Vertu memm

Keppni

Landslið Kjötiðnaðarmanna að verða að veruleika

Birting:

þann

Heimsmeistarakeppni Kjötiðnaðarmanna - Dómarar 2020

Það þarf varla að kynna þessa meistara, en hér eru þeir Trevor Saville og Todd Heller sem verða yfirdómarar í Heimsmeistarakeppni Kjötiðnaðarmanna árið 2020.

Val á landsliði Íslands í kjötiðn er í fullum gangi, en Landslið Kjötiðnaðarmanna mun taka þátt í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti.

Landsliðið mun skipa 6 manns og í Heimsmeistarakeppninni fær hvert lið 3 klukkutíma og 15 mínútur til að úrbeina og útbúa vörur úr ½ svínaskrokk, ½ nautaskrokk, einum lambaskrokk og 5 kjúklingum.

Það er Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari sem hefur staðið að undirbúningnum við stofnun landsliðsins.

„Fyrirkomulagið verður þannig, að við erum búnir óska eftir áhugasömum til að vera með okkur í þessu spennandi verkefni og það fer bara eftir fjölda áhugasamra hversu erfitt verður að velja í lið. Það er bara þannig. Allir sem eru með sveinsbréf í kjötiðnaði mega hafa samband.“

Sagði Jóhannes í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um val á landsliði Íslands í kjötiðn.

Heimsmeistarakeppni Kjötiðnaðarmanna 2018

Landslið Kjötiðnaðarmanna frá Írlandi ásamt þjálfara og stuðningsmönnum.
Það var Landslið Kjötiðnaðarmanna frá Írlandi sem sigraði heimsmeistarakeppnina sem fram fór í mars s.l. Það voru ellefu þjóðir sem kepptu um heimsmeistaratitilinn.

Stjórn Matvís og stjórn Meistarafélag Kjötiðnaðarmeistara (MFK) hafa lýst yfir miklum stuðningi við stofnun landsliðsins.

Hefur áður verið til Landslið Kjötiðnaðarmanna?

„Nei það hefur aldrei verið til landslið í kjötiðnaði áður. Ég er búinn að vera horfa lengi á hvað Kokkalandsliðið hefur verið að gera, sem er að gera alveg frábæra hluti fyrir sitt fag. Við getum klárlega lært mikið af þeim og væri gaman að vinna með þeim, t.d. með æfingar þar sem að við byrjum á heilum nautaskrokk sem endar svo sem rib eye steik á borði fyrir gesti sem að Kokkalandsliðið væri búið að hantera fagmannlega.

Einnig eru vinir okkar bakararnir nýbúnir að stofna sitt landslið og farið út að keppa og gert góða hluti og auðvitað viljum við vinna með þeim líka. Meðlimir hjá Bakaralandsliðinu voru ekki sparir á ráðleggingum til okkar um stofnun landsliðs þeirra, enda eru þetta öðlingar.  Það er kominn tími á að við stígum út úr þægindarammanum og komum fram í dagsljósið.“

Sagði Jóhannes að lokum.

Fyrir áhugasama er bent á að hafa samband við Jóhannes á netfangið: [email protected] eða í síma: 821-1830

Heimasíða WBC.

Myndir: worldbutcherschallenge.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Nýr Heimur – Þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020 !!

Birting:

þann

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020

Nú er komið þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020.

Þemað í ár er Nýr Heimur og verður skilyrði að allir eftirréttir og konfektmolar séu vegan, þá höfum við bætt Omed olíum í hráefnalistann en það þykir framúrstefnulegt, hollt og áhugavert samspil fyrir bragðlaukana að samtvinna ólífuolíur og súkkulaði.

Nýi Vegan Rizzo rjóminn kemur líka virkilega sterkur inn í þetta þema!

Skylduhráefni:

Súkkulaði – Cacao Barry Ocoa 70%

Púrrur – Capfruit Exotic Ginger og/eða Berriolette (Our creations)

Ólífuolíur – Omed Picual, Arbequina, Yuzu og/eða Reykolía

Rjómi – Rizzo Chanty vegan rjómi

Keppnin verður haldin 29. október í Perlunni og hefst skráning í byrjun október, það stefnir því í ótrúlega spennandi viðburð og keppni í ár!

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins

Posted by Garri on Monday, 14 September 2020

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Íslandsmóti-, og Norðurlandamóti vínþjóna 2020 frestað

Birting:

þann

Vínþjónn - Vín - Léttvín - Rauðvín - Vínglas

Íslandsmóti vínþjóna sem átti að halda miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi hefur verið frestað um óákveðin tíma í ljósi aðstæðna vegna covid-19.

Norðurlandamót Vínþjóna sem til stóð að halda hér á landi í október næstkomandi hefur einnig verið frestað.

„Ömurlegt að þurfa fresta öllum viðburðum.“

Segir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, ritari Vínþjónasamtaka Íslands.

Sjá einnig:

Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin

Mynd: úr safni

Lesa meira

Keppni

Íslenskt gin hlaut silfurverðlaun í Englandi – 840 gintegundir tóku þátt í keppninni

Birting:

þann

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery hlaut silfurverðlaunin í keppninni International Wine and Spirit Competition í Englandi, en úrslit hennar voru tilkynnt þann í gær 7. ágúst.

Stuðlaberg gin er framleitt í Hafnafirðinum og er búið til úr okkar einstaka íslenska vatni ásamt sérvöldum hráefnum. Þetta er fyrsta keppnin sem Stuðlaberg gin tekur þátt í og fékk þar silfurverðlaunin með 92 stig af 100 mögulegum.

„Þessi keppni er mjög stór og þekkt enda voru þar 840 gintegundir sem tóku þátt alls staðar úr heiminum, það mætti þá segja að árangurinn hjá okkur sé gríðalega góður enda er varan bara nýkomin á markað sem gerir þessi verðlaun enn sætari fyrir vikið,“

segir Hákon Freyr eigandi Hovdenak Distellery.

Fyrirtækið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru sem er framleidd á Íslandi. Hægt er að nálgast Stuðlaberg gin hjá ÁTVR, fríhöfninni líka einnig hjá Drykk ehf. og á öllum betri veitingastöðum landsins.

Á þessum stutta tíma er varan komin til fjölmargra landa eins og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands, Kína og Singapúr ásamt öðrum löndum.

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag