Vertu memm

Starfsmannavelta

Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut lokað

Birting:

þann

Le KocK

Starfsemi staðanna Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut er komin undir eitt og sama þak í húsnæði á Tryggvagötu 14.

„Áður en lengra er haldið viljum við gera öllum ljóst að Le Kock og Deig er ekki útbrunnið og lokað að eilífu. Framundan eru ótrúlega spennandi tímar fyrir okkur á Le Kock.“

segir í tilkynningu á facebook síðu Le Kock.

Sjá einnig: Le KocK opnar í miðbænum

„Ákvörðunin um lokun staðanna tveggja var þungbær í byrjun en okkur varð fljótlega ljóst að til þess að vaxa enn frekar og framkvæma hugmyndir okkar sem við lögðum upp með í upphafi og gera þær að veruleika, þá varð að stíga þessi skref til fulls.

Húsnæði okkar í Tryggvagötunni gerir okkur kleift að vinna allir saman undir sama þaki aftur og halda áfram að skapa eitthvað nýtt og spennandi, alla daga. Það er eitthvað sem var alltaf lagt með í upphafi og eitthvað sem hefur minnkað á liðnu ári.“

Undir þessa tilkynningu skrifa þeir félagar og eigendur, Markús í kvartbuxum, Knútur öskrandi og Kalli með sósu í hárinu.

Fleiri fréttir um Le Kock og Deig hér.

 

Meðfylgjandi mynd var birt með tilkynningunni: facebook / Le KocK

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið