Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kristín Birgitta nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm

Birting:

þann

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir

Kristín Birgitta Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr hótelstjóri á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði sem rekið er af bandaríska fyrirtækinu Eleven Experience.

Kristín Birgitta hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu og hefur meðal annars starfað hjá Icelandair og Icelandair Hotels. Þá var hún sölu- og markaðsstjóri á lúxushótelinu Tower Suites Reykjavík en þar var hún einn af lykilstarfsmönnum við opnun og mótun hótelsins. Kristín Birgitta hefur lokið MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu.

Deplar Farm opnaði formlega árið 2016. Síðan þá hefur hótelið notið mikilla vinsælda allan ársins hring og er iðulega vel bókað. Dagskrá viðskiptavina Depla Farm er sérsniðin að þörfum þeirra og þar má finna þjónustu og gæði sem áður voru óþekkt á Íslandi.

Höfuðstöðvar Eleven Experience eru í Colorado í Bandaríkjunum en fyrirtækið rekur jafnframt lúxushótel, íbúðir og skíðaskála á framandi áfangastöðum víða um heim. Á öllum stöðum á þjónustan sameiginlegt að vera sérsniðin að þörfum viðskiptavina Eleven Experience með tilheyrandi útbúnaði, þægindum og möguleikum til afþreyingar og ævintýra. Eleven Experience leggur áherslu á sérsniðna upplifun gesta sinna, náttúruvernd og góða nýtingu á náttúruauðlindum.

Yfirmatreiðslumaður Deplar Farm er Garðar Kári Garðarsson, en hann starfaði áður sem yfirmatreiðslumaður Striksins á Akureyri.

Mynd: aðsend

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Myndir frá forkeppni Kokkur ársins 2018

Birting:

þann

Núna stendur yfir undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 á Kolabrautinni í Hörpu.

Sjá nánar hér um keppnina í dag.

Meðfylgjandi myndir tók Matthías Þórarinsson matreiðslumaður frá forkeppninni í dag.

Mynd: Matthías Þórarinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Keppni

Kokkur ársins – Myndband

Birting:

þann

Spennan magnast, innsýn í keppnina 2017 sem Hafsteinn Ólafsson sigraði. Skilafrestur í keppnina í ár rennur út á miðnætti 5. febrúar 2018.

Lesa meira

Keppni

Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari Barþjóna

Birting:

þann

Gamla bíó

Gamla bíó

Íslandsmót barþjóna var haldið í kvöld í Gamla bíó, en þar voru samankomnir einhverjar bestu barþjónar Íslands að keppa um Íslandsmeistaratitil Barþjóna.

Keppt var eftir alþjóðareglum International Bartenders Association (IBA).

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson
Mynd: úr einkasafni

Þeir sem kepptu voru Árni Gunnarsson frá veitingastaðnum Soho, Grétar Matthíasson frá Grillmarkaðinum og Elna María Tómasdóttir frá Nauthól.

Eftir harða keppni urðu úrslit á þessa leið:

 1. sæti – Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn) með drykkinn “Peach Perfect”
 2. sæti – Elna María Tómasdóttir (Nauthóll) með drykkinn “Orion”
 3. sæti – Árni Gunnarsson (Soho) með drykkinn “My precius”

Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:

 • Grétar Matthíasson – Fagleg vinnubrögð
 • Elna María Tómasdóttir – Besta skreytingin

Dómnefnd:

 • Jóhann Gunnar Arnarsson – Butler Íslands
 • Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Hótelstjóri
 • Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
 • Sigurjón Ragnarsson – Stjörnuljósmyndari
 • Alba E. Hough – Vínsérfræðingur

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Myndir væntanlegar

Lesa meira
 • Happy Hour – 50 þættir 10.10.2020
  Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég þá hugmynd að búa til hlaðvarp þar sem eg spjallaði við fólk úr veitingabransanum. Verandi málglaður maður með ástríðu fyrir því sem ég hef gert hálfa ævina þótti mér tilvalið að ná að sameina þessa tvo hluti og varð til hlaðvarpið Happy Hour með the Viceman. Ég hafði ekki […]
 • Jónas Heiðarr 05.10.2020
  Jónas Heiðarr | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bang bang! Jónas Heiðarr er barþjónn sem á síðustu árum hefur komið eins og stormsveipur inn í barsenu landsins. Hann sigraði World Class Diageo bartender of the year árið 2017 og varð barþjónn ársins á Íslandi að mati Bartenders Choice Awards árið 2019. Hann er skagamaður […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag