Vertu memm

Uppskriftir

Kremað kartöflusalat

Birting:

þann

Kartöflusalat

Innihald:

680 gr. kartöflur (um 6 meðal stórar kartöflur), flysjaðar

1 1/2 bolli af mayonnaise

1 msk hvítvínsedik

1 msk. gult sætt sinnep

1 tsk salt

1/4 tsk. pipar

1 bolli af söxuðu sellerí

1/2 bolli saxaður laukur

4 stk harðsoðin egg (söxuð)

Paprikuduft (má sleppa)

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar þar til að þær eru tilbúnar (ca. 25 til 30 mín). Skerið kartöflurnar í teninga.

Blandið saman við mayonnaise, edik, sinnepi, salt og pipar í skál.

Setjið kartöflurnar, sellerí og laukinn saman við í skálina og hrærið og að lokum setjið eggin í og hrærið. Stráið paprikudufti yfir salatið. Geymið í ísskáp í ca. 4 klst.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Jólasinnepssíld

Birting:

þann

Jólasinnepssíld

Hráefni

1 pk Klädesholmen 5-minuterssild
1 dós sýrður rjómi
3 msk majónes
handfylli hakkað dill
1 msk hlynsíróp
1 1/2 msk Edmont Fallot dijon sinnep
salt og pipar eftir smekk.

Aðferðafræðin er ekki flókin. Hella af síldinni, skola undir köldu vatni. Skera í munnbitastóra bita. Hræra saman öllum hráefnum, smakka til með salti og pipar. Færa yfir í fallega krukku. Setja í ísskáp á meðan unnið er í næstu síldarréttum.

Jólasinnepssíld

Í uppskriftina er notað Klädesholmen 5-minuterssild og Edmont Fallot dijon sinnepið

Mynd og höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu.

Lesa meira

Uppskriftir

Súkkulaðibitasmákökur með heslihnetum og sjávarsalti

Birting:

þann

Súkkulaðibitasmákökur

Súkkulaðibitasmákökur

Varúð! Þessar kökur eru gríðarlega ávanabindandi og það er með öllu ómögulegt að fá sér bara eina!

Súkkulaði, heslihnetur og salt passa svo afskaplega vel saman í þessum smákökum sem eru með smá stökkum köntum en mjúkri miðju.

18 kökur:

Smjör (ósaltað), 225 g
Púðursykur, 180 g
Sykur, 120 g
Egg, 1 stk
Vanillufræ, 0,5 tsk / Rapnuzel (má líka nota 2 tsk vanilludropa)
Hveiti, 210 g
Borðsalt, 1,25 tsk
Lyftiduft, 0,5 tsk
Matarsódi, 0,25 tsk
Súkkulaðibitar, 300 g
Heilar heslihnetur, 60 g
Flögusalt, 2 msk

Aðferð:

Forhitið ofn í 190°C með yfir og undirhita.

Bræðið smjörið. Hrærið vandlega saman bráðið smjör, púðursykur og sykur með góðri sleikju þar til allt hefur samlagast að fullu. Þetta tekur 1-2 mín með handafli.

Hrærið eggið því næst saman við ásamt vanillufræjum þar til blandan er orðin glansandi og eggið hefur samlagast að fullu. Þetta tekur um 1 mín með handafli.

Bætið hveiti, borðsalti, lyftidufti og matarsóda út í skálina og hrærið þar til til allt hefur samlagast.

Saxið heslihnetur og bætið út í skálina ásamt súkkulaðibitunum og blandið vel saman.

Leggið ofnpappír á bökunarplötu.

Myndið 6 kúlur svipaðar að stærð og golfkúlur og raðið á bökunarplötu með góðu millibili þar sem kökurnar dreifa svolítið úr sér.

Bakið í 8-10 mín í miðjum ofni. Stráið sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær koma úr ofninum og látið kólna í nokkrar mín á plötunni áður en kökurnar eru færðar á kæligrind.

Endurtakið með restina af deiginu.

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Lesa meira

Uppskriftir

Sardínukökur – Uppskrift

Birting:

þann

Sardínur í dós

Í uppskriftina er notað sardínur í olíu

Dagur sardínunnar er í dag 24. nóvember og því ber að fagna.

Með fylgir góð uppskrift af Sardínukökum sem er meðhöndlað svipað og krabbakökurnar frægu.

Innihald

600 gr kartöflur
2 x 120 gr dósir af sardínum í olíu
4 msk söxuð steinselja
1 sítróna (lítil), safi og börkur (fíntskorinn)
3 msk majónes
4 msk grískt jógúrt
1 msk hveiti
4 msk matarolía
Grænt salat, og sítrónubátar (til skrauts)

Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðanr mjúkar, um það bil 15-20 mínútur í suðu. Á meðan, grófsaxið sardínurnar í skál (það er engin þörf á að fjarlægja beinin þar sem þau eru nógu mjúk til að borða). Blandið saman 3 msk hakkaðri steinselju og helmingnum af sítrónubörkinum og safanum.

Á meðan blandið majónesinu og jógúrtinu saman við afganginn af steinseljunni, sítrónubörkunum og safanum og smá af kryddi að vild.

Skrældu skartöflurnar og stappaðu í grófa kartöflumús. Blandið varlega saman við sardínublönduna og kryddið.

Mótaðu í 8 stórar fiskibollur og veltið upp úr hveitinu og dustið auka hveiti af.

Hitið olíuna á eldfastri pönnu og steikið helminginn af fiskibollunum í 3-4 mínútur á hvorri hlið þar til þær verða gullinbrúnar og stökkar. Endurtaktu fiskibollurnar sem eftir eru.

Berið fram með sítrónu majónesi, salati og sítrónubátum.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag