Vertu memm

Uppskriftir

Kremað kartöflusalat

Birting:

þann

Kartöflusalat

Innihald:

680 gr. kartöflur (um 6 meðal stórar kartöflur), flysjaðar

1 1/2 bolli af mayonnaise

1 msk hvítvínsedik

1 msk. gult sætt sinnep

1 tsk salt

1/4 tsk. pipar

1 bolli af söxuðu sellerí

1/2 bolli saxaður laukur

4 stk harðsoðin egg (söxuð)

Paprikuduft (má sleppa)

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar þar til að þær eru tilbúnar (ca. 25 til 30 mín). Skerið kartöflurnar í teninga.

Blandið saman við mayonnaise, edik, sinnepi, salt og pipar í skál.

Setjið kartöflurnar, sellerí og laukinn saman við í skálina og hrærið og að lokum setjið eggin í og hrærið. Stráið paprikudufti yfir salatið. Geymið í ísskáp í ca. 4 klst.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Saltfisks-carpaccio með rauðri sósu

Birting:

þann

Saltfiskur

Forréttur fyrir 4

320 gr vel útvatnaður saltfiskur
1 sítróna
skvetta af góðri ólífuolíu

Rauð sósa

2 rauðar paprikur brenndar, afhýdd-ar og fínt saxaðar
2 tómatar afhýddir, kjarninn skorinn burt og fínt saxað
1 rauður chili, kjarninn skorinn burt,fínt saxaður
salt og pipar
skvetta af góðri ólífuolíu
½ búnt steinselja fínt söxuð

Blandið öllu saman í skál og kryddið til eftir smekk

Saltfiskurinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar og skipt niður á fjóra diska, plastfilma sett yfir og þrýstið vel niður á fiskinn með höndum og jafnið vel út.

Takið filmuna af og kreistið vel af sítrónu yfir fiskinn og skvettið olíunni yfir, síðan er fiskurinn hulinn þunnu lagi af rauðu sósunni og borinn fram með fersku salati og sítrónu.

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson

Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari.

Lesa meira

Uppskriftir

Búið til ykkar eigið beikon

Birting:

þann

BeikonFyrir 4-6

Svínasíðan er ein mesta gjöf matgæðinga og tilvalin til beikongerðar. Beikon er venjulega saltpæklað og síðan reykt.

Annaðhvort nota menn saltlög eða þurrverka kjötið. Útkoman er ferskt beikon eða „pansetta“ sem er hálfþurrkað beikon.

Beikon með svörtum pipar og púðursykri

1 stk. myndarleg svínasíða

¼ dl sjávarsalt

1 dl dökkbrúnn sykur

1 matskeið ferskur malaður svartur pipar

½ tsk. marið lárviðarlauf

1 tsk. saxaður laukur (eða duft)

1 tsk. saxaður hvítlaukur (eða duft)

½ tsk. malað timjan eða blóðberg (þurrkað)

1 tsk. nitritsalt fyrir þá sem vilja bleikt beikon (má sleppa)

Aðferð

Blandið salti, púðursykri, svörtum pipar, lárviðarlaufinu, lauk, hvítlauk og blóðbergi saman í stóru plastíláti með loki.
Bætið við svínakjötinu með fituna upp, nuddið og geymið í kæli í 10 daga. Snúið svínakjötinu á hina hliðina eftir fimm daga.

Eftir 10 daga
Fjarlægið svínakjötið úr ílátinu og skolið með köldu vatni. Fjarlægið eins mikið af kryddblöndunni og mögulegt er. Þerrið og geymið í kæli, án plastloks, í 24 klukkustundir til að fá smá húð. Hitið grillið 150 °C með eldi úr viði með ögn af kolum til að halda uppi hitanum.

Reykið í um 1½ klst. á kg við 100 °C þar til innra hitastig nær 70 °C.

Fjarlægið og látið beikonið hvíla við stofuhita í 30 mínútur. Kælið áður en það er sneitt.

Steikið beikonsneiðar á heitri pönnu yfir miðlungshita í 5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til það er stökkt.

Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari.

Lesa meira

Uppskriftir

Spaghetti með hvítlauk, chili og ólífuolíu

Birting:

þann

Spaghetti

Grunnurinn að þessari uppskrift er að nota góða ólífuolíu og þá er hér á ferðinni einfaldur og góður réttur. Einfalt er að bæta réttinn með t.d. ansjósum, spergilkáli eða grænmeti að eigin ósk en oft á tíðum er einfaldleikinn bestur.

Aðalréttur fyrir 4

360 g spaghetti
2 góðar skvettur ólífuolía
5 stórir geirar hvítlauks, fíntsaxaðir
¼ tsk. þurrkað rautt chili
1 lúka steinselja, söxuð
Maldon-salt

Aðferð:

Á meðan pastað er að sjóða í miklu söltu vatni hitum við olíuna með hvítlauknum og chiliinu. Passa þarf að laukurinn brúnist ekki.

Þegar pastað er soðið al dente, er vatninu hellt vel af og blandað saman við olíuna ásamt steinseljunni, hrært vel í og saltað eftir smekk.

Leifur Kolbeinsson

Leifur Kolbeinsson

Höfundur er Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið