Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Landsliðsmenn heimsóttu grunndeild matvæla- og ferðagreina

Birting:

þann

Landsliðsmenn heimsóttu grunndeild matvæla- og ferðagreina

Nýverið komu tveir úr landsliði kjötiðnaðarmanna, Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson, í heimsókn í grunndeild matvæla- og ferðagreina Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) og kynntu kjötiðnaðargreinina og sýndu úrbeiningu og pylsugerð.

Landsliðsmenn heimsóttu grunndeild matvæla- og ferðagreina

Landsliðsmenn heimsóttu grunndeild matvæla- og ferðagreina

Einnig sögðu þeir frá stofnun landsliðs kjötiðnaðrmanna sem var fullskipað í byrjun þessa árs og stefnir á að taka þátt í heimsmeistarakeppni í kjötskurði í september á næsta ári og taka þátt í öðrum verkefnum í náinni framtíð.

Rúnar Ingi starfar sem gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði en Jónas er sjálfstætt starfandi kjötiðnaðarmaður og bóndi á Syðri-Leikskálaá í Þingeyjarsveit.

Fleiri fréttir af Landsliði Kjötiðnaðarmanna hér.

Myndir: vma.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Nemakeppni í bakstri í október 2021

Birting:

þann

Brauðbakstur

Forkeppnin verður 14. og 15. október og úrslit verða 21. og 22. október 2021.

Keppnin fer fram í bakaradeild stofu v207 í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.

Verkefnið er:

A. 10 faglegar spurningar.

B. 1 stór brauðategund 500 – 800 gr. 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.

C. 3 vínarbrauðstegundir 40 – 70 gr. eftir bakstur 12 stk. af tegund.  Frjáls úrvinnsla úr afgangi af deigi, þó að hámarki úr 500 gr. af deigi.

E. Skraut stykki. Frjálst þema. Stærð max 50x50x50.

F. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu.  Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.

Sérstök athygli skal vakin á því að ekkert annað en keppnisframleiðslan er leyfð á borðið.

Skráning fyrir 11. okt. 2021.

Frekari fyrirspurnir varðandi keppnina má senda á [email protected]

Keppnisreglur í forkeppni:

 • Keppendur hafa 5 klst. sem þeir mega nota að vild.
 • Ath. allt mjöl skal vera frá Kornax.
 • Keppendur koma með öll hráefni vigtuð og tilbúin en ósamsett.
 • Keppendur mega koma með fyllingar og glssúr.
 • Skrautdeig má koma með bakað en ósamsett.
 • Engar mjölblöndur (brauðamix) eru leyfðar.
 • Allar uppskriftir skulu vera rétt útreiknaðar og snyrtilega uppsettar með stutta kynningu á keppanda, skila eintaki á Thems, fyrir dómara.
 • Deig afgangar mega ekki vera meiri en 250 grömm í hverri deigtegund.
 • Reiknuð eru 5 refsistig fyrir hver byrjuð 250 grömm eftir það.
 • Keppendur verða að hafa lokið öllum frágangi á vinnustöð og í bakaríi ásamt uppstillingu á 5 klst.
 • Reiknuð eru 5 refsistig á hverjar byrjaðar 5 mínútur sem keppandi fer umfram 5 klukkustundir. (keppandi stöðvaður eftir 15 mín.)
 • Þegar keppandi hefur lokið öllu skal hann láta dómara vita

Mynd: úr safni

Lesa meira

Nemendur & nemakeppni

Mikael Jens er með skýra sýn á hvert hann vill stefna

Birting:

þann

Mikael Jens Halldórsson

Mikael Jens Halldórsson

Mikael Jens Halldórsson hóf nám í grunndeild matvæla- og ferðagreina í Verkmenntaskólanum á Akureyri núna á haustönn. Við val á námsbrautinni hafði hann skýra sýn á hvert hann vildi stefna, eitt af markmiðunum er að auka virði íslenska lambakjötins sem liður í því að treysta rekstrargrunn sauðfjárframleiðslu.

Mikael er sveitastrákur, frá Molastöðum í Fljótum. Hann var fyrst í grunnskóla á Sólgörðum í Fljótum en var í efstu bekkjum grunnskóla á Hofsósi – í Grunnskólanum austan Vatna.

Á Molastöðum rekur fjölskyldan sauðfjárbú og einnig er þar nautaeldi til kjötframleiðslu og hross.

„Sauðfjárbúskapur er erfið búgrein og bændur þurfa því að finna leiðir til þess vinna meira úr kjötinu og fá þannig meira fyrir afurðirnar. Það kom því upp í minn huga að afla mér þekkingar á sviði matvælavinnslu og eldamennsku. Í upphafi var ég með í huga að læra kjötiðnaðarmanninn en núna beinist áhuginn að því að fara í matreiðsluna að lokinni grunndeild.

Vissulega er kostnaðarsamt fyrir bændur að koma sér upp viðurkenndri aðstöðu til kjötvinnslu en hvers konar aukin vinnsla á kjötinu, bæði lamba- og nautakjötinu, með það í huga að selja beint frá býli, er allrar athygli verð og ostavinnsla er einnig áhugaverður kostur. Bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum hafa einmitt verið að vinna og selja geita- og sauðfjárosta,“

segir Mikael og bætir við að hann hafi mikinn áhuga á að leggja sín lóð á vogarskálarnar til þess að treysta búsetu í sveitum með því að auka verðmæti þeirra afurða sem þar eru framleiddar.

Auk um fjögurhundruð fjár er nautaeldi á Molastöðum auk nokkurra hesta. Mikael segir föður sinn fyrst og fremst vinna á búinu en annist auk þess skólaakstur. Móðir hans starfi hins vegar á Siglufirði sem bókari.

„Eins og staðan er núna er útilokað fyrir fólk að lifa eingöngu á sauðfjárrækt, bændur þurfa að vera í öðrum störfum til hliðar við sauðfjárræktina, sem er óviðunandi staða. Ég vil búa áfram í Fljótum og taka þátt í að auka virði búfjárframleiðslunnar,

Ég var ákveðinn í því að fara í kjötiðnaðarmanninn en mér virðist matreiðslunámið vera víðtækara og ég hugsa að það verði ofan á. Að því loknu hef ég síðan áhuga á því að fara í Landbúnaðarháskólann og taka búfræðina.

Það sem af er hefur mér fundist námið í grunndeild matvæla hér í VMA vera æðislegt. Kennararnir eru frábærir og andrúmsloftið gott, ég kann mjög vel við þetta,“

segir Mikael sem býr á Heimavist MA og VMA.

Mynd: vma.is

Lesa meira

Nemendur & nemakeppni

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum í MK – Systkini útskrifast

Birting:

þann

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Húfurnar settar upp

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi var haldin við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju dagana 27. og 28. maí sl.

Alls voru útskrifaðir 57 stúdentar frá Menntaskólanum í Kópavogi 28. maí og 9 með lokapróf í bakstri, 11 í framreiðslu og 22 í matreiðslu frá Hótel- og matvælaskólanum. Í ár útskrifuðust 49 iðnmeistarar, 10 matsveinar, 3 matartæknar, 5 ferðaráðgjafar og 27 leiðsögumenn.

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Skólameistari Guðríður Eldey Arnardóttir.

Í ræðu sinni fagnaði skólameistari, Guðríður Eldey Arnardóttir nýjum lögum um háskóla þar sem lokapróf á 3. þrepi er nú jafngilt stúdentsprófi sem inntökuviðmið í háskóla. Jafnframt fjallaði skólameistari um nýja reglugerð um vinnustaðanám sem færir skólanum meira forræði yfir heildstæðu námi til sveinsprófs.

Sjá einnig:

Ný reglugerð um vinnustaðanám

Aðgengi iðnmenntaðra að háskólum samþykkt á Alþingi

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Bjarki Sveinbjörnsson frá Rótarýklúbbnum Borgum afhenti Elenóru Rós Georgesdóttur bakara viðurkenningu fyrir góðan árangur í verknámi.

Eftirtaldir nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir afburða námsárangur:
Auður Þórhildur Ingólfsdóttir, verkleg matreiðsla
Júlía Khlamova, aðferðafræði matreiðslu
Elva Björk Magnúsdóttir , bestur árangur á lokapróf meistaraskóla
Sóley Huld Árnadóttir, fyrir góðan námsárangur í ferðamálanámi frá Ferðamálaskólanum
Kerstin Geiger, fyrir góðan árangur í almennri leiðsögn frá Leiðsöguskólanum
Helga Medek, fyrir góðan árangur í gönguleiðsögn frá Leiðsöguskólanum

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms ásamt Elvu Björk Magnúsdóttur sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á lokapróf meistaraskóla.

Það var létt yfir gestum athafnarinnar og bjartsýni fyrir framtíðinni.

„megi maturinn ykkar smakkast vel, megi kökurnar verða sætar, veislurnar dýrðlegar og ferðirnar frábærar“

Með þessum orðum kvaddi skólameistari nemendur inn í sumarið og þakkaði veturinn sem var á margan hátt erfiður en lærdómsríkur.

Tvíburasystur dúx og semidúx

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Biering dúx skólans, Guðbjörg Viðja Pétursdóttir Biering semidúx og Nisarat Sengthong Bjarnadóttir fékk verðlaun fyrir frábæran námsárangur í sérgreinum verknáms.

Egill Orri Elvarsson, nýstúdent, og Jakob H. P. Burgel Ingvarsson, bakari, fluttu ávörp fyrir hönd útskriftarnema og veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. Nisarat Sengthong Bjarnadóttir fékk verðlaun fyrir hæsta meðaleinkunn á lokaprófi í matreiðslu. Sá sérstæði viðburður átti sér stað að Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Biering varð dúx skólans með meðaleinkunnina 9,89 og tvíburasystir hennar Guðbjörg Viðja varð semidúx með einkunnina 9,70 en árangur Sigurbjargar er sá besti í sögu skólans.

Systkini útskrifast

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Svo skemmtilega vildi til að fimmtudaginn 27. maí útskrifuðust þrjú systkini frá MK, þau Henrý Þór, Þorleifur Karl og Anna María Reynisbörn. Henrý Þór og Þorleifur Karl útskrifuðust sem meistarar í bakaraiðn frá Meistaraskólanum og Anna María sem ferðaráðgjafi frá Ferðamálaskólanum.

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Þess má einnig geta að við þessa sömu útskriftarathöfn útskrifuðust hjón sem meistarar í matreiðslu og tveir bræður með meistararéttindi í matreiðslu annars vegar og framreiðslu hins vegar. Áfangastjóri verknáms, Baldur Sæmundsson, átti leið í Reynisbakarí nú á dögunum og fannst tilvalið að kippa með sér skírteinum bræðranna til afhendingar en þeir gátu því miður ekki verið viðstaddir athöfnina sl. fimmtudag. Þar sem systir þeirra var í nágrenninu gafst síðan tilefni til að ná þeim öllum saman á mynd.

Myndir: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið