Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna: Friðrik Þór; „við erum fullkomlega samkeppnishæfir við aðrar þjóðir“ – Myndir
Þá er fyrsta alþjóðlega verkefni Landsliðs Kjötiðnaðarmanna lokið. Landsliðið tók þátt í 5 landa móti í Lisburn á Írlandi 2. og 3. október síðastliðinn. Keppt var í einstaklingskeppni, þar sem Jón Gísli Jónsson tók þátt fyrir Íslands hönd og í tveggja manna keppni, þar sem Friðrik Þór Erlingsson og Jónas Þórólfsson tóku þátt.
Seinni daginn var keppni á milli Íslands og Írlands, sem eru ríkjandi heimsmeistarar í kjötiðn og framsetningu. Þar fékk íslenska liðið bikar fyrir hreinlæti og snyrtimennsku en Írarnir unnu að þessu sinni keppnina sjálfa. Það tók dómara nokkurn tíma að úrskurða sigurvegarana þar sem liðin voru tiltölulega jöfn að stigum og gefur okkur í landsliðinu byr undir báða vængi fyrir komandi verkefni.
Næst er Heimsmeistaramótið í kjötiðn (World Butcher Challenge) sem haldið verður í Sacramento í Bandaríkjunum í september 2020. Þátttakan í þessari keppni sýndi okkur það að við erum fullkomlega samkeppnishæfir við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við.
Liðið skipa kjötiðnaðarmenn og -meistarar víðsvegar af landinu og hefur æft reglulega síðan haustið 2018 þegar Landsliðið var stofnað. Hafa æfingar verið að jafnaði einu sinni í viku á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri og svo sameiginlegar æfingar einu sinni í mánuði þar sem liðið hefur komið saman ýmist fyrir norðan eða hér fyrir sunnan.
Landslið Kjötiðnaðarmanna skipa:
Fv. Bjarki Freyr Sigurjónsson (SS), Jóhann Sigurbjarnarson (Kjötkompaníið), Kristján Hallur Leifsson (þjálfari, Kjötkompaníið), Jón Gísli Jónsson (Kjötkompaníið), Jónas Þórólfsson (fyrirliði, sjálfstætt starfandi og bóndi), Friðrik Þór Erlingsson (Kjöthúsið), Róbert Ragnar Skarphéðinsson (Norðlenska).
Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með Landsliðinu á facebook og Instagram.
Fh. Landsliðs Kjötiðnaðarmanna,
Friðrik Þór Erlingsson.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður




























