Vertu memm

Uppskriftir

Lakkrístoppar – Uppskrift

Birting:

þann

Lakkrístoppar

Lakkrístoppar

Hráefni:
3 stk eggjahvítur
200 gr púðursykur
150 gr rjómasúkkulaði
150 gr lakkrískurl

Aðferð:
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Saxið súkkulaðið smátt.

Blandið lakkrískurlinu og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.

Látið á plötu með teskeið.

Bakið í miðjum ofni við 150 °c í 15-20 mínútur.

Ath! Hiti og tími getur verið breytilegur eftir ofnum.

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Höfundur: klassíska uppskriftin af Lakkrístoppum frá Nóa og Síríus.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Tiramisu

Birting:

þann

Tiramisú - Tiramisu

Tiramisu

Tiramisu er með þekktari eftirréttum nútímans. Tiramisu sem þýðir „freistaðu mín“ á ítölsku (Pic me up á ensku) er sennilega fundin upp skömmu fyrir fyrri heimstyrjöldina. Sagan segir að ítalskar húsmæður hafi gert þennan dessert fyrir eiginmenn sína áður en þeir héldu á vígvöllinn. Dessertinn átti að tryggja að eiginmennirnir kæmu aftur til sinna heitt elskuðu eiginkonu eftir stríðið.

Til eru margar uppskriftir og útfærslur á þessum fræga desert en allar eiga þær sammerkt að innihalda mascarpone-ost, egg, sykur, kaffi, marsala og oftast ladyfingers eða kaffibleyttan svampbotn. Hér á eftir kemur uppskrift sem mér finnst hvað best að þeim uppskriftum sem ég hef prófað.

8 aðskilinn egg
300 gr sykur
1200 gr rjómaostur eða mascarpone
1 tsk sítrónusafi
7 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
1/2 dl Marsala eða líkjör eins og t.d. Contreu
Kakóduft

Þeytið vel saman eggjarauður og 250 gr sykur. Bætið rjómaosti saman við smátt og smátt. Blandið vel saman – verður að vera kekkjalaust. Kreistið vatnið úr matarlíminu og setjið það í pott ásamt líkjör. Hitið rólega saman þar til matarlímið er uppleyst. Takið til hliðar og látið kólna örlítið. Stífþeytið eggjahvíturnar með 50 grömmum af sykrinum og blandið varlega saman við rjómaostahræruna.

Hellið síðan matarlíminu saman við og blandið saman. Hellið strax yfir svampbotninn og setjið í kæli. Eftir um klukkustund má strá þunnu lagi af kakói yfir kökuna með sigti og kæla síðan áfram í nokkrar klukkustundir. Upplagt er að laga þessa köku daginn áður en hún skal borinn fram. Hún er jafnvel betri sólarhrings gömul. Framreiðið með jarðaberjum og góðu kaffi.

Þetta er dálítið stór uppskrift þannið að það má helminga hana og þá er hún nægilega stór fyrir 6 manns.

Svampbotn:
3 egg
60 gr sykur
60 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft

Þeytið vel saman egg og sykur. Setjið hveiti og lyftiduft saman við. Blandið saman stutta stund. hellt á smjörpappír á bökunarplötu og bakað fallega brúnt við 180 gráðu hita (c.a. 10 mín). Fjarlægið smjörpappírinn og setjið í botn á hæfilega stóru formi. Gæti þurft að skera út eftir stærð formsins. Hellið 2-3 dl af expresso kaffi eða mjög sterku kaffi yfir botninn. Kælið.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Súkkulaði-trufflukaka

Birting:

þann

Súkkulaði

Brytjið niður súkkulaðið

Þessi kaka er mjög einföld, en merkilega ljúffeng sem dessert eða með góðum kaffibolla. Þessa köku notaði ég mikið þegar ég var í veiðihúsinu að Kjarrá í Þverárhlíð. Ég lagaði hana alltaf með 2ja daga fyrirvara því mér fannst hún eiginlega betri þá. Ef ég man rétt þá gaf ég bláberjasorbet með.

Hráefni:

150 ml vatn
100 ml glúkósi eða sykursíróp
4 blöð matarlím bleytt upp í köldu vatni
5oo gr dökkt súkkulaði
1 ltr léttþeyttur rjómi
Kakóduft
Þunnur svampbotn
Sterkt kaffi
Jarðaberjamauk

Aðferð:

Bakaður er þunnur svampbotn, hann settur í botn á springformi. bleytið upp með kaffinu og smyrjið létt yfir botninn með jarðaberjamaukinu. Hitið saman vatn, glúkósa og matarlím. Brytjið niður súkkulaðið og bræðið saman við.

Kælið örlítið og blandið rjómanum saman við og hellið í formið. Kælið vel og stráið kakói yfir.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Japanskt mjólkurbrauð

Birting:

þann

Japanskt mjólkurbrauð

Japanskt mjólkurbrauð

Hokkaido-mjólkurbrauð er ótrúlega mjúkt og loftmikið, þökk sé einfaldri tækni sem felur í sér hveitijafnings-„startara“, sem heitir tangzhong. Hveitijafningi er blandað saman í lokaútgáfu deigsins og framkallar það dásamlega mjúkt brauð.

Tangzhong (fordeig eða hveiti-jafningur)

3 msk. (43 g) vatn
3 msk. (43 g) nýmjólk
2 msk. (14 g) gott brauðhveiti

Deigið

2 1/2 bollar (298 g) hveiti
2 msk. (18 g) mjólkurduft eða 2 mat- skeiðar (11g) þurrmjólk
1/4 bolli (50 g) sykur
1 tsk. salt
1 msk. þurrger
1/2 bolli (113 g) nýmjólk
1 stórt egg
1/4 bolli (4 msk., 60 g) brætt ósaltað smjör

Aðferð

Til að búa til tangzhong:

Sameinið öll innihaldsefnin í litlum potti og þeytið þar til engir kekkir eru eftir.

Setjið pottinn á lágan hita og eldið blönduna, þeytið stöðugt, þar til hún er þykk og skán myndast á botni pönnunnar, í um þrjár til fimm mínútur.

Flytjið tangzhong yfir í litla blöndunarskál eða mælibikar og látið það kólna niður að stofuhita.

Til að búa til deigið:

Blandið tangzhong saman við hráefnið (deigið) sem eftir er, blandið síðan saman og hnoðið saman – með hendi eða hrærivél – þar til það er slétt og teygjanlegt.

Mótið deigið í kúlu og látið það hvíla í létt smurðri skál í 60 til 90 mínútur, þar til það er orðið loftkennt en ekki endilega tvöfaldað í stærð.

Losið deigið varlega úr skálinni og skiptið því í fjóra til átta jafna hluta og mótið hvert stykki í kúlu.

Setjið kúlurnar í létt smurt form eða pönnu. Breiðið yfir pönnuna og látið brauðið hvíla í 40 til 50 mínútur, þar til það er orðið aðeins loftkennt.

Hitið ofninn í 180 gráður. Penslið brauðið með mjólk eða eggjablandi (1 stórt egg slegið með 1 msk. köldu vatni) og bakið í 25 til 30 mínútur, þar til það er orðið gullbrúnt ofan á og mælið með hitamæli, miðjan ætti að vera að minnsta kosti 90 gráður.

Takið brauðið úr ofninum. Leyfið því að kólna í minnst 10 mínútur.

Ábending:
Þetta mjúka deig er líka nothæft í fallega steikta kleinuhringi eða kanilsnúða.

Birt með góðfúslegu leyfi bbl.is.

Höfundur og mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag