Vertu memm

Keppni

Landslið kjötiðnaðarmanna: Myndir frá fyrstu æfingu

Birting:

þann

Landslið kjötiðnaðarmanna

Landslið kjötiðnaðarmanna

Stuttu fyrir páska var mér boðið að heimsækja Landslið kjötiðnaðarmanna eða LK, þar sem meðlimir voru að taka sína fyrstu æfingu og ég var meira en velkominn að taka nokkrar myndir. Það þarf ekki að segja mér oft svona hluti þó svo að mér finnist Hótel- og matvælaskólinn erfiður staður til að taka góðar myndir á.

Eins og lög gera ráð fyrir þá var ég mættur snemma á umsömdum tíma, rölti niður í kjöt þar sem ég hitti Sigmund G. Sigurjónsson kjötiðnaðarmeistara og hann kynnti mig fyrir hópnum.  Ég hafði hitt Sigmund áður en hann er einn af mörgum driffjöðrum eða eldhugunum á bak við tjöldin sem leggur nótt við dag til að koma liðinu út í keppni, keppni sem verður haldin að ári.

Landslið kjötiðnaðarmanna - Jóhannes Geir Númason

Jóhannes Geir Númason

Það er Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari sem hefur staðið að undirbúningi og framkvæmd Landsliðs kjötiðnaðarmanna.

Sjá einnig: Ísland með í heimsmeistarakeppni í fyrsta sinn

Við hjá Veitingageiranum munum fylgjast vel með landsliðinu og færa ykkur glænýjar og ferskar fréttir af liðinu.

Sigmundur tjáði mér að stemmingin hjá liðinu væri virkilega góð og þau virkilega spennt fyrir því að takast á við þessa áskorun sem eitt heimsmeistaramót er.

„Þetta getur orðið erfitt, þar sem þau er að koma af sitthvorum landsfjórðunginum,  en það er mikil vinna framundan og þetta á eftir að vera gaman“.

Sagði Sigmundur í samtali við veitingageirinn.is.

Fjáröflun hefur gengið vel, en Lk lét framleiða fyrir sig sérstakan hníf sem var seldur í áskrift á vordögum.  Salan gekk vonum frama og er nú svo gott allir hnífar uppseldir, en það er nú samt svo það að fara með landsliðið á heimsmeistarakeppni er hvorki ódýrt né auðveldur pakki.

Með fylgja nokkrar myndir frá æfingunni.

Fréttayfirlit: Landslið kjötiðnaðarmanna.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið ola[email protected]

Keppni

Norðurlandamót Vínþjóna og míni vínsýning í Gamla Bíó

Birting:

þann

Norðurlandamót Vínþjóna

Sunnudaginn 26. september klukkan 15.00 næstkomandi fara fram úrslit um besta Vínþjón á Norðurlöndunum á sviði í Gamla Bíó, ásamt því þá verða nokkrir vínbirgjar með vínsmakk.

Einstakur viðburður fyrir vínáhugafólk og fólk í veitingageiranum, sjá viðburð á FB hér.

Vonandi sjáum við sem flesta.

Keppendur er eftirfarandi:

Danmörk

Svíðþjóð

Finland

Ísland

Noregur

Beint streymi frá Sommelier keppninni hefst ca. kl 15:30 á sunnudaginn 26. sept.

Lesa meira

Keppni

Nemakeppni í bakstri í október 2021

Birting:

þann

Brauðbakstur

Forkeppnin verður 14. og 15. október og úrslit verða 21. og 22. október 2021.

Keppnin fer fram í bakaradeild stofu v207 í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.

Verkefnið er:

A. 10 faglegar spurningar.

B. 1 stór brauðategund 500 – 800 gr. 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.

C. 3 vínarbrauðstegundir 40 – 70 gr. eftir bakstur 12 stk. af tegund.  Frjáls úrvinnsla úr afgangi af deigi, þó að hámarki úr 500 gr. af deigi.

E. Skraut stykki. Frjálst þema. Stærð max 50x50x50.

F. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu.  Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.

Sérstök athygli skal vakin á því að ekkert annað en keppnisframleiðslan er leyfð á borðið.

Skráning fyrir 11. okt. 2021.

Frekari fyrirspurnir varðandi keppnina má senda á [email protected]

Keppnisreglur í forkeppni:

 • Keppendur hafa 5 klst. sem þeir mega nota að vild.
 • Ath. allt mjöl skal vera frá Kornax.
 • Keppendur koma með öll hráefni vigtuð og tilbúin en ósamsett.
 • Keppendur mega koma með fyllingar og glssúr.
 • Skrautdeig má koma með bakað en ósamsett.
 • Engar mjölblöndur (brauðamix) eru leyfðar.
 • Allar uppskriftir skulu vera rétt útreiknaðar og snyrtilega uppsettar með stutta kynningu á keppanda, skila eintaki á Thems, fyrir dómara.
 • Deig afgangar mega ekki vera meiri en 250 grömm í hverri deigtegund.
 • Reiknuð eru 5 refsistig fyrir hver byrjuð 250 grömm eftir það.
 • Keppendur verða að hafa lokið öllum frágangi á vinnustöð og í bakaríi ásamt uppstillingu á 5 klst.
 • Reiknuð eru 5 refsistig á hverjar byrjaðar 5 mínútur sem keppandi fer umfram 5 klukkustundir. (keppandi stöðvaður eftir 15 mín.)
 • Þegar keppandi hefur lokið öllu skal hann láta dómara vita

Mynd: úr safni

Lesa meira

Bocuse d´Or

Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi?

Birting:

þann

Leitin er hafin að næsta keppanda í Bocuse d´Or matreiðslukeppnina.

Umsóknarfrestur er til 4. október 2021. Áhugasamir sendið mail á [email protected]

Bocuse d´Or Evrópa fer fram í Budapest í mars 2022.

Þar munu tuttugu keppendur frá jafnmörgum Evrópulöndum keppa um að komast til Lyon í janúar 2023.

Hæfniskröfur:

Hafa keppt í matreiðslukeppnum áður.
Brennandi áhugi og metnaður á matreiðslu.

Það sem umsækjandinn þarf að gera:

Finna sér aðstoðarmenn (sá sem er í búrinu má ekki vera 22 á árinu 2023)
Hanna og þróa æfingaplan (keppandi æfir í Fastus og allt hráefni er kostað af Bocuse d´Or Akademíunni).
Velja sér þjálfara.

Í verðlaun fyrir þann sem vinnur forkeppni Bocuse d´Or á Íslandi:

500 þúsund króna styrkur fyrir hönnunn og smíði á keppnis fati.
150.000 kr úttektarheimild í Fastus.
Æfingagallar frá Kentaur.
Hönnun og form frá merkingu að upphæðinni 1.milljón krónur.
Fær fullann stuðning og aðgang að Bocuse d´Or Akademíu Íslands, auk þess að gerast meðlimur í Bocuse d´Or Akademíu Íslands.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið