Vertu memm

Veitingarýni

Krua Siam – Veitingarýni

Birting:

þann

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Veitingahúsið Krua Siam á Akureyri

Veitingahúsið Krua Siam sem staðsett er í hjarta Akureyrar, á mótum Glerárgötu og Strandgötu eða n.t. við Strandgötu 13 býður upp á tælenskan mat. Krua Siam þýðir „tælenskt eldhús“, en Tæland hét Siam fram að árinu 1939.

Vorum mætt snemma, klukkan 18:00, starfsfólkið var fram í sal að borða og öll hlupu þau inn í eldhús þegar þau sáu okkur koma. Einn þjónninn kom strax aftur fram með bros á vör og tók virkilega vel á móti okkur, kurteis með afbrigðum, vísaði okkur til sætis og afhenti matseðlana.

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Tæpir 100 réttir eru á matseðlinum, forréttir, fisk-, kjúklinga, svínakjöts-, nautakjöts-, lambakjöts réttir. Sérstakur dálkur var á matseðlinum þar sem sterkir réttir voru í boði, súpur, grænmetis og núðluréttir og að lokum barnaréttir.

Við vorum fjögur að borða og eftir miklar pælingar, þá var ákveðið að fara í tveggja rétta set menu. Í forrétt voru djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu og fjórir aðalréttir, kjúklingur í massaman karrý, steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum, Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu og Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti.  Með þessu voru borin fram hrísgrjón.

Fljót og góð afgreiðsla og maturinn kominn á borðið nokkrum mínútum seinna. Allir réttir voru settir á miðju borðsins við deildum síðan réttum á milli okkar.

Mikill matur og nú var pressa framundan, þ.e. að reita ekki „Hrísgrjónaguðinn“ til reiði, sem er kvenkyns, en sagt er að hún vill tryggja að allir hafi nóg að borða og ekki megi leifa matnum. Ef hún er ekki sátt þá getur það kallað hungursneyð yfir þjóðina, (sel það ekki dýrara en ég keypti það).

Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu

„Þessar klassísku djúpsteiktar rækjur, stökkt og gott, vantaði reyndar meiri dýpt í súrsætu sósuna.“

Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Pla sam lod steiktur fiskur í sætri chilli sósu

„Pla sam lod er klassískur réttur í Tælandi, oftast notaður flatfiskur, virkilega góður réttur, rífur þokkalega í, en bragðgóður.“

Kjúklingur í massaman karrý

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Kjúklingur í massaman karrý

„Virkilega góður réttur, kjúklingurinn bráðnaði í munni og Massaman karrýsósan alveg frábær. Massaman er karrý sem er viðbætt með cilantro fræjum, lemongrass, galangal sem er jurt af engiferætt, hvítum pipar, rækju paste, shallot lauk og hvítlauk.“

Steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Steikt lambakjöt með papríku, lauk og sveppum

„Íslenska lambakjötið alltaf jafngott, ferskt grænmeti kærkomið en ekki frosið eins og margir asíu staðir bjóða upp á.  Yfir heildina bragðgóður réttur.“

Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti

Veitingahúsið Krua Siam - Akureyri

Nautakjöt í ostrusósu með grænmeti

„Virkilega góður réttur, klassísk ostrusósa, en til fróðleiks þá var ostrusósan fyrst fundin upp árið 1888 og er sambland af ostryseyði og fiskisósu.“

Við náðum að klára matinn, sæl og glöð. Mælum klárlega með Krua Siam.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Veitingarýni

Pizzasmiðjan – Veitingarýni

Birting:

þann

Pizzasmiðjan á Akureyri

Pizzasmiðjan á Akureyri

Fyrir nokkru kíktum við á veitingastaðinn Pizzasmiðjan sem opnaði í fyrra á Akureyri, en hann er staðsettur við Hafnarstræti 92 þar sem La Vita e Bella var áður til húsa.

Staðurinn er skemmtilega hannaður, létt og gott andrúmsloft og ekki mikil formlegheit í gangi, pantað var við kassann og pöntunin síðan kölluð upp þegar hún var tilbúin.

Ég pantaði mér Kjúklinga Pizzuklemmu sem er pizzusamloka eða hálfmáni með cajun kjúklingi, ostasósu, tómatsalsa, klettasalati, jalapeno og rjómaosti.

Það skolaðist aðeins til hjá mér, en sjálfur er ég ekki hrifinn af jalapeno, þannig að ég var á báðum áttum hvað ég ætti að gera þegar ég uppgötvaði mistökin hjá mér.

Átti ég að panta aðra eða prófa þessa og seinni kosturinn var valinn.

Pizzasmiðjan á Akureyri

Pizzasmiðjan á Akureyri

Ég sá ekki eftir því, virkilega góð pizza, mátulegt deig, ekki of mikið eins og oft vill vera í hálfmánum.

Skemmtileg twist, en með pizzunni var borinn fram pizzahnífur.

Mæli klárlega með Pizzasmiðjunni.

Pizzasmiðjan á Akureyri

Pizzaofninn frá Ítalska fyrirtækinu Morelloforni er oft kallaður konungur pizzuofna.
Fjarlægja þurfti útiglugga á veitingastaðnum til að koma pizzaofninum inn.

Myndir: Smári / Veitingageirinn

Lesa meira

Veitingarýni

Grand upplifun á Grand Hótel Reykjavík – Veitingarýni

Birting:

þann

Grand Hótel Reykjavík

Við hjónin ákváðum að gera vel við okkur fyrir nokkru, gista á hóteli og fara fínt út að borða og varð Grand Hótel Reykjavík fyrir valinu. Það að koma inn á hótelið er eins og nafnið gefur til kynna, Grand upplifun, hátt til lofts, innréttingar og hönnun alveg til fyrirmyndar.

Grand Hótel Reykjavík

Bókuðum okkur inn og haldið var upp á 11. hæð í Junior svítuna. Það var algjör draumur að ganga inn í svítuna, öll þessi smáatriði, velkomin kort með nafninu okkar, súkkulaði og fleira góðgæti lagði grunninn að því sem framundan var.

Nuddpottur, góð sturta og allt til staðar, rakvél, tannburstar, greiða, naglaþjöl ofl ofl. ef eitthvað skyldi nú gleymast að pakka með sér í ferðalagið.

Við vorum búin að bóka borð fyrir tvo á veitingastaðnum á hótelinu, Grand Brasserie, en hann er virkilega flottur, nútímalegur og glæsilegur.

Þegar við mættum á staðinn, þá var tekið vel á móti okkur og vísað til sætis, matseðlar afhentir, komið með vatn á borðið.

Girnilegur og flottur matseðill að sjá og langaði okkur helst að smakka á öllum réttunum.  Pantaðir voru tveir forréttir og tveir aðalréttir, svona rétt til að fá smá þverskurð af matseðlinum.

Vorum í rauðvínsstuði og var rauðvínið Ramón Bilbao, Crianza Rioja 2016 fyrir valinu. Þetta rauðvín er svolítið í djarfari kantinum, þétt meðalfylling, miðlungstannín, þurrt en fersk sýra gerir gott jafnvægi í víninu.

Matseðill Úlfars Finnbjörnssonar, yfirmatreiðslumeistara Grand Brasserie er skemmtilega uppsettur.

Forréttir

Grand Hótel Reykjavík

Hvanna og Anisgrafinn Lax – sinnepssósa, heimalagað rúgbrauð.

„Þessi réttur er einn af signature réttum Úlla, en ég man fyrst eftir þessum laxarétti þegar hann var veitingamaður á Jónatan Livingston Mávi hér í denn.

Bragðgóður réttur, sósan silkimjúk og góð, en var ekki viss með rúgbrauðið, fannst það ekki passa við.“

Grand Hótel Reykjavík

Hreindýrapaté, þurrkuð hreindýrapylsa, sýrt grænmeti með Cumberlandsósu.

„Einstaklega góður réttur, vel heppnaður og alvöru Cumberlandsósa.“

Aðalréttir

Í aðalrétt var grilluð nautalund og kálfaribye fyrir valinu.

Grand Hótel Reykjavík

Grilluð nautalund

„Hér var dúnamjúk steik borin fram með bearnaise, portobelló sveppi og frönskum kartöflum, klassískur brasserie réttur sem klikkar aldrei.“

Grand Hótel Reykjavík

Plankasteik, kálfaribye

„Mjög góð steik, bakaður kúrbítur með gljáðum lauk sem harmonaði vel saman og villisveppasósan vel heppnuð og bragðgóð.“

Mikið var að gera um kvöldið sem hafði ekki mikil áhrif á þjónustuna, sem var fagmannleg og aldrei of langt í þjóninn.

Grand brasserie fær klárlega okkar meðmæli, frábær staður.

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Veitingarýni

Bláa kannan – Veitingarýni

Birting:

þann

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan var fyrst opnuð á árinu 1998 eftir miklar endurbætur á húsnæðinu

Fyrir stuttu kíktum við á kaffihúsið Bláu könnuna sem staðsett í hjarta bæjarins við Hafnarstræti 96 á Akureyri, svona rétt til að fá okkur kaffibolla. Bláa kannan var fyrst opnuð á árinu 1998 eftir miklar endurbætur á húsnæðinu.

Það er mjög hlýlegt að koma inn í kaffihúsið og skemmtilega innréttað, kökurnar, ferskleikinn er lykilatriði hjá Bláu könnunni.

Swiss Mokka og Karamellu bomba

Bláa kannan - Akureyri

Karamellu bomban og Swiss Mokka

Fyrir valinu var Swiss Mokka og Karamellu bomba. Ánægjulegt að sjá Swiss Mokka lagað frá grunni, en ekki sem takkakaffi, virkilega gott og passlegt jafnvægi á kaffinu og súkkulaðinu.

Marengstertan „Karamellu bomba“ var algjör sprengja, þvílíkt sælgæti, marengs, þykk karamellusósu ofan á tertuna og fyllt með karamellufrómas… say no more.

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan opnar alla daga frá klukkan 10:00 með nýbökuðu brauði og lokar klukkan 23:00. Í hádeginu er boðið upp á súpu og rétt dagsins. Í hádeginu þennan dag var í boði núðluréttur með kjúkling og grænmeti á 1980 kr. og fylgir súpa og salat með, sem í þessu tilfelli var brokkolísúpa. Hægt er að fá sér einungis súpu, brauð og salat á 1680 kr. Á kvöldin er róleg kaffihúsastemning.

Við mælum með Bláu könnunni.

Bláa kannan - Akureyri

Aðkoman að klósettunum er glæsileg. Allt til fyrirmyndar.

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan - Akureyri

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag