Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

KOKS opnaði Pop-Up veitingastað – Opnuðu í fyrrum húsnæði Íslenska sendiráðsins í Færeyjum

Birting:

þann

Koks og Roks í Færeyjum

Barði Páll situr efst í tröppunum, þ.e. þessi sköllótti alvarlegi kallinn 🙂

Michelin veitingastaðurinn KOKS í Færeyjum þurfti að loka staðnum líkt og margir aðrir veitingastaðir í heiminum vegna kórónufaraldursins, en um 85% gestir staðarins eru ferðamenn.

Til að halda öllu starfsfólki var ákveðið að opna systur veitingastað KOKS og nefna hann Roks. Roks er staðsettur á veitingastað sem tók sér „hlé“ í nokkra mánuði, en sá veitingastaður heitir Fútastova og er það sami eigandi á þeim stað og KOKS/Roks. Til gamans má geta þess að Íslenska sendiráðið var staðsett í húsnæði Roks fyrir einhverjum árum síðan.

„Þetta er eitthvað sem hafði verið hugmynd hjá KOKS í langan tíma. Hugmynd staðarins upprunalega er að vera með veitingastað sem gæti mögulega notað hráefni, sem hefði að öðru leyti verið hent, og koma því í einfaldari og flotta rétti. Við opnuðum í maí og hefur gengið frábærlega.“

Sagði Barði Páll Júlíusson matreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is. Sjá fleiri fréttir um Barða hér.

Barði Páll er Sous chef á Koks og Roks og hefur starfað á Koks síðan í mars í fyrra.

Matseðillinn á Roks er mun einfaldari en á KOKS þar sem aðaláherslan er að aðlaga réttina að bæjarbúum og eru einnig mun ódýrari en á Koks.

Roks býður upp á 5 rétta matseðil en einnig upp á kavíar, smárétti, petit four og osta. Hægt er að fá „the full menu“ en hann inniheldur allt þetta ásamt vínpörun með réttunum.

Fimm rétta matseðilinn samanstendur af:

 • Þorsk tartar með vatnakarsa sósu og vatnakarsa.
 • Fiski frikadellur með kræklingakremi, sítrónu og hjartasalati.
 • Gnocchi með kartöflukremi, garnatálg(sem er gerjuð innefli úr lambi), ostasósu og rifinn ræstur fiskur.
 • Aðalréttur er annaðhvort: Ræst kjöt eða skötusels kinnar með sveppum, kartöflum, jarðskokkum og grænkáli.
 • Eftirréttur er síðan; Söl krem, dökkt súkkulaði og bláberja sorbet.

Nú eru landamærin að opna fyrir Danmörku og Noreg ásamt Íslandi og Grænlandi og er komið mikið af bókunum á Koks.

Ég frétti að þið væruð að leita af „stagier’um“, er eitthvað til í því?

„Já, við á KOKS erum að skipuleggja að opna veitingastaðinn næstkomandi 7. eða 8. júlí og erum við farin að hlakka gríðarlega til að taka á móti gestum aftur.

Við höfum verið að athuga með stagier’a sem áttu að vera koma til okkar í júlí en nokkrir hafa þurft að afbóka sig og erum við þar að leiðandi með opin pláss fyrir stagier’a í sumar. Ég vil endilega nota tækifærið og hvetja bæði áhugasama matreiðslumenn eða nema sem hafa metnað fyrir því að staga á KOKS að grípa tækifærið og sækja um það.

Einnig er þetta kjörið tækifæri fyrir Íslendinga, margir hverjir sem ætluðu kannski að ferðast í sumar en hafa þurft að afbóka allt saman, að taka sér til og bóka ferð til Færeyja. Færeyjar er frábært land með fallega náttúru og margt að skoða en einnig hægt að gera frábæra matarferð til að borða á tveggja stjörnu michelin stað.“

Sagði Barði Páll að lokum.

Með fylgir myndir af réttum frá Roks.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Götubitinn – Reykjavík Street Food opnar „pop up“ veitingastað í haust

Birting:

þann

Götubitinn – Reykjavík Street Food - Logo

Götubitinn – Reykjavík Street Food mun opna sinn fyrsta „pop up“ veitingastað í haust.

Veitingastaðurinn verður staðsettur á Klapparstíg 30 þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Þar muna koma fram 2-3 mismunandi söluaðilar hverju sinni og taka yfir eldhúsið og kynna nýjungar í matargerð í anda götubita (street food).

Í fréttatilkynningu segir að hugmyndin er að alltaf verður eitthvað nýtt og spennandi í hverri viku.

Húsnæðinu verður lítið breytt enda allt til alls og er hugmyndin að búa til fínni útgáfu af götubita stemmingu án þess þó að tapa sjarmanum sem götubiti hefur uppá að bjóða. Einnig verður starfræktur pop up bar og verða allskyns viðburðir í gangi samhliða.

Til að byrja með verður aðeins opið frá fimmtudögum til laugardaga. Að auki þá mun Reykjavik Street Food halda reglulega viðburði í Hjartagarðinum og reyna endurlífga þetta annars skemmtilega svæði í samstarfi við aðra rekstraraðila á svæðinu.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu „pop up“ ævintýri eða vilja nánari upplýsingar geta haft samband í tölvupósti – [email protected]

Þetta er einstakt tækifæri fyrir matsöluaðila sem vilja prófa ný „concept“ eða vilja prófa sig áfram í spennandi matargerð áður en farið er í miklar fjárfestingar sem fylgja því að opna sinn eigin veitingarstað.

Þeir aðilar sem hafa staðfest þátttöku í þessu verkefni nú þegar eru Silli Kokkur og Vængjavagninn (Just Wingin It)

Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020

Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020

Vængjavagninn hafnaði í öðru sæti í keppninni Besti götubitinn 2020

Vængjavagninn hafnaði í öðru sæti í keppninni Besti götubitinn 2020

Þess má geta að Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020 og hafnaði Vængjavagninn í öðru sæti.

Sjá einnig:

Silli kokkur sigraði í Besti Götubitinn 2020 – Kjósið um Götubita fólksins hér

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Himalayan Spice opnar nýjan veitingastað

Birting:

þann

Himalayan Spice - Reykjavík

Einn vinsælasti réttur Nepals, kjöt- eða grænmetis-koddar með fyllingu, vafðir inn í deig. Eru annað hvort gufusoðnir eða steiktir á pönnu. Fyllingin af kjöti, fersku grænmeti og kryddi verður gómsæt þar sem hún er elduð í bragðgóðu soði. Borið fram með Himalayan Chutney.

Himalayan Spice opnar nýjan veitingastað á næstunni sem staðsettur verður við Geirsgötu 3 í Reykjavík.

Himalayan Spice - Reykjavík

Himalayan Spice er Nepalskur veitingastaður að Laugavegi 60A

Himalayan Spice er Nepalskur veitingastaður að Laugavegi 60A.  Í Nepal býr þjóð sem samanstendur af 26 mismunandi þjóðernishópum og er nepölsk matargerð fjölbreytt eftir því.

Himalayan Spice - Reykjavík

Himalayan Spice opnar hér á næstunni, við Geirsgötu 3 Reykjavík

Á nýja staðnum verða nýir réttir á matseðlinum að auki vinsælustu réttunum á Laugavegi 60A.  Matseðillinn á Himalayan Spice við Laugaveg 60A er fjölbreyttur eins og sjá má hér.

Myndir: facebook / Himalayan Spice Iceland

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr íslenskur veitingastaður opnar í bænum Torrevieja á Spáni

Birting:

þann

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan – SkyBar er nýr íslenskur veitingastaður í bænum Torrevieja á Spáni.  Eigendur eru kærustuparið Bjarni Haukur Magnússon og Laufey Eva Stefánsdóttir, en þau hafa undanfarin ár verið búsett á Spáni þar sem Bjarni hefur m.a. starfað við sölu fasteigna.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Séð yfir SkyBar

„Ég hef verið hér með hléum í átta ár og unnið við fasteignasölu og í ferðaþjónustu. Ég fann að sama skapi að það var kominn tími til að breyta um vettvang og gera eitthvað nýtt. Laufey var til í að koma með mér í þetta og planið var að opna talsvert minni stað. Eftir að við fundum svo þessa staðsetningu breyttust plönin og þetta gerðist allt mjög hratt,“

segir Bjarni í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Panorama mynd af útsýninu frá SkyBarnum.
Íbúar í Torrevieja eru tæplega 100 þúsund en yfir sumartímann margfaldast sú tala.

Smiðjan – SkyBar tekur 180 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig er boðið upp á beinar útsendingar með íslensku tali á öllum þeim viðburðum er vekja áhuga Íslendinga.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Blandaður bakki – andavindill, piri piri kjúklingavængir og reyktir sveppir

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Grillaðir Piri piri kjúklingavængir með amarillosósu, borið fram með spicy hrásalati

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

160 gr. nautahamborgari með cheddarosti, grilluðu chorizo, tómötum, pikkluðum lauk, káli og hamborgarasósu Smiðjunnar. Borinn fram með frönskum kartöflum

Matseðill

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Staðsetning

Myndir: facebook / Smiðjan – SkyBar

Lesa meira
 • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
  Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
 • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
  Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag