Vertu memm

Keppni

Loks á áfangastað!

Birting:

þann

Alba E.H. Hough vínþjónn

Alba E.H. Hough vínþjónn

Fyrsti áfangastaðurinn var London þar sem biðið eftir tengifluginu sem átti að fara kl 22 um kvöld fór í að heimsækja Agnar á Texture og þeim tíma var vel varið.

Svo tók við langt flug með brasílska flugfélaginu TAM til Sao Paolo og þaðan yfir til Santiago.

Nokkur kunnuleg andlit voru í Sao Paolo því Danirnir voru í sama flugi og svo kom í ljós að fleiri voru þar, Serbar, Montenegro fólkið og Luxemborgarar alla vega.
Tekið var einstaklega vel á móti okkur og chílenskir vínþjónar höfðu gert hlutina með stæl: VIÐ stofa og drykkir, pappírsvinnan úr okkar höndum og flott taska með fullt af göngnum um keppnina og um vínin frá Chile var afhent hverjum og einum. Virkilega fagmannlegt.

Allar töskurnar skiluðu sér, sem var betra en á Rhodos fyrir síðustu keppni þar sem taskan hennar Ölbu skilaði sér rétt fyrir keppnina og þurfti hún að versla í hvelli til að vera virðulegur keppandi.

Það er ekki nema 5 klst munur á milli Chile og Ísland en dagurinn byrjar í alvöru eftir 3 klst núna og okkur sýnist varla vera smá gat í dagskránni, þótt það sé bara til að fá sér eina sígarettu fyrir þá sem þurfa þess!

Hótelið (W hótel) er algjör lúxus hótel og við eigum eftir að eyða mörgum klukkutímum hér í kringum keppnina. En við förum víða um land að heimsækja vínhúsin líka.

Látum betur í okkur heyra þegar líður á ferðina.

© Brandur Sigfússon/Vsí

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið