Vertu memm

Uppskriftir

Kryddlegin hjörtu Læknisins í Eldhúsinu

Birting:

þann

Haustin eru í sérstöku upphaldi hjá mér. Ég hlakka til að snúa aftur til vinnu eftir verðskuldað sumarleyfi. Svo eru haustin tími dásamlegrar uppskeru af fersku grænmeti og nýju lambakjöti. Ég verð að játa að ég hef aldrei tekið slátur, þó ég kunni vel að meta ferskan innmat – eins og soðna lifrarpylsu og steikta blóðmör borna fram með heimagerðri bláberjasultu.

Þennan rétt hef ég ekki gert oft áður – en hann varð til þegar ég var að gera uppskriftir fyrir eina af matreiðslubókunum mínum. Ég veit enn þann dag í dag ekki af hverju hún komst ekki í bókina. Það er hreinlega stundum þannig – en hún er alveg nógu ljúffeng. Heit og seðjandi.

Það er mikilvægt að elda hjörtun nægilega vel. Hjartað er vöðvi sem inniheldur litla fitu og er heldur undir tönn þegar hann er of lítið eldaður. En eldaður við lágan hita í 1,5 til 2 klst verður bitinn lungamjúkur.

Kryddlegin hjörtu Læknisins í Eldhúsinu

Kryddlegin hjörtu - Sláturtíð

Fyrir fjóra

4 lambahjörtu
1 rauður chili
2 hvítlauksrif
1/2 tsk cheyenne pipar
1 tsk þurrkuð sterk papríka (sterk)
2 msk jómfrúarolía (það má nota chilibragðbætta jómfrúarolíu)
4 msk hveiti
salt og pipar

4 gulrætur
1 rauðlaukur
1 sellerísstöng
2 hvítlauksrif
1 msk tómatmauk
150 ml rauðvín
500 ml lambasoð
1 tsk Yfir holt og heiðar kryddblanda
50 g smjör
salt og pipar
2 íslenskar rauðar papríkur
pæklaður íslenskur chilipipar til skrauts

hrísgrjón
salat að eigin vali

Kryddlegin hjörtu - Sláturtíð

1. Sneiðið og skolið hjörtun undir köldu vatni og setjið í skál.
2. Bætið smátt skornum chili ásamt hvítlauk, chilidufti, papríkudufti, jómfrúarolíu, salti og pipar og blandið vandlega saman og látið marínerast í að minnsta kosti klukkustund í kæli.
3. Brúnið upp úr blöndu af smjöri og jómfrúarolíu og setjið til hliðar. Hrærið hveitið saman við.
4. Skerið laukinn, hvítlaukinn og selleríið smátt og steikið í olíunni, saltið og piprið.
5. Bætið kjötinu út í pottinn og blandið vel saman. Flysjið gulræturnar og setjið heilar saman við.

Kryddlegin hjörtu - Sláturtíð

6. Hækkið hitann undir pottinum og þegar allt kraumar rækilega hellið þið víninu saman við og sjóðið upp – og svo niður um helming.
7. Bætið lambasoðinu saman við og hitið að suðu og setjið svo inn í 160 gráðu heitan, forhitaðan ofn og látið dvelja þar í 90 mínútur.
8. Þegar hálftími er eftir sneiðið þið tvær papríkur niður í lengjur og hrærið saman við kássuna.
9. Takið pottinn úr ofninum og setjið á hlóðirnar og blandið smjörinu saman við.
10. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og fersku salati úr nýju íslensku grænmeti.
11. Skreytið kássuna með pækluðum chili (uppskriftin verður í nýju bókinni minni).

Kryddlegin hjörtu - Sláturtíð

Kryddlegin hjörtu Læknisins í Eldhúsinu

12. Og skálið fyrir haustinu í öllum sínum ljóma!

Myndir og höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Salat með sýrðri olíudressingu

Birting:

þann

Salat með sýrðri olíudressingu

Fyrir 4

2 msk. íslensk repjuolía
1 límóna, safi
3 msk. sítrónusafi
1 tsk. hrásykur
1 salathaus, u.þ.b. 150 g
Blandað salat
½ gúrka
graslaukur
þunnt skornar gulrætur

Salat með sýrðri olíudressingu

Aðferð:

Hellið olíunni í skál og setjið límónusafa, sítrónusafa og hrásykur saman við. Þvoið salatið vandlega í vatni og þerrið vel. Rífið blöðin niður í smærri bita og setjið ískál.
Skerið gúrkuna í sneiðar og blandið saman við salatið

Hellið dressingunni yfir skömmu áður en salatið er borið fram. Skerið gulrætur í sneiðar og dreifið yfir ásamt graslauk. Berið fram með góðu brauði eða sem meðlæti.

Líka er gott að dreifa berjum yfir að eigin vali.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Mynd og höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Lesa meira

Uppskriftir

Bakaðir kleinuhringir með hlynsírópsgljáa

Birting:

þann

Bakaðir kleinuhringir með hlynsíróps gljáa

Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze’i með ekta vanillu.

Í alvöru, það er ekki eftir neinu að bíða! Farðu að baka!

Kleinuhringir, 12-14 stk

Hveiti, 180 g

Lyftiduft, 1,5 tsk

Matarsódi, 0,5 tsk

Salt, 0,25 tsk

Brúnkökukrydd, 1 tsk

Mjólk, 80 ml

Jógúrt, 80 ml

Smjör, 60 g

Vanilludropar, 2 tsk

Egg, 1 stk / Stórt

Púðursykur, 120 g

Pískið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og brúnkökukrydd í stórri skál.

Bræðið smjörið og látið kólna smá. Pískið saman mjólk, jógúrt, bráðið smjör, vanilludropa, egg og púðursykur.

Blandið blautblöndunni saman við þurrefnablönduna með sleikju þar til allt hefur samlagast.

Spreyið eða smyrjið kleinuhringjaform með olíu.

Færið deigið í sprautupoka eða t.d. stóran samlokupoka og klippið á einn endann. Fyllið formin tæplega 3/4 leið upp af deigi og bakið í 10-11 mín í miðjum ofni.

Látið kólna í nokkrar mín áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu.

Hlynsíróps „glaze“ gljái

Smjör, 60 g

Rjómi, 1 msk

Hlynsíróp. 60 ml

Vanillustöng, 1 stk

Flórsykur, 180 g

Bræðið smjör í potti við vægan hita. Skerið vanillustöng í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið vanillufræjum, rjóma og hlynsírópi út í og og hrærið þar til allt hefur samlagast.

Hrærið flórsykur saman við þar til allt hefur samlagast og slökkvið á hitanum.

Dífið kleinuhringjunum ofan í glaze’ið og setjið svo á vírgrind í 10 mín þar til glaze’ið harðnar.

Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson

Lesa meira

Uppskriftir

Veistu hvernig á að gera carbonara rétt? Michelin kokkar sýna þér réttu handtökin – Vídeó

Birting:

þann

Carbonara - Magnus Nilsson, Carlo Mirarchi, Heinz Beck, Luciano Monosilio

Þessi klassíski rómverski pastaréttur samanstendur af aðeins fjórum hráefnum – eggi, osti, svínakjöti og svörtum pipar, en hann hefur stöðugt verið bætt við með rjóma, sveppum svo fátt eitt sé nefnt.

Ekta uppskriftin kallar á feitari „guanciale“ úr svínakjálka og „pecorino“ (sauðfjármjólk) osti.

Hér eru fjórir Michelin-stjörnukokkar sem sýna þér nákvæmlega hvernig á að búa til carbonara.

 

Samsett mynd: skjáskot úr myndböndum

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið