarið 2021, svarhlutfall 97%, 2700 svör: During you visit to Iceland, did you try the following?

Ferðamannapúls Gallup sumarið 2021, svarhlutfall 97%, 2700 svör: During you visit to Iceland, did you try the following?

 

Höfundur er Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb & matreiðslumeistari

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið