Vertu memm

Keppni

Landslið Kjötiðnaðarmanna á facebook

Birting:

þann

Landslið kjötiðnaðarmanna - Logo

Merki landsliðsins

Landslið Kjötiðnaðarmanna hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hægt verður að fylgjast með landsliðinu sem kemur til með að miðla efni, skrifum og fréttum tengt liðinu.

Landsliðið samanstendur af okkar bestu fagmönnum í kjötiðnaðinum, en hlutverk liðsins er að sýna fram á getu og hæfni kjötiðnaðarmanna á Íslandi.

Landslið Kjötiðnaðarmanna mun taka þátt í Heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020. Keppnin er haldin á tveggja ára fresti.

Landslið Kjötiðnaðarmanna kemur saman

Á morgun 14. mars hefst Íslandsmót iðngreina í Laugardalshöllinni sem stendur yfir til 16. mars 2019.

Á laugardaginn 16. mars mun landsliðið koma saman og frumsýna nýja landsliðsbúninginn. Að auki sýna meðlimir í landsliðinu meistaratakta við að úrbeina lambaskrokka, bjóða upp á smakk ofl.

„Við munum svo selja þetta lambakjöt ásamt því lambakjöti sem að skorið var í nemakeppninni í kjötiðn klukkan 14.00 og mun féð renna óskipt til landsliðsins.“

Sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari í samtali við veitingageirinn.is, en hann hefur staðið að undirbúningnum við stofnun landsliðs kjötiðnaðarmeistara.

Dagskráin hjá Landsliði Kjötiðnaðarmanna laugardaginn 16. mars:

11:00 – 13:00: Verða skornir nokkrir lambaskrokkar í kjötborðið.

13:30 – Veitt verða verðlaun úr nemakeppninni fyrir besta áleggið.

14:00 – Selt verður úr kjörborðinu og mun allur ágóði renna beint til landsliðsins.

16:30 – Verðlaunaafhending Íslandsmóts iðngreina.

Fylgist með landsliðinu á facebook hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Úrslit í fagkeppni MFK

Birting:

þann

Logo MFK - Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

Breytt fyrirkomulag var á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í ljósi aðstæðna vegna COVID-19, en í stað veglegrar verðlaunadagskrár var gefinn út í staðinn veglegur bæklingur þar sem dómarar og verðlaunavörur kynntar.

Smellið hér til að sjá öll úrslitin í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

Lesa meira

Keppni

Heimsmeistarakeppni í kjötskurði frestað

Birting:

þann

Heimsmeistarakeppni í kjötskurði - World Butchers Challenge - WBCHeimsmeistarakeppni í kjötskurði (World Butchers Challenge – WBC) sem átti fara fram í Sakramentó í Bandaríkjunum í september næstkomandi hefur verið frestað.

Nú vikunni tilkynnti stjórn WBC að heimsmeistarakeppnin verður frestuð til 13. – 14. ágúst 2021, vegna óvissu sem nú ríkir vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Íslenska landsliðið í kjötiðn hefur æft reglulega síðan haustið 2018, eða frá stofnun þess.

Sjá einnig:

Landslið Kjötiðnaðarmanna að verða að veruleika

Æfingar hafa verið að jafnaði einu sinni í viku á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri og svo sameiginlegar æfingar einu sinni í mánuði þar sem liðið hefur komið saman ýmist fyrir norðan eða hér fyrir sunnan.

Er þetta í fyrsta sinn sem að Ísland tekur þátt í heimsmeistarakeppni í kjötskurði, en liðið skipa kjötiðnaðarmenn og -meistarar víðsvegar af landinu.

To our competitors and supporters, After what can only be described as the most extreme and challenging moments most…

Posted by World Butchers' Challenge on Tuesday, March 17, 2020

Fleiri greinar hér.

Lesa meira

Keppni

Instagram mynd febrúar mánaðar 2020

Birting:

þann

Kokkalandsliðið

Íslenska Kokkalandsliðið sigursælt

Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í febrúar var mynd frá Kokkalandsliðinu.

Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.

Sjá einnig:

Íslenska Kokkalandsliðið á verðlaunapall – „Við erum þriðja besta kokkalandslið Í HEIMI!!“

Fleiri Instagram myndir mánaðarins hér.

Mynd: Instagram / Icelandic Culinary Team

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Paloma dagurinn 22.05.2020
    Í dag er Alþjóðlegi Paloma dagurinn.  Hvað er Paloma?  Paloma er þjóðar kokteill Mexíkó búa. Um er að ræða einfaldan kokteil sem inniheldur Tekíla, límónu safa og greipaldin gos. Paloma er ferskur kokteill með sítrustónum sem mynda virkilega góða bragðsamsetningu með góðu Tekíla. Margir halda að heimsfrægi kokteillinn Margaríta sé þjóðar drykkur Mexíkó enn staðreyndin […]
  • Ameríski Handverks Bjórdagurinn 19.05.2020
    Síðastliðin sunnudag var hin árlegi American Craft Beer Day haldin. Í tilefni þess ákváðu Viceman og bjórsérfæðingurinn Hjörvar Óli að halda Bjórsmakk á facebook síðu Viceman. Teknir voru fyrir sex bjór stílar og tveir bjórar smakkaðir í hverjum stíl. Annarsvegar Amerískur bjór og hinsvegar Íslenskur bjór. Samtals voru því smakkaðir tólf bjórar í heildina . […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag