Vertu memm

Keppni

Konfektmoli ársins 2017 – Skráning

Birting:

þann

Garri - Konfektmoli ársins 2017

Samhliða Eftirréttur ársins heldur Garri nú í fyrsta skipti keppnina Konfektmoli ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila á keppnisstað 8 tilbúnum konfektmolum af sömu tegund á fyrirfram ákveðnum tíma.

Þema keppninnar í ár er „Flóra Íslands“.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori, og bakaraiðn eða eru á samningi í fyrrgreindum greinum. Undantekningartilvik frá ofangreindu verða metin sérstaklega.

Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 10. október kl. 10:00.

Þrjátíu sæti eru í boði.

SKRÁNING HÉR Í KONFEKTMOLI ÁRSINS 2017

Nánari upplýsingar gefur Ívar í síma 858-3005 eða [email protected]

Hér getur þú nálgast allar nánari upplýsingar um keppnina og hráefni sem konfektmolinn þarf að innihalda.

 Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.

 

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Keppni

Tássia Moraes sigraði í kokteilakeppni Striksins – Sjáðu myndirnar frá keppninni

Birting:

þann

Kokteilakeppni Striksins 2021

Keppendur, dómarar og eigendur Striksins
F.v. Magnús Jón Magnússon Dómari – Jóhann Ingi Davíðsson Eigandi Striksins – Bjartur Páll Brynjarsson Keppandi – Emilía Guðrún Keppandi – Elísabet Sævarsdóttir Keppandi – Tássia Moraes Keppandi/Vinningshafi – Helgi Pétur Davíðsson Keppandi – Jón Heiðar Sveinsson Dómari – Heba Finnsdóttir Eigandi Striksins.

Í nóvember fór fram skemmtileg kokteilakeppni á meðal starfsmanna Striksins á Akureyri.

Kokteilakeppni Striksins 2021

Keppendur voru fimm:

Tássia Moraes – Vaktstjóri
Helgi Pétur Davíðsson – Vakstjóri
Bjartur Páll Brynjarsson – Barþjónn
Emilía Guðrún – Þjónn/Barþjónn
Elísabet Sævarsdóttir – Framreiðslunemi

Kokteilakeppni Striksins 2021-338

Dómarar að störfum

Dómarar

Dómarar voru fjórir og allir með víðtæka og mikla reynslu í veitingageiranum:

Magnús Jón Magnússon – Eigandi á Majó Menningar/Veitingahús
Heba Finnsdóttir – Framreiðslumeistari og Eigandi Striksins
Árni Þór Árnason – Yfirmatreiðslumaður á Strikinu
Jón Heiðar Sveinsson – Yfirþjónn á Rub23

Grunnhráefni og keppnisfyrirkomulag

Það var greinilega mikill metnaður lagður í keppnina og keppnisfyrirkomulagið þaulskipulagt.

Einu skilyrðin sem var sett á keppendur um val á grunnhráefni var að ekki mátti nota Gin, annars fengu keppendur alveg frjálsar hendur með hvað þau vildu bera fram fyrir dómnefnd.

Dæmt var út frá bragð / lykt / útliti / vinnubrögð og hreinlæti. Keppendur þurftu að gera tvöfalda uppskrift af kokteilnum sem þau hönnuðu fyrir framan dómnefnd.

Einungis einn aðili var á barnum að keppa fyrir framan dómnefnd. Á meðan voru hinir keppendurnir í herbergi þannig þeir gátu ekki séð hvað fór fram.

Á meðan keppandi var að undirbúa/bera fram kokteilinn þá gafst dómnefnd færi á að dæma vinnubrögð og hreinlæti.
Einnig voru dómarar í miklum samskiptum við keppendur á meðan þeir voru að framreiða drykkinn sinn, til þess að fá upplýsingar varðandi; af hverju þau ákváðu að nota x hráefni/líkjör/sterkt áfengi, hver var vinnan bakvið kokteilinn, hvers vegna þessi x bragðpörun o.sfrv. Þessi samskipti hafði einnig áhrif á loka einkunn fyrir keppendur.

Síðan þurftu keppendur að ganga frá eftir sig eins og þau komu að barnum s.s. „hreinlæti“

Keppandi yfirgaf svæðið þegar búið var að framreiða drykkinn sem gaf dómurum tækifæri að tala sín á milli til að greina einkunnaþætti.

Kokteilakeppni Striksins 2021

Tássia Moraes sigraði með drykkinn Bed of roses

Tássia Moraes sigraði með drykkinn Bed of Roses

Það var Tássia Moraes sem sigraði með drykkinn Bed of Roses sem samanstendur af Lychee líkjör, appelsínusírópi og Codornía Rosé Cava.

Gefin voru verðlaun fyrir 1. sætið sem var barsett frá GS Import sem er fullbúin leðurtaska með öll þau baráhöld sem þú þarft til þess að græja kokteil. Freyðivínsflaska og að auki er verðlaunadrykkurinn fáanlegur á kokteilaseðli Striksins.

Kokteilakeppni Striksins 2021-338

Verðlaunadrykkurinn Bed of roses

Uppskrift af verðlaunadrykknum

Bed of roses

15 ml Appelsínusíróp
22,5 ml Lychee Líkjör
Toppað með Codornía Rosé Cava
Rósarblað sem skreyting

*Appelsínusíróp og lychee líkjör var „kastað“ í shaker. Það síðan sigtað í kampavínsglas og toppað með Rosé Cava*

Uppskrift af appelsínusírópi:

Vigtað var 50 gr af sykri á móti 120 gr af nýkreistum appelsínusafa. Það síðan hrært reglulega eða þangað til að sýran í appelsínunni var búinn að vinna úr öllum sykrinum.

Efla hugmyndavinnu, ástríðu og skemmtun

„Ástæðan fyrir því að við viljum halda svona keppni fyrir starfsfólk á Strikinu er til þess að efna til samkeppni sem eflir hugmyndavinnu, ástríðu og skemmtun sem er uppbyggjandi í veitingastarfi.

Einnig til þess að sýna fram á hversu heppin/hreykin við erum af starfsfólkinu okkar.“

Sagði Alexander Magnússon veitingastjóri Striksins og einn af skipuleggjendum í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um tilkomu keppninnar.

Meðfylgjandi myndir tók Auðunn Níelsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

Lesa meira

Keppni

Metnaðarfull eftirréttakeppni Striksins á Akureyri – Myndir

Birting:

þann

Eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri

Keppendurnir fjórir: Kristinn Hugi Arnarson, Elvar Fossdal, Aðalsteinn Óli Magnússon, Elmar Freyr Aðalheiðarson og Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður Striksins og Logi Helgason eldhúsdómari

Nú á dögunum fór fram eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, en keppendur starfa allir á staðnum.

„Við höfum við verið ansi dugleg að vera með nemakeppni annað hvort eftirrétta-, eða forréttakeppni.  Vissulega hafa keppnirnar legið í dvala núna yfir covid en vonandi erum við að fara af stað aftur núna.“

Sagði Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður á Strikinu í samtali við veitingageirinn.is og bætir við:

„Keppendur fá 3-4 hráefni og þema og vinna sig í kringum það.

Í þetta skiptið voru 4 keppendur sem allir vinna og/eða eru nemar á Strikinu.  Flestir að taka sín fyrstu skref í eldhúsi svo ég ákvað að hafa hráefni í auðveldari kantinum. Dökkt og/eða hvítt súkkulaði, appelsína og þemað er íslensk jól.

Allt annað átti að vera frjáls aðferð og vinningshafi leystur út með flottum vinningum frá KEA hotels, Innnes og Strikinu.„

Dómarar voru:

Hallgrímur Sigurðarson, matreiðslumeistari og eigandi R5.

Haraldur Már Pétursson, matreiðslumeistari og eigandi Salatsjoppunnar.

Sigurður Már Harðarson yfirmatreiðslumaður, Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA).

Logi Helgason vaktstjóri á Strikinu var eldhúsdómari.

Keppendur máttu koma með allt tilbúið í eftirréttina og fengu að fara í eldhúsið klukkutíma fyrir skil. Fyrstu skil voru klukkan 15:15 og á korter fresti eftir það.

Eftirréttakeppni á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri

Elmar Freyr Aðalheiðarson

Það var síðan Elmar Freyr Aðalheiðarson sem bar sigur úr bítum með hvítsúkkulaði skyrmousse með piparkökubotn, piparkökumulning, Cointreau appelsínu ís, melónusalsa og appelsínusósu.

Mjög mjótt var á munum á milli keppenda og skipti hvert stig greinilega máli. En 100 stig voru í pottinum frá hverjum dómara, vægi stiga var sem hér segir:

Bragð og áferð 50 stig:

Vinna 15 stig.
Útlit 15 stig.
Eldhús 10 stig.
Mappa 10 stig:

„Heilt yfir stóðu strákarnir sig mjög vel og komu nýliðirnar mikið á óvart, en þeir höfðu greinilega kynnt sér reglur og annað mjög vel.„

Sagði Árni Þór að lokum.

Myndir: Aðsendar / Strikið

Lesa meira

Keppni

Íslandsmót iðn- og verkgreina – Mótið fer fram í mars og apríl 2022

Birting:

þann

Frá Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin dagana 31. mars til 2. apríl 2022 í Laugardalshöll, en mótið átti að fara fram dagana 11. – 13. mars s.l. en var frestað í ljósi fjöldatakmarka í tengslum við Covid-19.

Framhaldsskólakynningin sem haldin er samhliða, er í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Á síðasta móti sem var haldið árið 2019 var keppt í 27 greinum og voru tvær sýningargreinar. 33 framhaldsskólar tóku þátt og tólf aðrir sýnendur.

Sjá einnig:

Úrslit í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2019

Á Íslandsmótinu munu keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reyna á skipulagshæfileika og fagmennsku. Tilgangur keppna af þessu tagi er að vekja áhuga grunnskólanema og annarra á iðn- og verknámi með því að láta ungt fólk sýna handbrögð og tækni sinnar greinar. Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum.

Gestir verða velkomnir á opnunartíma: Fimmtudag 31. mars og föstudaginn 1. apríl er opið frá 9-17. Laugardaginn 2. apríl er opið frá 10.-16.00.

Fleiri fréttir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina hér.

Samsett mynd frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina / skillsiceland.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið