Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kolbrún Jónsdóttir ráðin sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandshótela

Birting:

þann

Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandshótela

Kolbrún Jónsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandshótela. Gríðarlegur vöxtur hefur verið hjá Íslandshótelum sem á og rekur 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Kolbrún er alkunn fyrirtækinu en hún hefur setið í stjórn Íslandshótela frá árinu 2015.

Árið 1987 útskrifaðist Kolbrún sem Cand Oecon frá Háskóla Íslands og lauk síðar Excecutive Education frá Kenan-Flagler Business School árið 2000. Hún stóðst hæfnismat FME í janúar 2011 og árið 2012 hlaut Kolbrún löggildingu sem verðbréfamiðlari. Kolbrún er einnig menntaður leiðsögumaður frá EHÍ.
Kolbrún hefur starfað í lykilstöðum hjá fremstu fyrirtækjum landsins. Hún starfaði sem fjármálastjóri Húsasmiðjunnar í 7 ár eða frá 1989-1996 og tók þátt í miklum vexti félagsins. Kolbrún starfaði sem  útibússtjóri, forstöðumaður bakvinnslu og verkefnastjóri Íslandsbanka (Glitni)  á árunum 1996-2008 og sat síðar í stjórn bankans. Á árunum 2008-2010 starfaði Kolbrún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Vátryggingafélags Íslands og því næst var hún framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Kjölfestu  (félag í eigu 14 lífeyrissjóða).

Í fréttatilkynningu kemur fram að Kolbrún hefur verið áberandi í íslensku atvinnulífi og setið meðal annars í stjórn Íslandsbanka fyrir hönd Bankasýslu ríkisins á árunum 2010-2012.  Eins var hún formaður endurskoðunarnefndar Sameinaða lífeyrissjóðsins (2011-2014). Kolbrún hefur einnig setið í stjórn Húsasmiðjunnar, Fastus, Senu og nú síðast í stjórn Íslandshótela, eins og áður kom fram. Að auki hefur hún unnið að fjölmörgum verkefnum, félags- og stjórnunarstörfum. Kolbrún er gift Páli Hilmarssyni, framkvæmdastjóra hjá Innnes og eiga þau tvö börn.

Kolbrún hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni hjá Íslandshótelum.

„Eins og allir þekkja þá er ferðaþjónustan ört vaxandi atvinnugrein og á örskömmum tíma hefur hún orðið meginstoð í íslensku atvinnulífi. Íslandshótel er eitt af stærstu félögum hér á landi og rekur í dag 17 hótel og fasteignir hringinn í kringum landið, það er því ánægjulegt að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu hjá félaginu með því frábæra starfsfólki sem þar starfar.“

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Myndir frá forkeppni Kokkur ársins 2018

Birting:

þann

Núna stendur yfir undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 á Kolabrautinni í Hörpu.

Sjá nánar hér um keppnina í dag.

Meðfylgjandi myndir tók Matthías Þórarinsson matreiðslumaður frá forkeppninni í dag.

Mynd: Matthías Þórarinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Keppni

Kokkur ársins – Myndband

Birting:

þann

Spennan magnast, innsýn í keppnina 2017 sem Hafsteinn Ólafsson sigraði. Skilafrestur í keppnina í ár rennur út á miðnætti 5. febrúar 2018.

Lesa meira

Keppni

Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari Barþjóna

Birting:

þann

Gamla bíó

Gamla bíó

Íslandsmót barþjóna var haldið í kvöld í Gamla bíó, en þar voru samankomnir einhverjar bestu barþjónar Íslands að keppa um Íslandsmeistaratitil Barþjóna.

Keppt var eftir alþjóðareglum International Bartenders Association (IBA).

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson
Mynd: úr einkasafni

Þeir sem kepptu voru Árni Gunnarsson frá veitingastaðnum Soho, Grétar Matthíasson frá Grillmarkaðinum og Elna María Tómasdóttir frá Nauthól.

Eftir harða keppni urðu úrslit á þessa leið:

 1. sæti – Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn) með drykkinn “Peach Perfect”
 2. sæti – Elna María Tómasdóttir (Nauthóll) með drykkinn “Orion”
 3. sæti – Árni Gunnarsson (Soho) með drykkinn “My precius”

Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:

 • Grétar Matthíasson – Fagleg vinnubrögð
 • Elna María Tómasdóttir – Besta skreytingin

Dómnefnd:

 • Jóhann Gunnar Arnarsson – Butler Íslands
 • Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Hótelstjóri
 • Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
 • Sigurjón Ragnarsson – Stjörnuljósmyndari
 • Alba E. Hough – Vínsérfræðingur

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Myndir væntanlegar

Lesa meira
 • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
  Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
 • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
  Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag