Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kokteilhátíðin Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin í febrúar

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Weekend

Barþjónaklúbbur íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 3. – 7. febrúar n.k.

Hátíðin hefst miðvikudaginn 3. febrúar og stendur til sunnudagsins 7. febrúar, þar sem henni líkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.

Yfir 40 staðir taka þátt

Yfir 40 staðir taka þátt í ár og verður frábær dagskrá í gangi á stöðunum yfir hátíðina.

Glæsileg dagskrá hátíðarinnar á stöðunum verður kynnt á næstu dögum.

Fimmtudaginn 4. febrúar verður forkeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna og vinnustaða keppninni í Gamla Bíó, samhliða því verða helstu vínbirgjar landsins með kynningar á sínum vörum.

Laugardaginn 6. febrúar verður Master Class á Center Hótel Plaza þar sem hinir ýmsu fyrirlesarar munu veita okkur fróðleik um vín auk þess sem vínbirgjarnir verða með kynningar á sínum vörum.

Sunnudaginn 7. febrúar verða úrslitin í keppnunum, galadinner og fjör fram eftir kvöldi í Gamla Bíó.

Fréttayfirlit hér frá fyrri hátíðum.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið