Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Listakonan AnaÏs kom í heimsókn í Hótel-, og matvælaskólann

Birting:

þann

Listakonan AnaÏs

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu fengu listakonuna AnaÏs í heimsókn nú á dögunum, en hún var stödd á Íslandi á vegum franska sendiráðsins.

Anaïs er sérleg áhugakona um hverskonar gerjun og vinnur hún með gerjun í listsköpun sinni í formi skúlptúra og ljósmynda.

Ostagerð var megin viðfangsefnið í þessari heimsókn. Hún fjallaði um gerlana kefir, matsoni og filmjölk. Hún leiddi nemendur í gegnum ferlið á gerjun á mjólk og síun svo úr verði ostur og fengu nemendur og kennarar að bragða á osti sem Anais hafði gert 3 dögum áður.

Þetta vakti mikinn áhuga og fengu allir nemendur ostagerla til að gera sína eigin osta í framtíðinni.

Listakonan AnaÏs

Myndir: mk.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nemendur & nemakeppni

Elduðu kræsingar fyrir félaga í Klúbbi Matreiðslumeistara á Norðurlandi

Birting:

þann

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) - Klúbbur Matreiðslumeistara á Norðurlandi

Nemendur leggja lokahönd á framreiðslu matarins.

Mikið var um að vera á matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í síðustu viku þegar félögum í Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi var boðið til matarveislu.  Um eldamennskunni sáu nemendurnir átta sem nú eru í þriðja bekk í matreiðslunámi í VMA. Þeir ljúka náminu í vor með sveinsprófi. Þetta er í annað skipti sem þriðji bekkur í matreiðslu er kenndur í VMA og er mikil lyftistöng fyrir matvælanámið í skólanum. Um framreiðslu sáu nokkrir nemendur í grunndeild matvæla- og ferðagreina VMA.

Fyrst og fremst var um að ræða góða æfingu matreiðslunemendanna. Tveir unnu saman að því að útbúa hvern rétt – fjórir gerðu forréttina tvo, tveir aðalréttinn og tveir eftirréttinn. Útkoman var í alla staði hin glæsilegasta. Hér má sjá myndir sem voru teknar af þessu tilefni.

Matseðill kvöldsins var sem hér segir:

Smáréttir

Laxatartar með eggjahræru og kryddjurtar jógurtdressingu á bilini.

Rauðrófu Taco með geitaostakremi, fíkjumauki, blaðlauk og stökku beikoni.

Grafin gæsabringa á rúgbrauði með reyktum Brie osti, lauksultu og bökuðum tómat.

Kjúklingalifrarparfait borin fram á bakaðri skel með sykurlöguðum trönuberjum, beikonsultu og djúpsteiktu grænkáli.

Forréttir

Túnfisk tataki með pikkluðum perlulauk og chilli, klettasalati í soja-engifer vinagrette og engifer majonesi.

Nautatartarar með sesamkexi, lótusrót, dill mæjonesi og afila grasi.

Aðalréttur

Steinbítur vafinn parmaskinku, sætkartöflupolenta, marineraðir sveppir, grænertumauk, grillaður spergill og soðgljái.

Eftirréttur

Tarte au citron, sítrónu ganache, vanilla-hjartafróar parfait , borið fram með ítölskum marengs og sætum pistasíumulningi.

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) - Klúbbur Matreiðslumeistara á Norðurlandi

Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælagreina og Benedikt Barðason , skólameistari.

Um tuttugu manns snæddu þennan ljúffenga kvöldverð; félagar í Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi, kennarar við matvælabraut VMA og Benedikt Barðason, skólameistari.  Báru gestir lof á matinn og framreiðslu nemenda. Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælagreina, sagði ánægjulegt að fá félaga í Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi í heimsókn og þakkaði hann þeim fyrir áhugann og stuðninginn við starfsemi brautarinnar.

Greindi hann frá starfseminni í vetur og undanfarin ár. Kom fram hjá honum að fjölmargir matartæknar og kjötiðnaðarmenn hefðu lokið námi í VMA. Sem endranær væru margir í grunndeildinni í vetur og núna á vorönn væri þriðji bekkurinn kenndur í matreiðslu í annað skipti. Í þrígang hefði annar bekkurinn verið kenndur. Benedikt Barðason skólameistari þakkaði matreiðslumeisturunum einnig fyrir komuna í skólann og þann velvilja sem þeir hefðu sýnt honum í gegnum tíðina. Hann sagði mikilvægi skólans fyrir svæðið væri ótvírætt og stjórnendur skólans gerðu sér fyllilega grein fyrir því og fólk tæki höndum saman um að skólastarfið gangi sem allra best.

Klúbbur matreiðslumeistara var stofnaður 1972 og er eitt af hans stærstu verkefnum að halda úti landsliði matreiðslumanna, sem nýverið gerði góða ferð á Ólympíuleikana í Stuttgart í Þýskalandi. Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi var hins vegar settur á stofn árið 2010. Í honum eru matreiðslumenn af bæði Norðaustur- og Norðvesturlandi. Klúbbfélagar hittast að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og bera saman bækur sínar, spjalla saman yfir kaffibolla, hlýða á fyrirlesara, fá vörukynningar o.fl.

Myndir: vma.is

Lesa meira

Keppni

Íslenskur keppandi keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu

Birting:

þann

Anton Elí Ingason

Anton Elí Ingason

Í næstu viku, 28 jan – 2 feb, fara fram Ólympíuleikar ungkokka í Indlandi og mun Ísland eiga keppanda þar. Alls taka 32 þjóðir þátt í keppninni hvaðanæva frá í heiminum. Síðast þegar Ísland keppti hreppti Ísland 6. sætið. Til mikils er að vinna, því verðlaunafé fyrir sigur í þessari sterku keppni er 1,2 milljónir.

Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Ísland keppa í Deli, Goa og Kolkata.

Er þetta í annað sinn sem að ísland tekur þátt.

Sjá einnig: Frábær frammistaða Ásdísar í stærstu ungkokka keppni á Indlandi

Keppandinn sem um ræðir heitir Anton Elí Ingason og er frá Akranesi. Hann hefur verið aðstoðarmaður í Boucus O´dor þegar Bjarni Siguróli keppti fyrir Íslands hönd. Einnig hefur Anton starfað á sumum af bestu veitingahúsum Íslands eins og Nostra.

Peru eftirrétturinn

Peru eftirrétturinn

Anton hefur æft stíft fyrir keppnina í Hótel og matvælaskólanum undanfarnar vikur. Í æfingunum skiptir tímasetning öllu segir Anton, því keppendum er úthlutað tíma í verkefnin, aðeins 1 og hálfur tími á hverjum keppnisdegi og eru verkefnin mjög margbreytileg. Allt frá úrbeiningu á kjúklingi og elda aðalrétt úr honum yfir í bakstur á perueftirrétti eða grænmetisrétti úr framandi hráefni.

Aðspurður segir Anton að hann hlakki mest til að vinna með allt það framandi hráefni sem verður skaffað, margt nýtt sem hann hefur ekki unnið með áður.

Hinrik Carl Ellertsson

Hinrik Carl Ellertsson

Þjálfarinn hans í keppninni er Hinrik Carl Ellertsson, sem var rekstarstjóri á Dill restaurant auk þess að starfa í dag sem kennari við Hótel og matvælaskólann.

„Ég hef mikla trú á drengnum, hann hefur staðið sig vel í undirbúningi og er mikil tilhlökkun í hópnum.“

Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og færa ykkur fréttir og myndir frá keppninni.

Einnig verður hægt að fylgja keppendum á Instagram reikning Matarauðs.

Myndband frá keppninni árið 2016

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nemendur & nemakeppni

Paté gerð hjá matreiðslunemum í þriðja bekk – Myndir

Birting:

þann

Þriðji bekkur matreiðslunema í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA)

Á þessari önn er þriðji bekkkur í matreiðslu kenndur í annað skipti í VMA. Í desember 2018 lauk fyrsti hópurinn matreiðslunámi frá VMA og í vor lýkur annar hópurinn námi sínu frá VMA og tekur sveinspróf.

Átta nemendur eru í þriðja bekk á þessari önn, sex þeirra luku öðrum bekk vorið 2018 en tveir nemendanna luku honum í desember sl.

Auk verklegra tíma þar sem nemendur vinna undir handleiðslu Theódórs Sölva Haraldssonar matreiðslumeistara eru þeir í bóklegum áföngum í fagfræði og matseðlafræði, sem Theódór kennir, áfanga þar sem fjallað er um eftirrétti, sem Ari Hallgrímsson kennir, og áfanga um vínfræði, sem Edda Björk Kristinsdóttir kennir.

Þriðji bekkur matreiðslunema í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA)

Í verklegu tímunum er bæði farið í heita rétti og kalda, eins og á fyrri stigum matreiðslunámsins, en þegar komið er í þriðja bekkinn er meiri áhersla á heitu réttina. Þegar litið var inn í verklegan tíma hjá matreiðslunemum í þriðja bekk í gær voru þeir að vinna forvitnilegt paté. Í nokkrum tímum er nemendum skipt í hópa og í hlut hópstjóra kemur að verkstýra og leggja línur með matseðil út frá því hráefni sem vinna skal úr.

Þriðji bekkur matreiðslunema í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA)

Nemendurnir átta með Theódór Sölva kennara.

Theódór segir að námið sé fyrst og fremst víðtæk þjálfun í ótal mörgum hlutum þar sem byggt er ofan á þá þekkingu sem nemendur hafa aflað sér á fyrri stigum námsins og á vinnustað, því allir eru þessir nemendur annað hvort að vinna í hlutastarfi með náminu eða hafa starfað áður á veitingastöðum. Theódór segir að í náminu sé tekið mið af því að nemendur fara í sveinspróf í maí og því er allt kapp lagt á að þeir verði sem allra best búnir undir það.

Myndir: vma.is

Lesa meira
  • World Bartender Day 24.02.2020
    Alþjóðlegur dagur Barþjóna Í dag 24 febrúar er alþjóðlegur dagur barþjóna. Að gefnu tilefni langar Viceman að senda kveðjur til allra barþjóna og óska þeim til hamingju með daginn.  Það er ótrúlega margt sem starf barþjónsins felur í sér. Að búa til drykki, dæla bjór, skenkja víni eða opna gosflösku er vissulega partur af starfinu enn […]
  • Alþjóðlegi Margarita dagurinn 22.02.2020
    Í dag þann 22 febrúar er hin alþjóðlegi margarita dagur haldin hátíðlegur.  Taka skal fram að dagurinn á alls ekkert skilt við flatbökuna með sem skartar sama nafni. Um er að ræða heimsfræga kokteilinn Margarita sem inniheldur í grunninn tekíla og margir telja að eigi uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Uppruni alþjóðlega Margarita dagsins […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag