Vertu memm

Veitingarýni

Krua Siam – Veitingarýni

Birting:

þann

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Veitingahúsið Krua Siam á Akureyri

Veitingahúsið Krua Siam sem staðsett er í hjarta Akureyrar, á mótum Glerárgötu og Strandgötu eða n.t. við Strandgötu 13 býður upp á tælenskan mat. Krua Siam þýðir „tælenskt eldhús“, en Tæland hét Siam fram að árinu 1939.

Vorum mætt snemma, klukkan 18:00, starfsfólkið var fram í sal að borða og öll hlupu þau inn í eldhús þegar þau sáu okkur koma. Einn þjónninn kom strax aftur fram með bros á vör og tók virkilega vel á móti okkur, kurteis með afbrigðum, vísaði okkur til sætis og afhenti matseðlana.

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Tæpir 100 réttir eru á matseðlinum, forréttir, fisk-, kjúklinga, svínakjöts-, nautakjöts-, lambakjöts réttir. Sérstakur dálkur var á matseðlinum þar sem sterkir réttir voru í boði, súpur, grænmetis og núðluréttir og að lokum barnaréttir.

Við vorum fjögur að borða og eftir miklar pælingar, þá var ákveðið að fara í tveggja rétta set menu. Í forrétt voru djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu og fjórir aðalréttir, kjúklingur í massaman karrý, steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum, Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu og Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti.  Með þessu voru borin fram hrísgrjón.

Fljót og góð afgreiðsla og maturinn kominn á borðið nokkrum mínútum seinna. Allir réttir voru settir á miðju borðsins við deildum síðan réttum á milli okkar.

Mikill matur og nú var pressa framundan, þ.e. að reita ekki „Hrísgrjónaguðinn“ til reiði, sem er kvenkyns, en sagt er að hún vill tryggja að allir hafi nóg að borða og ekki megi leifa matnum. Ef hún er ekki sátt þá getur það kallað hungursneyð yfir þjóðina, (sel það ekki dýrara en ég keypti það).

Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu

„Þessar klassísku djúpsteiktar rækjur, stökkt og gott, vantaði reyndar meiri dýpt í súrsætu sósuna.“

Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu

„Pla sam lod er klassískur réttur í Tælandi, oftast notaður flatfiskur, virkilega góður réttur, rífur þokkalega í, en bragðgóður.“

Kjúklingur í massaman karrý

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Kjúklingur í massaman karrý

„Virkilega góður réttur, kjúklingurinn bráðnaði í munni og Massaman karrýsósan alveg frábær. Massaman er karrý sem er viðbætt með cilantro fræjum, lemongrass, galangal sem er jurt af engiferætt, hvítum pipar, rækju paste, shallot lauk og hvítlauk.“

Steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum

„Íslenska lambakjötið alltaf jafngott, ferskt grænmeti kærkomið en ekki frosið eins og margir asíu staðir bjóða upp á.  Yfir heildina bragðgóður réttur.“

Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti

„Virkilega góður réttur, klassísk ostrusósa, en til fróðleiks þá var ostrusósan fyrst fundin upp árið 1888 og er sambland af ostryseyði og fiskisósu.“

Við náðum að klára matinn, sæl og glöð. Mælum klárlega með Krua Siam.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Áhugavert

Sælkerabúð – Torgið – Veitingarýni

Birting:

þann

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Nokkrir veitingastaðir hafa opnað Sælkerabúðir inn á sínum stöðum, þar sem girnilegt og flott úrval er í boði af allskyns sælkeravörum.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Árlega höldum við fjölskyldan litlu jólin, þar sem boðið er upp á jólahlaðborð og horft á jólabíómynd. Í ár ákváðum við að versla gjafakörfu og fyrir valinu var Sælkerabúð Torgsins á Siglufirði.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Tekin var stærri askjan sem kostaði 10.990 krónur og eftirfarandi var í öskjunni:

*Grafin gæsabringa
*Grafin lax
*Graflaxsósa
*Pikklaður rauðlaukur
*Sultaður rauðlaukur
*Reykt gæsabringa
Reyktur lax
*Pressuð svið
Jólapaté/kæfa
*Cumberland sósa
*Bláberjasulta
*Síldarsalat að hætti TORGSINS
*Jólarauðkál að hætti TORGSINS
* Handunnið af matreiðslumönnum Torgsins.

Alveg þrælsniðugt að kaupa svona tilbúna og vandaða forrétti, þægilegt og auðvelt að bera fram. Í aðalrétt var soðið hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og kartöflum.

Reykta og grafna gæsin alveg einstaklega góð og villibragðið kom vel í gegn. Pikklaði og sultaði rauðlaukurinn virkilega góður, pikklaði alveg passlegur, ekki of súr og sultaði rauðlaukurinn var algjört nammi.

Sælkerabúð - Torgið - Veitingarýni

Grafinn lax klikkar ekki ef uppskriftin og aðferðin er rétt og það var allt upp á tíu hér, mjög góður.

Sviðasultan fær alveg toppeinkunn, þvílíkt sælgæti.

Cumberland sósa góð og eins bláberjasultan. Ég elska síldarsalöt og finnst fátt betra en góð síld. Síldarsalötin voru virkilega góð á bragðið, en síldin var frekar smátt skorin, mætti vera grófari bitar.

Danski eftirrétturinn Risalamande var svo punkturinn yfir i-ið, virkilega góður.

Yfir heildina var þetta virkilega gott og greinilega mikill metnaður lagður í sælkerakörfu Torgsins, alveg upp á tíu.

Lesa meira

Áhugavert

Sushi – Höllin / Magnús Jón Magnússon – Veitingarýni

Birting:

þann

Sushi - Höllin / Magnús Jón Magnússon - Veitingarýni

Nú á dögunum var Magnús Jón Magnússon gestakokkur á veitingastaðnum Höllin á Ólafsfirði þar sem hann bauð upp á sushi.

Magnús Jón Magnússon hefur starfað í veitingabransanum til fjölda ára, á Friðrik V, Rub23, Sushi Corner svo fátt eitt sé nefnt.

Allt sushi var selt út úr húsi (brottnámsbakkar), en matseðillinn var eftirfarandi:

12 bita blandaður bakki
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki og Kaburimaki
3110 kr

14 bita blandaður bakki
Blanda af Nigiri, Uramaki og Kaburimaki
4290 kr

24 bita blandaður bakki (f/tvo)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Kaburimaki
6990 kr

36 bita blandaður bakki (f/ 2-4)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki, 2x Kaburimaki
8990 kr

60 bita blandaður bakki (f/ 4-5)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki, 3x Kaburimaki
15500 kr

Djúpsteikt tempura rúlla með rækjum (10 bitar)
m/ chili mæjó, vorlauk og unagi sósu
2990 kr

Surf & Turf kaburimaki rúlla (8 stk)
m/chili mæjó, vorlauk og magic pepper og unagi sósu
2590 kr

Þar sem fátt er um sushi á matseðlum á veitingastöðum á Norðurlandi nema þá á Akureyri, þá var sushi kærkomin viðbót í veitingaflóruna.

Greinilega vel sótt, en þegar fréttamann bar að garði, þá var biðröð og öllum sóttvarnarreglum var fylgt eftir og pantanirnar (brottnámsbakkarnir) víðsvegar um veislusalinn vel merktir hverjum og einum.

Sushi - Höllin / Magnús Jón Magnússon - Veitingarýni

Við pöntuðum okkur eftirfarandi:

14 bita blandaður bakki, blanda af Nigiri, Uramaki og Kaburimak
4290 kr.

Surf & Turf kaburimaki rúlla (8 stk)
m/chili mæjó, vorlauk og magic pepper og unagi sósu
2590 kr.

Djúpsteikt tempura rúlla með rækjum (10 bitar)
m/ chili mæjó, vorlauk og unagi sósu
2590 kr

Virkilega gott sushi, ekki vottur af kælimeðferð á hrísgrjónunum, greinilega allt unnið sama daginn. Surf & Turf bitarnir voru sterkir og góðir og gott jafnvægi á bragði.

Wasabi og engifer var þetta klassíska sem hægt er að kaupa í næstu búð. Var reyndar ekki viss hvaða soyasósa þetta var, en hún var mild og ekki of dómerandi.

Í heildina, alveg til fyrirmyndar.

Lesa meira

Veitingarýni

20 & sjö mathús og bar

Birting:

þann

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Móðir mín flutti í Tunguselið þegar Seljahverfið var að byggjast um 1978 en það kallaði hún að flytjast upp fyrir snjólínu og inn á öræfin. Það var nú kannski ekki alveg svona slæmt en fyrir 105 manneskju var lítið eða ekkert „líf“ þarna uppfrá og er það ennþá svoleiðis í efri byggðum Reykjavíkur.

Fyrir ofan „snjólínu“ eða í efri byggðum borgarinnar er „varla“ að finna betri veitingastað sem ekki er austurlenskur eða pizzastaður en nú er það að breytast.

Það varð breyting því á vormánuðum, mitt í pestarfaraldrinum fór stórhuga fjölskylda af stað og opnaði veitingastaðinn 20 & sjö mathús og bar, sem er staðsettur í Víkurhvarfi 1 í Kópavoginum.

Ég átti heimboð þangað og síðastliðið sunnudagskvöld og ákvað að bjóða góðri vinkonu minni með mér, vitandi að hún fer mikið út að borða og á „gleði tíma“ með sínum vinkonum.

Mér fannst hún vera tilvalin félagsskapur því mér finnst frekar leiðinlegt að fara einn og gaman að hafa fólk með sér með reynslu,  því það upplifir hlutina á annan máta en ég.

Fjölskyldustaður

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Hringur Helgason

20 & sjö er fjölskyldurekinn veitingastaður þar sem allir leggja hönd á plóg og það var hann Hringur Helgason sem tók á móti okkur með með stæl en faðir hans Helgi stóð vaktina í eldhúsinu með öðrum þetta kvöldið.

Það kom mér á óvart hversu stór og vinalegur staðurinn er, smekklega innréttaður, ekki neinn íburður  bara smart og notalegt. Hringur sagði mér að fjölskyldan hefði dundað sér við það í nokkra mánuði að innrétta „allt“ sjálf.

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Feðgarnir Helgi og Hringur

Við vorum leidd um húsið og okkur bent á að hér væri hægt að taka móti nokkuð stórum hópum og einnig þeim sem vildu vera aðeins prívat.

„Og þar sem við leggjum áherslu á að þetta sé fjölskylduveitingastaður þá erum við með góðan barnamatseðil og flott barnahorn“

hélt hann áfram stoltur.

Í samvinnu við Hring ákváðum við síðan að fá okkur aðeins sýnishorn af nokkrum vinsælustu réttunum þeirra, hann sagði mér að reyndar væri örlítið erfitt að velja þar sem staðurinn hefði fengið mjög góðar móttökur og það færi mikið af öllu.

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Við fengum frábæran forrétt gerðan af nýjum og sýrðum rauðrófum sem var sérlega frískandi og bragðgóður.

Tennessee reykofn

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Rifin voru alveg sér á bát og algjört sælgæti og ég vill meina með þeim betri sem eru í boði hér á landi.

Síðan hélt hann áfram:

“Við ákváðum í upphafi að fjárfesta í reykofni svo er svo kölluðum Tennessee týpu og við notum hann mikið. Við erum til dæmið með BBQ rif sem eru ekki neinu lík og ekki löðrandi í BBQ sósu heldur þurrkrydduð og mjög sér á báti. Það sama er með Pastrami, við söltum það sjálf, kryddum með okkar eigin blöndum og reykjum og sumir af  veganréttunum okkar eru reyktir í þessum töfraofni“

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Við báðum bara um prufur af matnum og hér er það Pastramið sem að mín mati var meiriháttar.

sagði hann ánægður.

„Við viljum vera með mat fyrir alla og sérstaklega að fjölskyldan geti komið hingað og allir finni  eitthvað fyrir sig,  við leggjum líka mikla áherslu á að vera með spennandi grænmetisrétti sem við gerum að sjálfsögðu frá grunni eins og allt annað. Við gerum allt frá grunni hérna, það er bara regla,“

hélt hann áfram.

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Líbönsk kjúklingaspjót borin fram á nýbökuðu flatbrauði.

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Svartur hummus gerður úr svörtum baunum, kryddblöndu hússins og hægelduðum og svertu hvítlauk ásamt öðru góðgæti.

Öðruvísi „drekkutími“

„Síðan erum við með brunch á laugardögum sem er mjög vinsæll en rúsínan í pylsuendanum er að við erum með Happy Hour frá klukkan 16:00 alla daga og þá fylgir tapasréttur með hverjum drykk,  þetta hefur slegið í gegn. Þú bara pantar drykk og færð snarl með, ekki neinn aukakostnaður eða vesen, bara notalegheit,“

sagði hann að lokum og brosti.

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Smakk skammtur af reyktu vegan lasagne

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Frábær þýska pönnukaka sem kom kraumandi inn með ótrúlega góðum ís og bökuðum eplum.

Það er gaman að fara út að borða en enn skemmtilegra að upplifa nýja staði í gegnum aðra og svo var þetta kvöldið og það var gaman að fylgjast með vinkonu minni og hversu mikið staðurinn og maturinn kom henni á óvart.  Hún sagði mér síðan á leiðinni heim að hingað kæmi hún alveg örugglega aftur og þá væri það „saumaklúbburinn“ sem kæmi með og eins og hún sagði;

„ég borða aldrei vegan rétti, mér bara finnst þeir ekki alltaf góðir en þarna voru þeir með þetta frábæra grænmetis lasagne með reykbragði – algjör snilld“.

20 & sjö mathús og bar er í Víkurhvarfi 1 og ekki skemmir fyrir að þar er nóg af bílastæðum.

Tuttugu og sjö Mathús og Bar

Öll þjónusta var sérlega til fyrirmyndar og gott úrval af vönduðum vínum

Lifið heil.

Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag