Vertu memm

Food & fun

Kore í Granda Mathöll með frábæran mat

Birting:

þann

Kore - Food and fun 2020

Í upphafi var ekkert og síðan kom brauðið og þar næst Street food, segir sagan og ekki ætla ég að rengja það.  Street food í þeirri mynd sem við þekkjum má rekja til Asíu, stekkur síðan yfir til USA og nú höfum við heldur betur tekið við okkur hér í Evrópu.

Í upphafi var þetta einfaldur matur sem gerður var á staðnum, yfirleitt á mörkuðum eða álíka stöðum þar sem rýmið var lítið en aðgengi að hráefninu var fjölbreytt.

Að sjálfsögðu höfum við staðið okkur bærilega undanfarið hér heima, en hugmyndirnar voru framan af ekki burðugar og einna helst var það pylsan sem við státum okkur af sem okkar besta götumat og er hún ekki einu sinni íslensk og í sinni núverandi mynd, eiginlega hálf dönsk.

Kore - Food and fun 2020

En hvað um það, nú er Street food orðin listgrein og margir snillingar að skapa sér gott orð með góðri frammistöðu og skemmtilegum réttum og bragði.

Street food ævintýri

Deuki Hong er einn slíkra nafna sem hefur slegið í gegn með kórensku Street food ævintýri. Deuki Hong og félagi hans Matt Rodbard slógu rækilega í gegn hér um árið í með bókinni Koreatown sem seldist í bílförmum í USA og er m.a kveikjan á bak við veitingastaðinn Kore hér heima.

Sagan á bak við Kore er ævintýri líkast, frekar stutt, en bráðsmellin sem ég ætla samt að láta bíða betri tíma að segja.  Deuki Hong hefur staðið eins og stytta á bak við Atla, eiganda Kore og hans fólk, varðandi útfærslur, matlagningu og annað, allt frá upphafi. Eina greiðslan sem hann hefur farið fram á er vinskapur og að fá að taka þátt í gleðinni.

Við kíktum á Kore sl. miðvikudagskvöld sem er í Granda Mathöll en áður höfum við heimsótt Kore í fyrra og urðum þá ekki fyrir vonbrigðum frekar en núna.

Einn af stóru nöfnunum í Bandaríkjunum

Deuki Hong sem er núna aftur gestur Kore á Food & Fun matarhátíðinni hefur farið á kostum í Sjávarklasanum eins og við var að búast.  Undanfarin ár hefur Dekui Hong slegið rækilega í gegn í USA og víða og til gamans getið að í síðasta mánuði var hann með veislu fyrir aðstandendur Óskarsmyndarinnar Parasite.  Hann er virkilega heitt nafn í USA núna og eitt af stóru nöfnunum hjá yngri matreiðslumönnum í Bandaríkjunum.  Í dag starfar hann á stjörnukránni í LA Sunday Bird.

Frábær matur

Ég ætla ekki að hafa mörg orð um matinn sem í boði var en ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Réttirnir voru spennandi, verulega bragðgóðir og fjölbreyttir og það er klárlega hægt að mæla með heimsókn í Kore.

Deuki Hong er matreiðslumaður á heimsmælikvarða og ef þið viljið góða og ódýrar matarupplifun, ekta kórenskt Street Food  þá er að skella sér á Kore.

Kore - Food and fun 2020

Kore - Food and fun 2020

Kore - Food and fun 2020

Kore - Food and fun 2020

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Food & fun

Michelin stjörnukokkur á Grand Brasserie

Birting:

þann

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Kiran Deeny

Það er ekki á hverjum degi sem Michelin stjarna stendur í eldhúsinu á Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík þó svo þar séu vandvirkir og flinkir kokkar. Þessa dagana er Food & Fun og þá skartar Grand Brasserie matreiðslumanni frá einum af betri veitingastöðum heims.

Það er svo sem ekki bara á Grand þar sem frábærir gesta matreiðslusnillingar eru að sýna sitt besta, heldur eru um fimmtán aðrir staðir í RVK sem bjóða uppá frábær matar- ævintýri þessa helgina.

Það er margt og mikið að gerast á veitingastaðnum núna þannig að við brugðum undir okkur betri fætinum og pöntuðum borð sl. fimmtudag, vægt til orða tekið þá var það Matarupplifun með stóru M.

Gestakokkur þeirra á Food & Fun 2020 heitir Kiran Deeny og kemur frá hinu margrómaða veitingahúsi HIDE í London en þar er hann hægri hönd Ollie Dabbous, yfirmatreiðslumeistara veitingahússins. Þeir skarta einni stjörnu og vinna að annarri.

Kiran Deeny er 28 ára og hóf matreiðsluferil sinn aðeins 17 ára. Hann hefur starfað á Michelin veitingahúsum í London og Kaupmannahöfn, þar á meðal Geranium sem er mörgum íslenskum matgæðingum kunnugur.

Kiran Deeny hefur mikinn áhuga á svo kölluðum smakkseðlum og við fengum okkur slíka, annarvega vega og hinsvegar hefðbundinn. Báðir algjörlega frábærar upplifanir.

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny - Úlfar Finnbjörnsson

Úlfar Finnbjörnsson yfirmatreiðslumeistari á Grand Hótel Reykjavík fylgist vel með

Ég skal viðurkenna að ég fer mikið út að borða og hef prufað sitt af hverju en hér var virkilega skemtilegt ævintýri í gangi. Fyrir mér var kvöldið ekki ólíkt því og að setjast í fremsta vagninn í rússíbana. Bragð og áferðir þutu framhjá og við áttum fullt í fangi með að átta okkur hvort við vorum að koma eða fara,  þetta var frábær skemmtun að okkar mati.

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Við völdum sitthvorn matseðilinn og smökkuðum báða, Kiran sýnir mikla dirfsku, þá bæði í framsetningu og samsetningu, enda kom það fram þegar við spjölluðum við hann baksviðs, en honum finnst íslenska hráefnið vera frábært og sérstaklega var hann hrifinn af íslenska þorskinum, sem var að mínu mati besti rétturinn, að öðrum ólöstuðum.

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Kiran er reyndar mjög heillaður af Skandinavískri matargerð en hann var ár í Kaupmannahöfn og núna er Stokkhólmur farið að kitla hann aðeins.

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Léttsaltaður þorskur – Reykt hvítvínssósa, spínat, ostrulauf, sjávartrufflur.

Mig langar samt að ræða um þorskréttinn aðeins betur, sem var sérstakur. Fiskurinn var léttsaltaður, spínat og reykt hvítvínssósa með sem var bara eitthvað af öðrum heimi, þetta var eitthvað nýtt og ég uppgötvaði að ég var eiginlega að borða þorsk í ”fyrsta” skipti.

En ég ætla ekki að fara í fleiri rétti á matseðlinum en þessi var svo sérstakur þó svo að hinir hafi verið frábærir en ég læt það eftir ykkur sjálfum sem vilja prufa að meta og dæma sjálf.

Þetta er stutt, ég veit það en þetta var upplifun sem lifir lengi. Frábært kvöld, góð þjónusta og ótrúlegt smakklauka upplifun.

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík - Food & Fun 2020 - Kiran Deeny

Lesa meira

Food & fun

Food and Fun á Grand Brasserie dagana 5.-8. mars

Birting:

þann

Kiran Deeny

Kiran Deeny

Gestakokkur Grand Brasserie á Food & Fun 2020 heitir Kiran Deeny og kemur frá hinu margrómaða veitingahúsi HIDE í London en þar er hann hægri hönd Ollie Dabbous, yfirmatreiðslumeistara veitingahússins.

HIDE opnaði 2018 á Picadilly og skartar glæsilegri hönnun og óviðjafnanlegu útsýni yfir Green Park. Matseldin einkennist af árstíðarbundnum hráefnum og þykir upplifunin ólík öllu öðru sem áður hefur sést. Veitingahúsið hlaut á dögunum sína fyrstu Michelin stjörnu en vonir standa til þess að þær verði fleiri í náinni framtíð.

Kiran Deeny er 28 ára og hóf matreiðsluferil sinn aðeins 17 ára. Hann hefur starfað á Michelin veitingahúsum í London og Kaupmannahöfn, þar á meðal Geranium sem er mörgum íslenskum matgæðingum kunnugur.

Á HIDE sérhæfir Kiran Deeny sig í smakkseðlinum sem hann hefur þróað og unnið í nánu samstarfi við með fyrrnefndum Ollie Dabbous, yfirmatreiðslumeistara HIDE.

Sérstakur 5 rétta vegan seðill frá Kiran verður í boði ásamt Food and Fun seðlinum.

Glæsilegur matseðill:

Fyrsti réttur
Romaine salat – Ostru dressing, skjaldflétta.

Forréttur
Sellerírót – Ofnbökuð selerírót dashi, sýrt sellerí, þaraolía, fjörujurtir.

Fiskréttur
Léttsaltaður þorskur – Reykt hvítvínssósa, spínat, ostrulauf, sjávartrufflur.

Aðalréttur
Dádýr – Hvítlauksolía, reykt rauðrófumauk, grillað endive salat, sítrónudressing, estragon.

Eftirréttur
Skyr ís – Dill granita.

Verð:
8.900 kr.

Sjá nánar hér.

Lesa meira

Food & fun

Food & Fun matarhátíðin – Dagana 4. til 8. mars 2020

Birting:

þann

Food & Fun matarhátíðin

Food & Fun Matarhátíðin verður haldin í 19. sinn á veitingastöðum Reykjavíkurborgar, dagana 4. til 8. mars 2020.

Að venju verður keppt um titilinn besti kokkur matarhátíðarinnar.

Fleiri Food & Fun fréttir hér.

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag